laugardagur, apríl 15, 2006

Páskar

Ótrúlegt en satt þá eru páskarnir á sama tíma hérna niðrundir og á öðrum stöðum á Jörðinni. Við erum bæði að dunda í verkefnavinnu en höfum líka haft það rosalega gott. Í fyrradag slóum við golfkúlur og Gummi var mjög efnilegur í sveiflunni. Ég fékk engan frið til að æfa mig og einbeita mér því hann samkjaftaði ekki (sem er bannað í golfi). Eftir hvert einasta högg heyrðist "úúúú sástu þetta!" eða "vá þetta var ekkert smá flott hjá mér" eða "YES! Þessi hitti næstum því í skiltið!" en það var aðalleikurinn hjá Guðmundi, að hitta Í 100 metra skiltið.

Í gær fengum við okkur göngutúr í Rose Bay (eins og þið vitið eitthvað hvað það er, en jæja). Hiti, 25+, sól og stilla. Ég sagði Gumma að hann mætti velja sér bát í afmælisgjöf frá mér. Þetta er ekkert smá ljúft líf á liðinu hérna í Sydney, fólk er bara á einhverju randi á bátunum sínum úti á polli ef það hefur ekkert betra að gera á góðviðriðsdögum (360 daga á ári). Gummi hugsaði sig vel og lengi um og valdi að lokum þennan bát. Ég þarf að byrja að safna strax!

föstudagur, apríl 14, 2006

Símtalið;

Jæja dömur (og herrar). Ég náði loksins í Siennu í morgun og hún bað mig að skila rosa góðri stuðkveðju til ykkar stelpur. Hún tók vel í þetta með náttfötin Hildur Edda, en var reyndar pínu kennd þegar ég ræddi við hana. Hún sagði eitthvað á þessa leið; "oh yeah, great idea Toodles, this boho-chic-fashion is soooo out right now and I really needed something new and different. You know Toodles, I'm not only famous for dumping Jude Law but also for being THE trend setter and I´m sure nobody has tried the pyjamas thing. Pyjamas is the next boho!" Þá tókst mér loksins að þagga í henni til að koma að hinum óskunum. Hún var ekki til í að fá gular tennur en sagðist reykja sem er náttúrulega meingallað þannig að það vegur upp á móti. Hún gat alls ekki hugsað sér að hætta að vaxa á sér lappirnar þannig að við þurfum að þjást áfram. Bauðst reyndar til að naga neglurnar í staðinn en ég afþakkaði. Að lokum spurði ég hvort hún væri til í að fara í fitun en þá skellti hún á mig! Ég er samt sátt við náttfötin.

mánudagur, apríl 10, 2006

Vantar símanúmer:

Getur einhver sagt mér símanúmerið hjá henni? Ég er nefnilega fyrir löngu búin að sjá það að hvað sem Sienna Miller gerir þá eltir hjörðin hana og HÚN er í tísku. Ef Sienna fer með einhvern trefil á kaffihús, þá er H&M og allir hinir farnir að selja samskonar trefla. Ef Sienna myndi vera með gosbrunn í hárinu þá kæmist það ábyggilega í tísku. Ef Sienna myndi vera í krummafót þá væru flestar unglingsstelpur í krummafót. Nú þarf ég bara að ná í stelpuna, helst símleiðis þar sem ég er hinum megin á hnettinum (tek þó e-mail til greina) og biðja hana um að hætta að raka á sér fótleggina. Þá gætum við hinar þakkað Siennu fyrir tímasparnað, peningasparnað svo ekki sé minnst á sársaukann, og bara valsað um með loðna leggi, eins og Sienna.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Erna Tönsberg

Þessi færsla er tileinkuð Ernu Tönsberg, sem flestir þekkja af Háaleitisbrautinni. Myndin er tekin á bolludaginn en hún og Gummi kláruðu allar bollurnar sem voru bakaðar og ég fékk bara hálfa.

Eins og áður hefur komið fram stundum við Erna nám í sama skóla. Sá skóli er dálítið langt frá heimilum okkar og því þurfum við að taka lest og strætó þangað. Ok, so far so good. Lestarferðin tekur hálftíma. Yfirleitt horfi ég á fólkið í vagninum mínum, hlusta á ipod eða blaða í bók þegar ég tek lestina. Ósjálfrátt, á nokkra mínútna fresti lít ég þó eldsnöggt upp til að sjá hversu langt lestin er komin. Þess vegna fer ég alltaf út á réttum stað og á réttum tíma. Nú ætla ég að segja ykkur hvernig Erna gerir þetta og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Erna les skólabækur eins og vindurinn í lestinni og lítur ekki upp úr bókinni fyrr en hún lýkur því sem ljúka þarf. Þess vegna fór sem fór á mánudaginn í síðustu viku. Hún var búin að ákveða að klára vissan kafla í bókinni og þegar hún gat loksins litið upp uppgötvaði hún að ekki aðeins var hún alein í lestinni heldur hafði hún verið stopp á endastöð (sem var reyndar rétt stöð fyrir Ernu í þessu tilfelli) í alla vega 10 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var lestin lokuð, og Erna ein inni í henni! Jamm, þarna var hún, þó búin með kaflann í bókinni sinni, kl 23 um kvöld, alein læst inni í lest og ENGINN sjáanlegur við fyrstu sýn. Allir búnir að pakka saman og farnir heim að sofa. Sem betur fer komu þó einhverjir tveir starfsmenn og gátu hleypt hnátunni út! hahaha! Það er alla vega ekki hægt að segja að hún eigi við einbeitingarvandamál að stríða. Vildi að ég væri svona einbeitt við lesturinn.

laugardagur, apríl 01, 2006

Little Sahara

Fyrir um 6 vikum síðan vorum við Gummi stödd í Sahara. Ekki Afríku þó. Little Sahara er að finna á Kangaroo Island utan við Adelaide suður af Ástralíu.. eitthvað svoleiðis. Þetta er alveg mergjaðslega röff staður og við lékum okkur við að hoppa í sandhólunum þarna heillengi. Rosa gaman.

fimmtudagur, mars 30, 2006

Kex.

Hafið þið lent í því að einhver býður ykkur eitthvað matarkyns og aðstæður leyfa ykkur ekki að afþakka boðið? ...og svo er þetta tiltekna matarkyn óóótrúlega vont á bragðið en af kurteisi þorið þið ekki annað en að klára það?

Í gær sat ég í lestinni ásamt ástralskri bekkjarsystur og við vorum að ræða daginn og veginn en þó aðallega daginn. Þá þurfti ég endilega að missa það út úr mér að ég væri svo svöng sem telst þó ekki til frétta þar sem ég er oftast svöng. Hún var þá svo elskuleg að bjóða mér upp á kexköku sem hún hafði keypt í bakaríi fyrr um daginn. Áður en ég vissi af var hún búin að rétta mér kexið og ég kann svo ótrúlega vel við þessa stelpu að ég þorði ekki annað en að gæða mér kökunni. Þetta hljómar kannski ekki svo hræðilegt "ég var svöng og vinkona mín gaf mér kex" en bíðið bara. Kexið var grænt!!! það finnst mér ekki lekkert. Ekki út af myglu heldur var það með pistasíubragði. Reyndar var bragðið frekar órætt, en við hlógum báðar að litnum og giskuðum á að þetta stafaði af pistasíuhnetum. Ég myndi aldrei velja mér grænt bakarísfóður og kexið var kannski ekki óætt en það var heldur ekki gott. Mér tókst þó með naumindum að klára það.

sunnudagur, mars 26, 2006

Allt og ekkert en þo aðallega ekkert...

Hejsan hojsan. Við Gummi lifum of ljúfu lífi í Sydney, jöminn. Vorum úti að borða pizzu og borða ís með sænsku hjúkkunni og gærdagurinn fór líka í vitleysu. Ég fór með Ernu og vinkonum hennar úr viðskiptafræðinni til Manly (þar sem the Block var tekin upp) en þar sleiktum við sólina. Önnur vinkonan er frá Hong Kong en hin frá Singapore. Sú síðarnefnda er örugglega minni en Diljá frænka sem verður 8 ára í ágúst. Ég var eins og Gúllíver í Putalandi við hliðiná þeim. Ég hef sjaldan verið svona lengi á ströndinni (3 klst) því yfirleitt gefumst við upp eftir eina klst. Við Erna fengum okkur rómantíska göngu í flæðarmálinu og uppskárum öööörlítinn sólbruna. Í gærkvöldi fórum við Gummi á Thai veitingastað og í bíó en Erna félagsskítur var heima að læra. Dugleg stelpa. Ég er að vinna í ritgerð um Sameinuðu Þjóðirnar og mannréttindi og er mikið að pæla hvort ég eigi að taka Súdan eða "child abuse" sem case study. Hefur einhver skoðun á því? það væri vel þegið, por favor. OK, þotin í lærdóminn....

mánudagur, mars 13, 2006

Tanið...



Hér hefur hitinn verið yfir 30 gráðum og rakt sem er svo sem í lagi nema þegar maður á að hanga inni að læra og vera í skólanum. Það stríðir gegn minni betri vitund að vera inni að læra í góðu veðri. Það er bara eitthvað rangt við það. Mér finnst heimalærdómi fylgja vont veður og vondu veðri fylgja heimalærdómur. Þessi tvö atriði geta ekki án hins verið. Alla vega finnst mér erfitt að venjast því að sitja sveitt á Bridgetbrókinni (djók) að læra með sólina skínandi inn um gluggann. Maður á að vera við kertaljós í lopaleistum og flíspeysu þegar maður lærir, og veðrið á að vera frekar boring.

Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á taninu hérna í Sydney þar sem húðin mín virðist taka illa í ástralska sól. Það bara gerist ekkert, og svona tanoholics eins og ég vita að maður á að setja á sig sólarvörn (sérstaklega hér í Sydney) líka þegar maður er að vinna í brúnkunni, svo ég geri það samviskusamlega enda lærði ég það í tanology 101 að maður verður líka brúnn með sólarvörn en sleppur við hrukkur síðar meir á ævinni. Eða þær verða minni. Jamm. Jæja, ég verð bara að bæta mér upp brúnkuleysið (sem er svo sem ekki að hrjá mig alvarlega) síðar, get sólað mig á Costa del Sol og orðið svona eins og þessi senjora (sjá mynd); brún og fín. Hún kann sko að sóla sig þessi! ...assgoti seig bara, og kann örugglega öll trixin; spreyja kóki á sig, liggja á álpappír, bómull á milli tánna til að verða brún þar, snúa sér á kortersfresti, ofan í sjó á hálftímafresti (seltan í sjónum og endurspeglunin flýtir brúnkunni), kreista sítrónu yfir sig, hárband til að halda hárinu frá andliti/hálsi, gufubað í byrjun dags til að opna húðina og gera hana móttækilegri fyrir sólinni, loka húðinni í lok dags með kaldri vatnsgusu, bera á sig olíur á milli sólbaða til að viðhalda rakastigi húðarinnar, o.s.frv. Æi, þið þekkið þetta:)

mánudagur, mars 06, 2006

Rauði dregillinn, frh.

Dolly Parton hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér enda er hún algjör dúlla. Ætli hún geti sofið á maganum? Mér sýnist Dolly hafa puntað sig vel eins og fyrri daginn og er í fölbleikum kjól sem er kannski fullnáttkjólalegur og hárið er óvenjutætt. Glöggir taka eftir því að Dolly hefur valið kjól, veski og skó í sama lit og að hárið er reyndar óvenjugult. Kannski er það bara þessi mynd. Ég man ekki hvað hún er eldgömul en hún heldur sér alla vega svakalega vel! Sjáiði hvað hún er með flotta leggi?

Mér finnst Charlize Theron alltaf flott og hún eiginlega ein af þessum sem komast upp með hvað sem er, en sam ekki alveg hvað sem er. Ég segi eins og þið sem kommentuðu; Hvað er málið með slaufuna? Ég held að það hefði komið betur út að líma páfagauk eða jafnvel lunda á öxlina á henni. Liturinn er góður og í rauninni er kjólinn það líka ef þessi slaufa hefðí ekki lent á öxlinni hennar. Jumin eini, í alvöru talað!


Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.

Elsa sagði að J-Lo hefði verið appelsínugul (má vera) en mér sýnist Mary J Blige einnig hafa farið hamförum í brúnkuklútunum, og frekar svona ójafn litur, hehe. Fínn kjóll en Mary virðist ekki alveg nenna í eftirpartyið.



Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.

Rauði dregillinn

Jæja, þá er komið að kjóladómum Tótlu og Óskars í kjölfar gærkvöldsins. Mér finnst alltaf gaman að tjekka á hverju dömurnar klæðast á slíkum verðlaunahátíðum, enda fínt til að fá hugmyndir fyrir næsta árshátíðarkjól (NOT). Sumar eru voða fínar, aðrar ekki, svona eins og gengur og gerist og mér finnst þær oft óttalega kjánalegar eitthvað. Tjekkum á kjólatískunni í ár: sama hvað þið segið, mér finnst alltaf viss klassi yfir J-Lo, enda er hún svona sixtís gella núorðið og ég fíla það. Fínn litur á kjólnum, mætti þó ekki vera einum tóni meira út í brúnt því þá væri hann orðinn eins og gæsaskítur á litinn. Mér sýnist dressið í heild sinni vera nokkuð fínt. Hún hefði þó átt að skilja kallinn eftir heima, hann er eins og Drakúla. Hann fær þó prik fyrir hvað hann helst lengi giftur Jennifer.
Ástralirnir Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd og hafa því væntanlega farið í bestu sparifötin sín. Ástralir eru rosalega montnir og stoltir af þessu Hollywood pari sínu og væntingarnar eftir því. Og hvað gerist svo? Hann er frekar venjulegur en hún er eins og misskilinn páskaungi. OJJJJJJJJ
Annar Aussie, Nicole Kidman. Húðin, hárið og kjóllinn er í sama lit svo Nicole er bara eins og eitt húðlitað/hvítt strik. NEIIII !!! Þetta má ekki og ég hélt að hún vissi það eða borgaði fólki sem veit það fyrir að segja sér það!?! Kjóllinn er klassískur en hefði mátt vera öðruvísi á litinn, eða Nicole mætti vera öðruvísi á litinn.

Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....

fimmtudagur, mars 02, 2006

Skólinn hafinn

Skólinn hófst í vikunni og ég er ekki byrjuð að lesa. Ég gerði mér hins vegar ferð upp í skóla fyrir 10 dögum til að kaupa bækur svo ég gæti byrjað strax að lesa. Hmmm. Ætlunin er reyndar að byrja á eftir. Síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir enda var Erna hjá okkur í nokkra daga á meðan hún leitaði að íbúð. Nú er hún og Nick hennar komin með æðislega íbúð með æðislegu útsýni (smá öfund). Mardi Gras er á laugardaginn og Gummi er í þessum töluðum orðum að finna til fjaðrir og glimmer svo við verðum fín í skrúðgöngunni:) í fyrra rigndi svo við skrópuðum á Mardi Gras en nú ÆTLUM við að fara, sama hvernig veðrið verður. Ok...tralala

miðvikudagur, mars 01, 2006

Afmælin!

Þá er afmælisvertíðin hafin. Erna Tönsberg, sem er einmitt nýjasta besta vinkona mín enda nýflutt til Sydney, átti afmæli í síðustu viku. Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna en fengum okkur þó hanastél á barnum þar sem danaprinsinn pikkaði Mary upp haustið 2000. Í dag eiga afmæli Ingibjörg Ýr og Inga Steinunn, á morgun eiga Herdís og Arndís Ósk afmæli og svo á einhver lúði afmæli daginn þar á eftir. Svo er Elsa mín 15.mars og Ari 20.mars en það er nú svolítið í það. Afmælisbörnum dagsins í dag og á morgun vil ég óska til hamingju. Ég vildi að maður væri enn í Álftamýrarskóla þar sem maður mátti koma með ís eða eitthvað á afmælinu sínu til að gefa hinum krökkunum. Þá hefði verið veisla 3 daga í röð í skólanum:)

Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Gluggi

G'day mates. Þá fer lífið að komast í fastar skorður hér í Róshæðargötu enda hefst skólinn á mánudaginn. Við Gummi erum svo heppin að hafa gest hjá okkur núna en Erna Tönsberg vinkona úr Álftó er að flytja til Sydney og býr hjá okkur á meðan hún er að leita sér að íbúð. Ég er ekkert smá sátt við að hún sé að koma hingað enda langtum skemmtilegra að slúðra á íslensku en ensku og við getum endalaust blaðrað enda sannkallaðar blaðurskjóður:)

Ég var á heimasíðu Ingu Steinunnar og rakst þar á sniðugan glugga. Þetta er víst notað í sálfræði til að sjá hvernig aðrir sjá mann kannski öðru vísi en maður sjálfur (juminn, hræðilega illa orðað). Jæja, ég er alla vega búin að fara í þetta og merkja við 6 orð sem ég held að geti átt ágætlega við um sjálfa mig og nú þætti mér rosalega vænt um ef þið gerðuð þetta og merktuð við 5-6 orð sem ykkur finnst eiga við um mig. Kannski er ég alveg að misskilja sjálfa mig og held að ég sé eitthvað sem ykkur finnst ekki, skiljiði? OK, man aldrei hvernig maður gerir linka svo þetta er bara slóðin; http://kevan.org/johari?name=totla

bæjó

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Fyrsti strengurinn, ekki fyrir viðkvæma...


Við getum öll verið sammála um að tíminn líður hratt, og ekki fyrir svo löngu hafði ekkert okkar nokkurn tíma heyrt um, séð, hvað þá klæðst g-strengs nærbuxum. Ok, ég sagði að þetta væri ekki fyrir viðkvæma þannig að þið teprurnar getið bara farið aftur á leikur.is að spila tetris eða eitthvað. Mér varð hugsað til þess um daginn þegar maður sá þessar flíkur fyrst, og hvað það er í raun stutt síðan. Ég er ekki alveg með ártalið á hreinu en ég er að skjóta á '96 ?!?! hjálpið mér. Jæja, alla vega þá var maður nú ekkert að hlaupa út í búð að festa kaup á svona nærfatnaði enda var mamma sennilega enn að kaupa á mig bónusbrækur þegar þetta var, sem sagt í fyrsta bekk í menntaskóla. Þetta þótti náttúrulega ægilega patent þar sem nærbuxnafarið sást ekki á miðjum bossanum ef maður var í þröngum buxum (mér hefur alltaf þótt það ólekkert) nema hvað, að jólin '96 þá fékk ég dálítið óvænta jólagjöf ...frá Guðrúnu Jóns sem margir lesendur Tótlutjattsins ættu að kannast við. Ég man eftir að hafa setið í stofunni með settinu og gott ef amma í Fells var ekki þarna líka og ef til vill fleiri fjölskyldumeðlimir þegar pakkinn frá Guðrúnu rataði í fangið á mér og ég tók til við að taka utan af honum pappírinn. Í ljós komu þessi fínu brjóstahöld (sem ég hafði sennilega enn minna við að gera þá en nú, ...eða jú annars ...sennilega voru púðar í honum, sem veitti ekki af fyrir horaðan unglinginn) og g-strengur! Mér tókst sem betur fer að sjá hvurslags brók þetta var áður en ég lyfti henni upp til að sýna viðstöddum gjöfina. Held ég hafi falið strenginn undir bh-inum og þegar mamma spurði hvað ég hefði fengið frá Guðrúnu svaraði ég "nærföt"... örugglega farin að svitna þá. Milli jóla og nýárs þegar ég hitti prakkarann spurði hún hvort jólagjöfin hefði nokkuð skapað vandræðalegt fjölskyldumóment við jólatréð, og ég man það mjög vel ennþá að hún var svakalega prakkaraleg á svipinn og hló bara. Að sjálfsögðu var þetta ekkert vandræðalegt móment, svo það sé alveg á tæru. Þær stöllur, hún og Aldís unnu einmitt í Hagkaup á þessum tíma og hafa fengið góðan díl á þessu býst ég við og ég var himinlifandi yfir gjöfinni. En ekki hvað? Ég man reyndar nokkru síðar eftir mömmu þar sem hún var að hengja þvott á snúru og þar á meðal jólagjöfina frá Guðrúnu að hún átti í einhverjum vandræðum með strenginn. Ég heyrði hana tauta "efnisprufa" og "hvernig snýr þetta eiginlega?" enákvað að forða mér út áður en hún færi að pæla meira og ræða þetta frekar:)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Silvía Nótt og evróvisjón.

Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn héðan frá Sydneyju, en ég var í tæpar 3 vikur á roadtrippi um eyjuna (Ástralíu altso). Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að vafra um bloggheima eftir 3 vikna fjarveru var að allir eru að keppast við að mæra Silvíu Nótt og lagið hennar. Hmmmm. Ég verð víst að skera mig úr hópnum. Mér fannst lagið alveg í lagi, en ég get ekki tekið undir með fólki að þetta sé geggjað lag, mér finnst þetta vera meira svona grínlag. Mér fannst reyndar gríska lagið sem vann í fyrra glatað þannig að það er ekkert að marka mig, og kannski rústar SN þessu, við skulum vona það:) Líka fínt að senda hana og hrista aðeins upp í þessu liði, get ímyndað mér að allir evrópsku júróaðdáendurnir (vinir Páls Óskars) eigi eftir að taka Silvíu í guðatölu. Svo er annað með hana SN. Ég sá einn þátt í fyrrahaust og fannst hún hrikalega fyndin. Svo sá ég annan þátt um jólin og fannst hún ganga alltof langt því ég giska á að aðaláhorfendahópurinn hennar sé á aldrinum 10-18 ára þó aðrir hópar fylgist líka með henni. Ég hafði það á tilfinningunni að hún fyndi sig knúna til að toppa sjálfa sig, verða enn grófari. Ég styð stelpuna áfram í keppninni, en vona að ungir krakkar séu ekki að taka útlit hennar og túllann á henni til fyrirmyndar.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ferðafréttir

Eftir 4 daga fjarveru frá Sydney finnst mér ég hafa verið óralengi á ferðalagi. Við hófum ferðalagið í Tamworth á kántrítónlistarhátíð (ein stærsta tónlistarhátíð í heimi) sem var í einu orði sagt FRÁBÆR upplifun! Ég fékk kúrekahatt og við fórum á Rodeo. Reyndar hélt ég fyrir augun mikinn hluta rodeosins sökum hræðslu um að nautin og hestarnir myndu drepa kúrekana. Ég er ekki mikil hetja, ég veit... en þetta var samt frábær upplifun. Gummi hafði orð á því hve kúrekabossarnir tóku sig vel út í þröngu gallabuxunum og þeir voru allir vel girtir. Hmmm, hehehe:) Í Tamworth gistum við í túkallstjaldinu okkar sem við keyptum í K-Mart. Ég er ekki mikið fyrir útilegur en þetta gekk vel og við stefnum á að tjalda oftar. Nú höfum við keyrt um 1500 km í norðvestur og erum í bæ sem heitir Longreach. Vodafone er ekki mikið í því að þjónusta dreifara, svo við erum símasambandslaus (þið hafið eflaust öll verið að reyna að ná í okkur) og þannig verður það næstu daga því við erum að fara enn lengra inn í land. Á morgun ætlum við til Mt Isa og fagna þar Australia day á fimmtudaginn, og svo höldum við áfram til Alice Springs. Læt heyra í mér, ætla nú að bregða mér út í 40 stiga stækjuna og skoða mig um bæinn. bleeeeeeeeeee!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ég hlusta bara á konnntrí...


Þessi vika hefur verið frekar róleg, þó við séum búin að vera að stússast eitthvað smá. Fórum í Aquarium í gær og fundum Nemo. Í dag var svo svona lokastúss áður en við leggjum í hann í smá ferðalag um landið. Við höfum ekki planað hvert við ætlum að fara né hversu lengi við ætlum að vera. Hins vegar þurfum við að vera komin aftur innan 4 vikna. Fyrsta stopp verður alla vega í sveitasælunni í Tamworth en þar er country music festival sem er vonandi okkur að skapi. Við erum alla vega búin að kaupa útilegubúnað fyrir heilar 5000 krónur (tjald, svefnpoka og dýnu í K-Mart ...hahahaha)... og Gummi er farinn að pússa kúrekastígvélin. Nú vantar mig bara köflótta bómullarskyrtu og þröngar gallabuxur, þá er ég ready. Dolly Parton, Kenny Rogers, Loretta Lynn og félagar hafa alltaf verið stjörnur fyrir mér þannig að ég er gasalega spennt, íííííííháááááá! Þessi mynd er hins vegar af Lady Turtle í síðdegisgöngu með Hong Kong í baksýn í byrjun desember sl. How lovely.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Á ég?

Ætti ég að fá mér bleikt hár? Ég mátaði þessa fínu kollu í Hong Kong um daginn. Fer mér vel þó ég segi sjálf frá...hmmm.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Klístur

Á laugardaginn var tók Sydney á móti okkur klístruð og sveitt. Hitinn er alls ekkert óbærilegur, bara á milli 20 og 30 (hitabylgjan sem var um jólin er sem betur fer búin), en samt sem áður er rakinn þvílíkur að það er allt rakt og klístrað. Og til að róa ykkur þarna í kuldanum fyrir norðan, þá er engin sól hér heldur. Neibbs, það er bara úrhellisrigning!

Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?

þriðjudagur, desember 27, 2005

jól og bíó...

Gleðileg jól og allt það. Það er allt of margt annað að gera hér á Íslandi en að hanga í tölvunni og þess vegna hef ég ekkert verið að blogga. Það breytist þegar við förum aftur út til Aussie-lands 12.janúar. Ég hef haft það hriiikalega notalegt á Skerinu undanfarnar vikur og haft nóg að gera við að hitta fjölskyldu og vini. Það er nokkuð ljóst að maður býr ekki á Íslandi vegna veðráttunnar eða verðlagsins. Jömin eini, þvílíkt og annað eins. Þetta er alveg til að gera mann hálf deprímeraðan. Nú jæja, þetta fólk manns hérna er svo lekkert að maður flýgur heimsálfanna á milli til að vera nálægt þeim. Jábbs. Svo fór ég í bíó í gær á Little Trip to Heaven. Ég veit ég hef nöldrað áður á síðunni yfir íslenskum kvikmyndahúsum en ég læt það ekki stöðva mig og ætla að nöldra aftur. Myndin var góð, ég er ekki að nöldra því...en skoooo. Miðinn kostaði þúsund kall!!! OG....þar að auki var myndin brengluð fyrstu mínúturnar (og þeir byrjuðu ekki upp á nýtt á myndinni). Ekki nóg með að borga þúsara fyrir brenglaða mynd heldur var ég búin að gleyma þessum blessuðu hléum hérna á Íslandi. ARGGGGG. Þetta er algjörlega til að skemma fyrir manni myndina. Ef restin af heiminum getur farið í bíó án þess að taka pásu til að pissa og byrgja sig upp af meira poppi, af hverju getum við það þá ekki? Jamm, og svo þegar þessari ágætu mynd lauk og kreditlistinn fór að renna yfir stóðu allir upp og næstum því hlupu út. Ohhh... Í Ástralíu les fólk alltaf kreditlistann, og mér finnst það sjálfsögð kurteisi við Baltasar og alla þá Íslendinga sem komu að gerð myndarinnar að sitja rólegur í lok myndarinnar. Æ ohhh, ég er hætt áður en þetta verður leiðinlegri færsla.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Busy girl...

Fraulein Þórhildur Birgisdóttir hefur ekki haft svona skipulagða dagskrá og mikið að gera síðan á Íslandi fyrir næstum ári síðan. Og hvað er svona mikið að gerast? Nú... út að borða, að sjálfsögðu! Ég get ekki sagt að ég hati þetta líferni beinlínis:) Hvernig verður það að flytja aftur til Íslands þar sem McDonalds telst með sem veitingastaður (og ekkert ódýr) og maður fer ALDREI út að borða, nema þá á American Style? hehe, ó men. Verðlag og veðurfar á Íslandi er alveg til þess að fæla mann frá búsetu á þessu annars yndislega skeri. Jæja, ég lofa samt að ég er ekki að fara að setjast að hérna í Oz þó það freisti að vera lengur. Síðustu daga höfum við Guðmundur verið dugleg að fara út að borða með hinum og þessum vinum og í dag erum við tvíbókuð (hádegismatur og kvöldmatur). Morgundagurinn fer svo bara í pökkun því við erum alveg að fara að leggja í hann heim, jibbííííí. Í fyrradag fór ég í hádegismat með fjórum öðrum úr einum bekknum mínum og kennaranum okkar í þinghúsið í Sydney. Hann var þingmaður í 8 ár og stefnir held ég jafnvel á að komast aftur á þing, mjög gaman að hafa einn svona "innanbúðarmann" fyrir kennnara. Þetta er mjög hress gaur, segist vera "leftist liberal" og hikar ekkert við að kjafta í okkur sögum og "leyndarmálum" af Howard og hinum félögunum í liberals. hehe, biður okkur bara um að fara ekki lengra með sögurnar. Hann fór með okkur um allt þinghúsið (sem aðrir túristar fá ekkert að skoða) og ég mátaði sætin meirihlutamegin, altso sæti Ríkisstjórnarinnar, og kunni vel við mig þar:)

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þuríður Arna og Ingibjargarklukk

Til að byrja með vil ég segja ykkur aðeins frá henni Þuríði Örnu, dóttur Áslaugar vinkonu og Óskars. Þuríður er hvorki meira né minna en 3 og hálfs árs og eins og svo margir krakkar á hennar aldri elskar hún Latabæ og stelpurnar í Nylon. Fyrir ári síðan greindist hún hins vegar með illvíga flogaveiki og tvö æxli í heila. Síðan þá hefur hún verið í endalausum rannsóknum, þurft að taka lyf sem sljóvga hana og þurft að takast á við köst næstum daglega, oft mörg á dag. Ég hef ekki hitt hana síðan hún var pínulítil, en ég veit að þessi hetja kvartar ekki (þó það sé náttúrulega alveg leyfilegt annað slagið) og er alveg svakalega dugleg. Ég kvarta stundum ef kókið er búið eða það rignir úti. Hmmm. Jæja, í dag, miðvikudag er Þuríður að fara í stóra aðgerð á spítala í Boston, þar sem á að reyna að fjarlægja hluta af æxlinu. Ég hef hugsað mikið til hennar síðustu daga og hugur minn verður hjá henni núna þegar hún er í þessari mikilvægu aðgerð. Ég sendi alla mína bestu strauma til þeirra þriggja í Boston, og mun muna eftir henni í bænunum í kvöld. Vonandi að þið gerið það sama:) Það er linkur hérna til hægri á Áslaugu sem skrifar daglega frá Boston. Að öðru, Ingibjörg Ýr klukkaði mig aftur (og reyndar Áslaug líka) og ég ætla bara að svara þessu. Þið sem nennið ekki að lesa þetta, getið hætt lestrinum hér. Ég hef ekkert að gera, og hef sjálf gaman af useless information:)
1. Hvað er klukkan? 19:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekkert held ég, kannski stúlka Birgisdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Þórhildur, og Tótla. Ekki má gleyma Tótlu tetur (var kölluð það sem barn) ..nú og Toodle(s), og turtle, og Thorhilda eins og ástralir bera nafnið mitt fram. Aðallega samt tótla
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? hefðu verið 25. fékk ekki köku.
5. Hár? sítt og slitið, og brúnt.
6. Göt? Bara þessi venjulegu, og svo í sitthvor eyranu
7. Fæðingarstaður? Landspítalinn í Reykjavík.
8. Hvar býrðu? Sydney
9. Uppáhaldsmatur? get ekki nefnt neitt eitt, rjúpur, fiskur, sviðasulta, og íslenskar mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Já, sem betur fer er ég svo heppin að elska svo marga að það hefur oft grætt mig:)
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Laugardagar
13. Uppáhalds veitingastaður? McDonalds (djók)
14. Uppáhalds blóm? Liljur vallarins.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? skíði... og svo frjálsar, handbolta og fótbolta.
16. Uppáhalds drykkur? vatn og kók
17. Disney eða Warner brothers? Disney
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? veit ekki
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? ljósbrúnt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? skólinn. annars mamma.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? hmmm, fjúff, veit ekki af fataverslunu þá væri Ralph Loren Polo Sport fínt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga kreditkortareikninginn.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? fer í tölvuna, eða kíki á sjónvarp.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? hvað ætlarðu að verða? en ég fæ hana reyndar sjaldan:)
24. Hvenær ferðu að sofa? miðnætti - 2. Síðustu daga 4! (var að læra)
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn þarf að svara þessu
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? enginn, þar sem enginn á að svara.
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Australian Idol, sem var að klárast. Á Sex and the City og Seinfeld á dvd. Queer eye...voru líka góðir:)
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Gumma í gær. Þar áður með Gumma, Palla, Maríu og Michaelu. (betra svar)
29. Ford eða Chevy? Ferrari
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mín.

Kann einhver ...

japönsku?

mánudagur, nóvember 14, 2005

Heimsókn

Ef þið eruð að undra ykkur á af hverju hefur ekkert sést til mín á msn eða í kommentakerfum Bloggheima, hvað þá á Tótlutjattinu sjálfu síðustu daga, þá er svarið það, að Palli vinur minn er í heimsókn hjá okkur. Mikið er nú gaman að fá heimsókn, og sýna borgina "sína". Við höfum verið slöpp í næturlífinu, enda þreytt eftir mikinn lærdóm undanfarnar vikur, en höfum náð að gera ýmislegt annað skemmtilegt. Fórum til dæmis í dýragarð á föstudaginn. Mér fannst fyndnast þegar minnsti simpjansinn boraði í nefið og stakk svo puttanum í munninn, en það segir eflast meira um skopskyn mitt en þennan óforskammaða apakött:) Á laugardag röltum við um borgina og enduðum á Bondi í víetnömskum mat, (nammi namm) og í gær fórum við og fengum okkur í glas í Hunter Valley en þar eru margir helstu vínbúgarðar Oz. Gummi var bílstjórinn okkar og við Palli smökkuðum safann eins og við ættum lífið að leysa. Ég kom sæl heim með 6 flöskur, híhíhí. Gummi skrifaði eitthvað á síðuna okkar í gær um þessa vínsmökkunarferð, kíkið endilega á það, en ekki trúa öllu sem hann segir:) Nú er Palli hins vegar staddur í Melbourne og ég sit því uppi með Gvend minn. Er reyndar upptekin að klára einhver verkefni þannig að tíminn líður hratt. Að lokum vil ég koma á framfæri áhyggjum mínum af Heiðdísi Höllu. Hún er búsett í París, vonum að það sé allt í lagi með hnátuna.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Skilmysingur

Þau voru nú ófá gullkornin sem féllu á Menntaskólanum, og mér finnst mjög mikilvægt að gleyma þeim ekki. Ætla að deila örfáum með ykkur hérna, og bæti svo kannski við. Ég man mjög vel eftir því til dæmis þegar Sigga átti að semja ljós í sögu í 3.bekk, og ljóðið byrjaði svona; "Sesar var fagurt fljóð." Hana vantaði eitthvað sem rímaði við "ljóð" og notaði orðið "fljóð" greinilega án þess að vera alveg viss á merkingunni. Fljóð, fyrir ykkur sem eruð enn að klóra ykkur í hausnum, þýðir stúlka. Ég man líka eftir því fyrsta veturinn að við stelpurnar vorum eitthvað að hneykslast og pirra okkur á strákunum í 3.J ...Danna Isebarn, Sigga Ben, og fleirum, sennilega samt aðallega þeim (hehehe), og Herdís sagði að hún vissi hvað þeir héldu að þeir væru. "Halda þeir að þeir séu einhver númer?" Spurði Herdís. Þetta hafði ég aldrei heyrt og svaraði; "ha...númer!?!??!, hvað meinarðu, númer hvað?". Jamm, og svo man ég eftir því í 4.bekk þegar við bekkurinn húktum útí glugga í frímínútum (lúðar) og vorum svona að fylgjast með mannlífinu, þegar Ásdís æpti (og var mjög undrandi) að dönskukennarinn (hvað heitir hún aftur?) hefði bakkað á staur á bílastæðini og hefði ekki einu sinni farið að hlæja! Ásdísi fannst þetta mjög spaugilegt og var hissa af hverju kennarinn stóð þarna niðri með súran svip og æpti, Fy og for helvede eða eitthvað í þá áttina. HAHAHA...ok, þetta er allt svona "you had to be there" en ég veit að þið ykkar sem lesið þetta og voruð með mér í bekk í MR brosið út í annað:) þarf að halda áfram að læra...

ólekkert

Í gær sat hugguleg dama fyrir framan mig í lestinni og gæddi sér á kiwi. Mmmm kiwi. Nema, haldiði ekki að stúlkan hafi bara borðað ávöxtinn eins og hann kemur af skepnunni, eða þannig. OJJJJJ, hún borðaði þetta loðna líka. Ég vildi ekki sjá, en gat ekki hætt að horfa. Ég starði bara á þessa ókunnugu ógeðslegu stelpu. Brrr. Jæja, en hins vegar var alþjóðalögfræðitíminn minn mjög lekker þar sem boðið var upp á indónesískan mat, hvítt, rautt og bjór! Þeir kunna þetta Stralarnir:) Reyndar átti einhver gestafyrirlesari frá UN að koma og tala um ég man ekki hvað, en hann var veikur og því varð tíminn bara að átveislu í staðinn. Sniðugt.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Tótlutröllið


Stjórnmálaþurs

Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Hmmm, margtók prófið og fékk alltaf þessa niðurstöðu. Ég veit ekkert um fjárlagahalla ríkisins, og held ég geti ekki hækkað róminn mikið, veit það samt ekki. Hins vegar er ég mjög nýtin, geng í sömu fötunum (og skónum) ár eftir ár, og er með á hreinu hvar verslun Guðsteins er:) Það hljóta reyndar allir að vita hvar Guðsteinn er:)

Lönd sem eg hef komið til:


create your own visited country map
Bráðum fer ég til Hong Kong, þá bætist Kína inn á listann minn, hef millilent í Hollandi, Belgíu (gleymdi að setja það á listann), Singapore og Tokyo (svaf reyndar yfir nótt þar) þannig að það telst varla með. Hef komið til tveggja borga í BNA, og rétt svo ferðast um Ástralíu. Gaman að hafa farið til "stóru landanna" því þá litast svo stór hluti kortsins. Lítur út fyrir að ég hafi ferðast meira. Þyrfti að komast til Rússlands, Kanada og Grænlands og þá þá verður kortið orðið vel rautt:)

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Lélegt

Ég held ég hafi einhvern tíma talað um hversu lélegar og leiðinlegar leikkonur Julia Stiles og Kirsten Dunst eru. Ég ætla samt að gera það aftur. Mér tókst nefnilega að gleyma hversu tilgerðarleg hún Kirsten Dunst er, nema náttúrulega í Bring it on, hún var fín þar (og báðar eru þær með óvenjuleiðinlegan og pirrandi talanda), ...því það er langt síðan ég hef séð mynd með henni og á ljósmyndum er hún alveg sæt. Svo sá ég klippu úr Elizabethtown. Ég og sambýlismaður minn hreinlega litum undan til að minnka kjánahrollinn. Hún Kirsten er afspyrnuléleg leikkona punktur. Nema náttúrulega í Bring it on eins og ég sagði, en kannski er það af því að klappstýrur eru bara tilgerðalegar týpur. Nú legg ég fram 3 spurningar um þessar tvær ungu konur; a)hvernig í ósköpum komust þær í bransann? b)af hverju eru þær enn að fá stór hlutverk í kvikmyndum, meira að segja í íslenskum myndum! c)ætla þær að vera mikið lengur í bransanum?

Þess ber að geta að ég er ekki að keppa við þær um hlutverk í einhverri mynd því eflaust (þó ekki víst) er ég enn verri leikkona en þær. Þess ber einnig að geta að ég er í fínu skapi, og ætla að bregða mér á ströndina í klukkutíma eða svo áður en lærdómsmaraþonið heldur áfram. Ég hef aldrei á ævinni verið jafnhvít (og það búandi í Sydney) og er að fara héðan eftir einungis 4 vikur!!! Ég hef miklar áhyggjur af brúnkunni, eða skortinum á henni. KOMA SVO TÓTLA!

laugardagur, október 29, 2005

Annar gestapistill! bravvvvvo.

Jæja, þá er komið að öðrum gestapistli en það er dejlige Hildur Edda sem, rétt eins og Ari, rifjar upp hvernig hún kynntist mér:) sniðugt þema. Mér finnst alltaf gaman að rifja upp MR árin en við Hildur vorum saman í bekk þar og líka í spænskunni í HÍ. Vonandi eigum við eftir að vera oftar saman í bekk:) ok here it comes:
"Mér finnst svo skemmtilegt að fá að vera gestapenni á Tótlutjattinu. Þetta er svona eins og að vera genginn til liðs við skjallbandalag Tótlu. En mér finnst það vera mikill heiður fyrir mig að fá að vera í því bandalagi, og því langar mig að rifja upp fyrstu kynni mín af Tótlu. Við kynntumst þegar ég var í þriðja eff og hún var í þriðja joð í MR, en það var ....eh.. fyrir löngu síðan. Það var í strætóferðum okkar í þristinum sem við tókum tal saman, og við gátum strax talað saman um allt milli himins og jarðar. Ég fattaði hins vegar vorið 1997, rétt fyrir prófin, eftir að við höfðum talað saman á hverjum degi og hvíslast á um stráka, rætt mjög opinskátt um erfiða tíðaverki, hnakkrifist um hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri “bestur” eða “ömurlegastur” og planað skemmtilegheit næsta vetrar, að ég hafði ekki hugmynd um hvað þessi manneskja héti. Og þá var aðeins of neyðarlegt að taka upp á því að spyrja hana til nafns svona í beinu framhaldi af því að hafa rætt um ofangreind mál. En svo heyrði ég nafnið hennar útundan mér frá einhverjum öðrum og lét strax eins og ég hefði alltaf verið með það á hreinu. Svo vorum við saman í bekk í fjórða, fimmta og sjötta, og það verður að segjast að hún Tótla var á sama tíma hið mesta tískuslys og tískuundur. Gjarnan mætti hún í skólann í Nokia stígvélum, typpagammósíum úr flísefni og nossaraúlpu, en þess á milli var hún svo óaðfinnanleg til fara að ég held að við stelpurnar höfum áreiðanlega allar einhvern tímann jaðrað við að hugsa það sama og Arna Vala sagði upphátt einhvern gráan og myglulegan þriðjudagsmorgun í enskustílstíma; “Djöfull hlakka ég til þegar þú verður gömul og ljót Tótla”. Stuttu skólastelpupilsin, hnésokkarnir, mokkasínurnar og Audrey Hepburn kápurnar pössuðu eiginlega allt of vel við vel greidda hárið hennar og óaðfinnanlegu nestistöskuna. En það var mjög gott að hafa hana í bekknum og í bekkjarpartíum, ekki síst fyrir agalausar eilífðargelgjur eins og mig. Hún hafði gjarnan meðferðis auka par af ullarsokkum eða trefil ef ske kynni að einhver í bekknum skyldi ekki hafa vit á að klæða sig eftir veðri (gilti ætíð um mig) og hún var sú eina sem hafði lag á að fá kennarana til að kenna í niðamyrkri á morgnanna af því að “það var svo vinalegt að hafa dimmt inni”. Svo taldi hún samviskusamlega sambúkkaglösin sem ég innbyrti í partíunum (gjarnan heima hjá henni á Háaleitisbraut) og minnti mig réttilega á að ég yrði veik ef þau yrðu mikið fleiri. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, en mig grunar að eftir nokkur ár, þegar við erum farnar að starfa saman á alþjóðalegum og/eða pólitískum vettvangi, þá muni Skjallbandalag II vera stofnað á tjattinu aftur, og þá kem ég með fleiri dæmisögur beint í æð. Kveðja, Hildur hressa"

Gestablogg

Ari Tómasson reið á vaðið um daginn sem gestabloggAri á Tótlutjattinu og nú hef ég fengið sendan annan pistil, nema hvað mig vantar mynd af bloggínunni. Ef hún sér þetta er hún vinsamlegast beðin um að senda mynd til mín (ég leitaði á google og alles). Merci.

fimmtudagur, október 27, 2005

Hamingjuóskir og hrós!

Haldiði að það sé, mín er í góðu skapi og ætlar að hrósa og senda hamingjuóskir. Hamingjuóskirnar fá þeir sem útskrifuðust úr HÍ síðustu helgi og í augnablikinu man ég eftir Hildi Eddu (stjórnmálafræði), Heiði (viðskiptafræði), Sigrúnu Helgu (lögfræði), Kareni (verkfræði) og Cillu (verkfræði) ...hmmm er örugglega að gleyma mörgum. Hrósið fær Ólöf Inga (betur þekkt sem Lóa Löwe) fyrir að senda mér langt og skemmtilegt e-mail í gær en maður fær ekki oft svoleiðis. Hún fær líka hrós fyrir að færa foreldrum mínum gæs sem hún handfjatlaði (eða hvað það kallast) sjálf, sleit og sveið og svoleiðis. Ólöf eins og margir aðrir er haldin kommentafælni sem er allt í lagi því ég veit að hún les síðuna og því kemst hrósið til skila:)

miðvikudagur, október 26, 2005

Rjóminn...

Í dag ætlaði ég að bæta við Rjómanum á tenglalistann minn því Rjóminn er góður. En í dag er blogger á japönsku hjá mér svo ég finn ekki templeitið! Þarf að biðja takashi vin minn um aðstoð. Rjóminn.is er tónlistarvefrit sem Ari Tómasson, fyrrum gestabloggAri Tótlutjattsins stendur að, ásamt nokkrum öðrum. Ég mæli með Rjóma:) ps:Anne, ædolið mitt datt út á mánudaginn. Þórhildur og Ástralía ná varla andanum af vonbrigðum! Dómararnir grétu! Þvílíkt hneyksli.

sunnudagur, október 23, 2005

Australian Idol

Við erum alveg húkt á Ástralska Ædolinu núna svo ég hef eiginlega ekki tíma til að blogga þar sem það er að byrja, en alla vega þá held ég mest með Anne Robertson (sjá mynd) og svo með Daniel, og Dan England. En þið?

föstudagur, október 21, 2005

OMG, you're OLD!

Við kíktum í kreisí party til Frosta í gær. Hann hafði boðið 100 manns eða eitthvað álíka, en sem betur fer eiga samleigjendur hans líka vini því fæstir vinir Frosta sáu sér fært að mæta (nema við Gummi af því að við erum svo geggjaðslega frábærir krakkar...og nokkrir aðrir). Við vorum reyndar bara mjög róleg þar sem við þurftum að vakna fyrir 8 í morgun (á laugardegi!!!) og undur og stórmerki þurfa að gerast um helgina námslega séð. Í heimboðinu hittum við tvo náunga sem eiga einmitt íslenskar vinkonur sem þeir ætla að heimsækja um áramótin og þær eru víst líka á leiðinni hingað út... og kannski eru þær líka að lesa þessa síðu sem væri náttúrulega bara sniðugt. Aldrei að vita með litla Ísland og enn minni bloggheima. Jæja, alla vega, þeir Brendan og Tony voru alveg fáránlega vel að sér um Ísland enda miklir aðdáendur, þeir hafa séð íslenskar bíómyndir, og vita ótrúlegastu hluti...og nú kann Tony að segja "bévítans" en ég kenndi honum það í gær (steikt, ég veit:)) en alla vega, það sem mér fannst einna sniðugast var að ég spurði Brendan hvað hann væri gamall (Tony var búinn að segja okkur að hann sjálfur væri alveg að verða 21 árs, sem er HUGE fagnaðarlæti) ok, og þá var Brendan líka 21 (pelabörn). Svo spurði hann hvort við værum svona 23, sem er náttúrulega ekkert far out, það er ekki eins og við höfum breyst mikið síðan þá... og ég tjáði honum að við værum reyndar 25. Þá gapti hann smá og sagði þessa fleygu setningu, "wow, OMG, you guys are OLD". Mér finnst reyndar frekar langt síðan ég var tvítug:/

miðvikudagur, október 19, 2005

Heimalærdómurinn

Þessi mynd var tekin í hádeginu sl föstudag en þá var ég að læra með vinum mínum fyrir eitthvað hópverkefni, frá vinstri Julio, moi, Takashi og Alvaro er næst myndavélinni (eins og ykkur sé ekki sama). Þetta græna í glösunum er kampavín blandað saman við lemon/lime ís, (slurp) en eftir að hálftíma lærdóm færðum við okkur yfir í kampavín og stútuðum tveimur flöskum og einum ísdalli á einu bretti:) Rosalega gaman að læra. Það er ekkert slor á manni hérna, ha....

mánudagur, október 17, 2005

Gestapistill

Afsakið seinkunina á gestapistlinum. Það er enginn annar en Ari Tómasson sem ríður á vaðið sem gestapenni Tótlutjattsins og hér birtist pistillinn í heild sinni. Verði ykkur að góðu:

Ég man fyrst eftir Tótlu á busaballinu mínu í MR á Tunglinu. Í gegnum þokuna áfengisþokuna sá ég súkkulaðihjúpaðan draum líða fram hjá í pæjudressinu. Þegar ég ætlaði að vippa mér upp að henni rakst ég utan í sjöttabekking með minnimáttarkennd sem kýldi mig kaldan. Alvaran tók við og á næstu vikum varð hugurinn að hafa sig allan við til að skilja muninn á hvers vegna sævi gyrtur er með y-i (ps komið af gürtel úr þýsku) en girtur (í brók) væri með einföldu. Já, það má segja að loft hafi verið lævi blandið þessa fyrstu daga - janfnvel kynngi magnað, ó sei sei já.

Aftur lágu leiðir okkar saman þegar við ákváðum bæði, að hvorugu forspurðu, að skella okkur í arabískunámskeið í kennaraverkfallinu. Ég gerði það því mér þótti svo sniðugt að heita Ari og kunna arabísku - get it?? Tótla gerði það hins vegar af því henni þótti orðið bagalegt hversu oft Arabar á ferðalagi á Íslandi buðu foreldrum hennar kamelstóð fyrir hönd hennar og vildi getað svara þeim í sömu mynt. Ahhh - good times. Þar lærðum við undir dyggri leiðsögn sýrlensku Rainu Scheherasade Kemp sem talaði óvenjukjarnyrta íslensku því hún hafði lært nær alla sína íslensku af því að horfa á Alþingissjónvarpið. „Mér þóttji hann Stjengrrímurr forrkunnarrfagurr og vörrpulegurr í fasi. Mérr hugnast að hann Júlli minn mætti setja hann á stjall" sagði hún stundum og dæsti vært. Við vorum bæði orðin langþreytt á lærdómsleysi verkfallsins þannig við lögðum mikinn metnað í að læra tungumálið og náðum við þá lítið að tengja.

Loksins kynntumst vel og við þekkjumst í dag en það var á NESU - ráðstefnunni í Türkü í Finnlandi 2002 þar sem Tótla var í jafnréttisnefnd en ég í nefndinni „NESU og nútíminn: eðalblanda eða afsökun fyrir drykkju og óeðli?" Tótla hafði verið svo sniðug að koma með Eldur&Ís vodka sem mér fannst eins og að koma með tan-spray og rip-fuel til Hellu en annað kom á daginn. Finnarnir grétu 3cl tárum vegna hreinleika og gæða vodkans. Einn þaulkunnugur gutlinu hélt því fram að íslenska gullaugað væri ástæðan fyrir þessum gæðum, sérstaklega norrlenska afbrigðið. Eftir þetta vorum við Tótla borin um í gullstól í skiptum fyrir einstaka teskeið af vodka í nefið til að halda stólaberunum gangandi. Ég stend í eilífri þakkarskuld við Tótlu fyrir þetta þar sem unnusta mín, var ein af vodkahundunum. Tótla spottaði strax hvað var að gerast og eftirlét mér botnfylli í glas og atti okkur í átt að saununni.

Drottinn minn dýrir já, við værum fátækari ef þín nyti ekki við, Tótla mín. Ég bið að heilsa Camaronum og knúsaðu hann einu sinni fyrir mig. Fast.
Ari

föstudagur, október 14, 2005

Nýr dagskrárliður tjattsins.

Lengi hefur staðið til hér á Tótlutjattinu að setja nýjan dagskrárlið í loftið. Það mun loksins gerast á morgun þegar pistill FYRSTA GESTAPENNANS mun birtast hér á sjálfu Tótlutjattinu. Nú þegar hefur myndast gífurlegur spenningur yfir þessum breytingum, enda færri sem komast að en vilja sem gestapennar. Þess ber þó að geta að ég mun ekki birta persónulega tölvupósta hér á síðunni, sama hversu mikið þið suðið í mér. Ef þið finnið einhverja asnalega stafsetningavillu í þessari færslu er það af því að ég fékk kampavín með sítrónuís í hádegismat. Lifið heil.

miðvikudagur, október 12, 2005

Netið er mitt nikótín.

Ég var með fyrstu krökkunum (eða svona nokkurn veginn) sem byrjuðu að nota internetið að ráði á Íslandi þegar einhver kona á Kópaskeri (ef ég man rétt) stjórnaði netinu, æj hvað hét þetta aftur? ...já og alla vega, þá sýndi Þórunn Traustadóttir kennari í Álftamýrarskóla okkur krökkunum hvernig þetta allt saman virkaði og ég varð svo heilluð að ég fékk að fara í Kennaraháskólann og nota netið þar. Man ekki alveg hvernig þetta var en alla vega þá var netið almennt ekki komið í heimahús né skóla á þessum tíma ('93-'94) þó hlutirnir hafi farið að gerast hratt eftir það. Einhver leyfði mér að koma í Kennaraháskólann og nota netið og svo varð ég einhvern vegin bara fastagestur þar, fékk leyfi til að nota tölvuverið eins og mér sýndist og hékk þar mikið eftir skóla, oftar en ekki með Ingibjörgu vinkonu, jafnvel fram á kvöld! Við stunduðum ircið sem á var reyndar mjög skemmtilegt þarna á upphafsárum sínum og lærðum mest allan orðaforða okkar í ensku af því að spjalla við fólk um allan heim. Ég hafði fengið tölvu í fermingargjöf frá fjölskyldunni og fékk módem fyrir hana sennilega 15 eða 16 ára (sem sagt frekar snemma). Ircið fór fljótlega að vera hundleiðinlegt svo ég gleymdi mér þess í stað að ferðast netleiðis á alla þá staði sem mig langaði að heimsækja, Afríku, Brasilíu og víðar. Klám? Neibb, vissi varla hvað það var, hahaha:) Því miður get ég ekki sagt að ég kunni mikið meira á tölvur nú en þegar ég var 14 ára (sem eru 11 ár síðan, HJÁLP) en ég get þó haldið því fram að ég er enn háðari internetinu en þá. Ég veit ekki hvernig það er að reyna að hætta að reykja, mér finnst nógu erfitt að minnka kókþambið, og ég get ekki hugsað mér líf á internetsins. Pínu sorglegt.

sunnudagur, október 09, 2005

Slen og grannar

Má eiginlega ekkert vera að þessu bloggi sökum námsins en hér kemur smá öppdeit til að halda lesendum við efnið: Gummi hefur verið duglegur að mæta í leikfimi ásamt Frosta síðustu daga og verður orðin eins og tröllmaður eftir nokkrar vikur. Ég reyni að mæta annað slagið en við skulum vona að ég breytist ekki í tröllkonu (skessu) við spriklið. Þegar ég var yngri var ég oft(ast) frekar "sloj" því ég hafði svo lágan blóðþrýsting. Mér fannst ég stundum bara líða um eins og vofa og mamma dældi í mig vítamínum, grænmeti og lakkrís til að hækka blóðþrýstingin. Svana mágkona kenndi mér líka að drekka kaffi og ég fór reglulega út að skokka. Undanfarin 3-4 ár hefur blóðþrýstingurinn verið hærri, ég hætti að skokka jafnreglulega en minnkaði ekki nammiátið. Slæmt. Jæja, en alla vega, síðustu mánuði hefur mér liðið eins og þegar ég var yngri með lága blóðþrýstingin og þá gengur hægt og illa að læra. Öss... Ég er samt að taka mig á núna... allt að gerast.

Í gærkvöldi var bankað á dyrnar hjá okkur, það var nágrannakonan okkar, Tracey og vinur hennar að kynna sig því hún flutti inn í vikunni. Hún var sennilega búin að banka upp á hjá öllum á stigaganginum (við heyrðum alltaf hláturinn í henni, fyrst í íbúð 47, svo 55 o.s.frv.) og var búin að sötra vel af kampavíni og þar af leiðandi orðin frekar kennd. Hún var reyndar mjög fyndin. Gummi fór til dyra og ég hlustaði á samtalið fyrst úr fjarlægð. Hún kynnti sig (var greinilega aðallega að forvitnast um nágrannana og hvernig þeirra íbúðir væru) og svo heyrði ég hana bara ÆPA af hrifningu yfir gardínunum okkar og sagðist vilja eins í sína íbúð. Hún stóð sem sagt í gættinni og var eitthvað að gægjast yfir öxlina á Gumma inn í íbúðina til að skoða. Þá fór ég til dyra og kynnti mig og bauð henni bara að koma að skoða íbúðina (sem var alltaf aðaltilgangur heimsóknarinnar að ég held). Hún þóttist alveg bit yfir þessu boði en þáði það að sjálfsögðu. Áður en við vissum af var þessi elska komin inn í svefnherbergi, og svo þvottahús og bara út um allt að skoða og alveg svakalega hress. Hún bauð okkur í heimsókn í sína íbúð (við hliðiná okkur) en sem betur fer höfðum við afsökun. Við vorum á leið í bíó (ég sagði það reyndar ekki við hana). Við vitum alla vega hvert skal halda langi okkur í teiti en nennum ekki út úr blokkinni:) Skál fyrir áströlsku nágrönnununum.

fimmtudagur, október 06, 2005

Tíminn

Ég er alls ekkert bitur yfir því að eldast (ég er líka bara 25 ára...svo að...) en það er bara eitt í þessu sem mér finnst frekar fúlt, ég hefði til í að vera 22 ára...(eða 23 ára því oddatölur eru svalari, jafnvel bara 21) ööörlítið lengur. Þessi tími leið aðeins of hratt og nú finnst mér ég þurfa að vera svo skynsöm og fullorðin, er í mastersnámi og þarf bráðum að leita mér að alvöruvinnu. Ohhhh, tíminn er tussa!

föstudagur, september 30, 2005

Kvikmyndir

Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti Dirty Dancing. Ég sá hana aftur um daginn og fannst hún jafnæðisleg og þegar ég var 7 ára en þá hlustuðum við Ingibjörg meira að segja oft á plötuna með tónlistinni úr myndinnni. Og hvað þá La Bamba! Ég á hana núna á DVD og ég táraðist enn einu sinni í lok myndarinnar, alveg eins og í öll hin skiptin sem ég sá þá mynd. Para a bailar la bamba,... eða lalalalalaLaBamba eins og maður söng:) Þetta eru tvær toppmyndir. Sem og "Nadia", bíómyndin um hina rúmensku Nadiu sem varð Ólympíumeistari í fimleikum aðeins 14 ára gömul. Við Bryndís horfðum á hana svona einu sinni í viku í tvö eða þrjú ár. Hef reyndar ekki séð hana síðan þá. Við Gummi fórum til Melbourne á mánudaginn og komum heim í gær en þar neyddumst við (algjörlega gegn vilja okkar) til að sjá tvær vægast sagt ömurlegar myndir því við höfðum séð allt annað í bíó og höfðum ekkert að gera. Sú fyrri var Dukes of Hazzard, en til að útskýra ömurleika þeirra myndar, þá er Jessica Simpson hriiiikaleg leikkona (þrátt fyrir fagran kroppinn) en hinir leikararnir eru jafnlélegir. Þetta var pínlega lélegt. Ég losnaði við kjánahrollinn í gærmorgun loksins. Hin slæma myndin er Deuce Bigalow: European Gigalo. Hún var líka vond en ég gat hlegið meira að þeirri dellu. Áður en við fórum til Melbourne sáum við reyndar Wallace and Gromit og hún er FRÁBÆR. Hef ekkert meira um þá mynd að segja, bara fráááábær:) ok, ciaooooooo.

laugardagur, september 24, 2005

Klukkið

Fara Bloggheimar ekki að verða útúrklukkaðir? Þetta er örugglega að klárast, en ég hef verið klukkuð af Elsu minni í Skaufabæ í Svíaríki (Skövde) og Ásdísi í Kristskirkju á Nýja Sjálandi (Christchurch). Ég segi ykkur frá þessu af því mér finnst svo sniðugt hvað allir búa alls staðar, þið skiljið. Hefst þá lesturinn:
1.
Ég horfði alltaf á Dallas með mömmu þegar ég var lítil og hélt mest upp á J.R. (af öllum mönnum) því mér fannst hann svo líkur pabba í útliti. Ég sagði mömmu meira að segja frá því og henni fannst þetta ekkert svo galin hugmynd. Ég held reyndar að pabbi hafi aldrei sett á sig kúrekahatt. Kannski ég kaupi einn handa honum hérí Oz:)

2.
Ég hef frekar lélegt jafnvægi, og ég hef örugglega sagt hér söguna af því þegar ég leigði vespu á Portúgal en flaug (tvisvar) á hausinn bara á leiðinni frá vespuleigunni, og það beint fyrir framan útiveitingastað til að tryggja mér fullt af áhorfendum. Ég fékk mold á buxurnar mínar, nokkra marbletti og sært stolt, sérstaklega þegar karlinn á leigunni kom hlaupandi niður götuna og öskraði, "YOU CAN´T DRIVE THIS, YOU WILL KILL YOURSELF" og reif af mér vespuna. Ég fékk að halda á hjálminum tilbaka, en hann tók af mér tryllitækið.

3.
Ég er undarleg blanda; dreymin og ævintýragjörn en á sama tíma óþolandi varkár og raunsæ. Dæmi: á tímabili þegar ég var lítil (5-6 ára) geymdi ég lítinn bakpoka inni í fataskáp og í honum var sokkapar og nærföt til skiptana, og eitt epli sem ég skipti út reglulega (þannig að það var alltaf ferskt en ekki úldið epli í pokanum). Þetta gerði ég bara svona til öryggis ef upp kæmi sú staða að ég þyrfti að flýja að heiman með hraði, þá gæti ég kippt þessum poka með mér og hafði tryggt það að ég yrði í hreinum sokkum, nærfötum og södd á flóttanum. Það merkilegasta við þetta er að ég átti ekki í neinum útistöðum við foreldra mína, og ekki heldur þau við hvort annað. Foreldrar mínir eru þeir mestu ljúflingar sem um getur og mér leið alltaf vel heima, þannig að ekki skil ég hvaðan hugmynd mín um að fara að heiman kom. Ævintýraþrá?

4.
Þegar ég var 11 ára (as in ELLEFU ára) prófaði ég að reykja. Mér fannst það vont. Ég hafði mikið nöldrað í settinu um að hætta að reykja, en varð eitthvað forvitin og ákvað bara að prófa, ein inni í herbergi...nokkrum sinnum. Á meðan allir voru að reyna að hætta að reykja, reyndi ég að byrja:) Þetta var meira svona forvitni samt og mér fannst þetta alveg óóógeðslegt. Mamma kom svo einn daginn inn í herbergi og fattaði hvað ég hafði verið að gera. Hún átti erfitt með að fara ekki að hlæja, þegar litli engillinn játaði sekt sína, og lofaði að segja pabba ekki frá þessu (ég skammaðist mín svo mikið og bað hana um að þegja yfir þessu). Það er skemmst frá því að segja að móðir mín stóð ekki við loforðið. Hún stóðst ekki mátið og kjaftaði í pabba (ég heyrði það). Þau sátu í stofunni og voru að horfa á Derrick og svona var samtalið:
Elva: heyrðu, heldurðu að ég hafi ekki komið að Tótlu að reykja í dag!
Birgir: ha? (mjög hissa) nú er það? hahaha
Elva:já hahaha.
Svo héldu þau áfram að horfa á Derrick og ræddu þetta ekki frekar enda höfðu þau litlar áhyggjur af því að ég reyndi þetta oftar.

5.
Hins vegar finnst mér pínu gott að taka í vörina, þó ég hafi ekki gert það oft, en það er svona spari hjá okkur Söndru. Ekki segja samt mömmu og pabba:)

Þá er það komið. Nú ætla ég að klukka Palla, Gumma Hlí (á Sydney síðunni okkar), Steingrím Dag (hann er reyndar 1 1/2 árs), Védísi og Ingibjörgu Ýr:) Þið ráðið hvort þið afgreiðið þetta í kommentum hér eða á síðunum ykkar. Sem sagt að segja frá einhverjum 5 tilgangslausum staðreyndum um ykkur sjálf:)

fimmtudagur, september 22, 2005

Tiltekt

Þá hafa enn fleiri aumingjabloggarar fengið að taka pokann sinn og snauta af linkalistanum. Það þurfti að rýma til svo aðrir snillingar kæmust að. Ég mæli með að þið kíkið á þessi blogg. Ingibjörg Ýr, mín besta æskuvinkona segir frá sér og dóttur sinni, Guðbjörgu Ísabel. Ég var með þeim fyrstu sem sáu Guðbjörgu þegar hún kom í heimin fyrir 2 1/2 ári síðan og er enn að monta mig að því. Hún var eins og lítill monsi:) Ásdís á NZ er einmitt á Nýja Sjálandi (ef þið voruð ekki að fatta þetta NZ). Ef hún er ekki að príla einhvers staðar þá er hún að hjóla eða ég veit ekki hvað. Rosalegur kraftur í henni, viðvörun: þið upplifið ykkur svakalega löt við lestur bloggsins hennar. Letihaugarnir ykkar! Og....Þorsteinn og Hallgrímur DAÐASYNIR eru tvíburar sem fæddust í borginni við sundið þann 7.júlí sl. Guðrún Jónsdóttir (betur þekkt sem hænsnadansmeistarinn) er móðir þeirra, og þau eru svolítið dönskt. Mjög skemmtilegt hvernig þau (Guðrún og Daði) sletta alltaf smá á dönsku. Alveg hreint dejligt:) Kíkkið á þetta... ég var klukkuð af Elsu og Ásdísi á NZ og mun svara því við fyrsta tækifæri, þarf aðeins að fara á ströndina. Seinna.

þriðjudagur, september 20, 2005

Fortíðarþrá

Ég hefði átt að heita Nostalgía en ég veit ekki hvað mannanafnanefnd myndi segja um það. Þó ég reyni að lifa í núinu, horfa fram á veginn (og allt það) þá finnst mér rosalega gaman að hugsa tilbaka, og helst nógu langt tilbaka. 12 ára ('92) tímabilið er til dæmis mjög fyndið og pínlegt á sama tíma. Ég vil alls ekki gleyma því og finnst alltaf jafn sniðugt að rifja það upp. Meðal þess sem ég man best eftir eru:
-Böllin í Tónabæ á laugardögum milli 18 og 20. Maður var kominn heim af tjúttinu áður en Spaugstofan byrjaði:) Ég fór reyndar ekki oft, en þegar ég fór var ég ROSALEG (vægast sagt) í hipphoppinu:)
-LA Gear-skór. Mínir voru hvítir með gulum reimum, en Gummi átti víst LA Gear skó með mynd af Michael Jackson! ahahahahaha!!!
-Hiphop dansinn. Ég er enn með þessa takta á hreinu og er alltaf til í að taka sporið. Ég man að Guðrún Jóns var frekar svakaleg þegar kom að "hænsnadansinum". Ég get ekki lýst þessu betur en svo að hendurnar gengu svona upp og niður eins og þegar maður leikur hænu (við höfum nú öll gert það) nema að Guðrún mín ýkti hreyfingarnar ööörlítið. Nú er hún orðin tvíburamamma og getur kennt þeim Hallgrími og Þorsteini hænsnadansinn eftir nokkur ár.
-Gallabuxur í öllum regnbogans litum. Ég man best eftir þessum fjólubláu og myntugrænu. Einnig voru appelsínugular mjög heitar. Mig minnir að merkið hafi verið Jees (ekki jeans) en ég man það ekki. Þess ber að geta að ég var aldrei svo svöl, ekki frekar en í dag (ég held ég hafi ekki nennt því) og átti aldrei svona litaðar gallabuxur, ég fékk mér buxur í sama merki en þær vor drapplitaðar og úr riffluðu flaueli:)
-Beltissylgjurnar! Er ekki annars yppsilon í því? Þær, eins og sumt sem ég nefni hér, komust í tísku fyrir '92, sennilega um '89, og voru vinsælar um árabil. Ég man best eftir Levis týpunni og blóminu, en ég átti reyndar aldrei svona fínerí.
-Levis eins og það lagði sig. Sumar vinkonur mínar eru ENN fúlar við foreldra sem voru beðnir um að kaupa Levis 501 gallabuxur í Ameríkuferðalögum...og komu heim með Levis 550 eða eitthvað álíka. WOW! Slíkar brækur þóttu ónothæfar.
-Mussurnar. Hálfur bærinn leit út eins og Inkar frá Andesfjöllum í risastórum, litríkum ofnum mussum. Ég átti ekki þannig mussu en Ingibjörg Ýr var algör gella í sinni. Óli bróðir keypti svo rosalega flotta mussu á mig á einhverjum markaði í Amsterdam. Synd að hún er orðin of lítil á mig.
-Gardínuhárgreiðslan, jebb, allar með skipt í miðju og strákarnir með pottaklippingu:)
-Útvíðar buxur, jafnvel röndóttar í skrilljón litum.
-Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég tók þá ákvöðrun að verða aaaðeins meiri gella og skundaði mér í Sautján í Kringlunni. Þar fjárfesti ég í gríðarlegum bomsum, þetta voru háhælaðir skór (frekar háir) með korkhæl. Algjörir pæjuskór í anda 6. og 7.áratugarins. Gellurnar í Mamas and the papas hefðu slefað af öfund. Mamma og pabbi hins vegar sprungu úr hlátri þegar þau sáu litlu telpuna sína í þessu. Ég var 14 ára og leit út eins og fáviti á þessum skóm. Hvað var afgreiðslufólkið að pæla? Eins og alltaf hlustaði ég á forleldra mína og fór og skipti korkbomsunum út fyrir skynsamlegra skótau.
-Hekluð vesti eða prjónavesti yfir rúllukragabol ...þetta var allt frekar hippalegt, svona í bland við hip hop tónlistina sem við hlustuðum á. Kannski misskildum við eitthvað orðið "hiphop".
Snap, 2Unlimited, Nirvana, Pearl Jam, Snow- kanadíski rapparinn sem samdi lagið "Informer" í fangelsi ef ég man rétt...og söng með Jamaíka hreim (ahahaha). Jæja man ekki eftir fleiri tónlistarmönnum í bili. Snow átti það varla skilið að ég myndi eftir honum.
-Bekkjarparty! Ég man best eftir einu hjá Þóreyju, sennilega í 11 ára bekk, þar sem við dönsuðum við New Kids on the Block allt kvöldið og meira að segja vönguðum! Það hefði mátt koma síldartunnu á milli þeirra sem stunduðu vangadansinn:) Ef það var skíðaæfing hjá mér sama kvöld og bekkjarparty, þá fór ég frekar á æfingu. Steik.

Ég ætla að segja þetta gott í bili, kem með meiri nostalgíu í næstu færlsu, þarf bara að losa mig við þetta. Hér til gamans kemur svo textinn að hinum frábæra smelli, "Informer" eftir Snjókarlinn, ég mæli með að þið sækið ykkur lagið og syngið svo með. Njótið:

Informer You know say daddy me snow me-a (gonna) blame A licky boom-boom down 'Tective man he say, say Daddy Me Snow me stab someone down the lane A licky boom-boom down Police-a them-a they come and-a they blow down me door One him come crawl through through my window So they put me in the back the car at the station From that point on I reach my destination Well the destination reached in down-a East detention Where they whip down me pants look up me bottom [CHORUS] Bigger they are they think they have more power There on the phone me say that on hour Me for want to use it once and-a me call me lover Lover who me callin'-a the one Tammy And me love her in my heart down to my belly-a Yes say Daddy Me Snow me I feel cool and deadly Yes the one MC Shan and the one Daddy Snow Together we-a love 'em(?) as a tornado [CHORUS] Listen to me ya better listen for me now Listen to me ya better listen for me now When-a me rock-a the microphone, me rock on steady-a Yes-a Daddy Me Snow me are the article don But the in an a-out (?) a dance an they say, "Where ya come from?" People them say I come from Jamaica But me born and raised (in the ghetto) I want ya to know-a Pure black people man thats all I man know Yeah me shoes are-a tear up an-a my toes used to show-a Where me-a born in-a the one Toronto [CHORUS] Come with a nice young lady Intelligent, yes she gentle and irie Everywhere me go me never lef' her at all-ie Yes-a Daddy Snow me are the roam dance man-a Roam between-a dancin' in-a in-a nation-a You never know say Daddy Me Snow me are the boom shakata Me never lay-a down flat in-a one cardboard box-a Yes-a Daddy Me Snow me-a go reachin' out da top [CHORUS] Why would he? [repeat] [MC Shan:] Me sittin round cool with my jiggy jiggy girl Police knock my door, lick up my pal Rough me up and I cant do a thing Pick up my line when my telephone ring Take me to the station, black up my hands Trail me down 'cause I'm hangin with the Snowman What an I gonna do, I'm backed and I'm trapped Smack me in my face, took all of my gap They have no clues and they wanna get warmer But Shan won't turn informer

laugardagur, september 17, 2005

Lon og Don

You Belong in London

A little old fashioned, and a little modern. A little traditional, and a little bit punk rock. A unique woman like you needs a city that offers everything. No wonder you and London will get along so well. What City Do You Belong in? Take This Quiz :-) Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.

fimmtudagur, september 15, 2005

Drengur Britneyjar Kevinsson er fæddur.

Ég vil hvetja alla lesendur Tótlutjattsins nær og fjær til að fara á heimasíðu poppgyðjunnar, www.britneyspears.com og senda heillaóskir til nýbökuðu foreldranna. Segja ekki allir á barnalandi, "til hamingju með litla prinsinn" við svona tækifæri? Já, skrifið eitthvað svoleiðis, "congratulations with your little prince" því Óskírður Kevinsson er ekki enn kominn með nafn. Þessi síða er æði! Veitið blöðrunum sérstaka eftirtekt:)

þriðjudagur, september 13, 2005

Heia Norge

Undarlegar fréttir berast frá mínum ástkæra Noregi. Aldrei hefur verið meiri hagsæld þar en einmitt nú, og hvað gerist í gær í kosningunum? Ríkisstjórnin fellur! Ok, ég veit akkúrat ekkert um Stortinget eins og mig minnir að það heiti eða gang mála þarna og ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum, en ég get ekki annað en nuddað augun og lesið aftur þegar ég les fréttirnar vitandi að Noregur hefur blómstrað á síðasta kjörtímabili (eftir því sem ég best veit). Hvað vill fólk eiginlega? Ég man í kosningafjörinu í HÍ þá vorum við stundum að spauga með svona klisjukennd kosningarloforð okkar á milli. "Frí á föstudögum!" "ókeypis bjór öll hádegi í Odda!" "nuddpott í Aðalbyggingu!" "ljósastofu í anddyri Háskólabíó!" og þar fram eftir götunum:) því stundum spyr maður sig, hvað vill fólk eiginlega. Og í þessu tilviki með Noreg núna, af hverju að laga það sem er ekki bilað? þið skiljið. En ég var nú að enda við að uppljóstra fáfræði minni um norsk stjórnmál þannig að kannski er eitthvað sem ég veit ekki. Var Bondevik gómaður í LA með portkonu kannski í fyrra? Jeg vet ikke:)

mánudagur, september 05, 2005

Drullað upp á bak...

Það er nokkuð ljóst hver drullaði upp á hnakka í síðustu viku. Hann heitir George og er forseti eina stórveldis heimsins, Bandaríkjanna. Allir vita hvað gerðist þar í síðustu viku, og það sem meira er... að þeir höfðu átt von á þessu í langan tíma. Þið vitið kannski líka að að það birtist grein í New Orleans Times árið 2002 þar sem var útskýrt hvað myndi gerast ef/þegar fellibylur kæmi. Til að gera langa sögu stutta þá hljómaði sú grein meira eins og tveggja daga gömul frétt en þriggja ára blaðagrein. Þeir vissu að varnargarðarnir myndu lílega bresta, og að borgin myndi fara á flot. Þeir vissu líka að fórnarlömb yrðu flutt til dæmis á Superdome leikvanginn til að taka smá dæmi úr þessari grein. Hins vegar, þegar á reyndi stóðu yfirvöld sig vægast sagt hræðilega. Maður spyr sig af hverju (fyrst þeir sáu fram á hversu mikið ofsaveður var í nánd og einnig að varnargarðarnir kynnu að bresta) þeir skipulögðu ekki betur brottflutning borgarbúa til dæmis með rútuferðum. Það eiga alls ekki allir einkabíl, né hafa efni á farmiðum burt. Auk þess er ekki hægt að gera ráð fyrir allir (sökum fávisku, fátæktar og lítillar menntunar) geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Mér finnst fólki hafa verið mismunað þarna stórlega þar sem hinir hraustu og ríku voru í þessu tilviki mun líklegri til að ná að forða sér burt. Það er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum þessarar ríku stórþjóðar, sem gerir svo mikið úr eigin ágæti, á svona hræðilegri stundu. Þegar allt kemur til alls klórar forsetinn sér bara í hausnum og flýgur til Kaliforníu að hitta einhverja bisnessfélaga (fellibylurinn var víst ekki á fundarplaninu) og segir svo hluti á borð við: "I think the folks in the affected areas are going to be overwhelmed when they realize how many Americans want to help them." (tekið af www.whitehouse.gov) Já, ég veit ekki hversu "overwhelmed" fórnarlömbin verða eftir margra daga bið við glæpi, hungur og vosbúð. Ég veit ekki hvar allir þessir hjálpsömu Ameríkanar voru í síðustu viku. Alla vega ekki í New Orleans. Ég veit vel að margir sýndu ótakmarkaða hjálpsemi og að Bandaríkjamenn eru mjög óeigingjarnir þegar kemur að því að aðstoða bágstadda en samt réðu þeir ekki við þessar hamfarir sem þeir höfðu átt von á svo lengi. Hvernig hefði verið að koma upp vatns og matarbirgðum á Superdome? Það er ekki þjóðin sjálf sem er að bregðast þarna, heldur yfirvöldin sem þau hafa kosið sér. Ég gæti talað endalaust um þetta en ég ætla að sleppa því. Tótla er reið!

sunnudagur, september 04, 2005

101 (2016) Sydney

Það var svo fínt veður í síðustu viku þannig að það leit út fyrir að ég gæti farið að klæðast 3/4 brókum og pilsum, svo mín bara skellti sér í vax til að hrella ekki Sydneybúa með loðnum löppum. Það er skemmst frá því að segja að vaxið var jafnvont og alltaf, ef ekki verra. Reyndar finnst mér það yfirleitt ekki svo slæmt, kannski var gumsið farið að kólna hjá snyrtingarskvísunni. Áts... Beauty is pain! Ég hef ekki enn náð að bera kálfana fyrir fröken Sól því hún er í felum á bakvið herra Ský ...alveg síðan ég fór á sjálfspíningarstofuna í fyrradag. Í gær fórum við svo að kanna húsnæðið hans Frosta ásamt öðru fólki sem ég þekkti ekki og var þarna í sömu erindagjörðum. Á meðan við tókum höllina út, borðuðum við grillmat og sötruðum vín. Höllin var vægast sagt glæsileg og við Gummi munum henda inn myndum frá þessu skemmtilega innliti á hitt bloggið okkar við fyrsta tækifæri. Eini gallinn á gjöf Njarðar (í þessi tilfelli höll Frosta) er að hún er stödd lengst upp í Chatswood West sem á Sydneymælikvarða telst nokkuð miðsvæðis (þetta er svo stóóór og úúútbreidd borg) en okkur miðbæjarmýslunum fannst þetta vera lengst í burtu. Við erum hálfgerðir 101 miðbæjarplebbar og munum framvegis kalla Frosta "dreifara". Jæja, fleira var það bara ekki í bili, salut!

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Vorið er komið og grundirnar gróa...

Vitið þið hvað? Ég held, svei mér þá, að vorið sé komið í Sydney. Alla vega var skýjað í dag og samt heitur vindur! Ohhh, þetta er yndislegt. Ég er búin að taka eitt próf í skólanum (bara svona saklaust próf, ekkert alvarlegt) og skila einu verkefni. Framundan er brjáluð törn (craaazy) við verkefnaskil og fyrirlestra og bara bla bla en í staðinn fer ég ekki í nein próf og verð því bara komin í orlof í kringum 8.nóv þegar Páll nokkur Benediktsson ætlar að sækja Tótlutjattið heim. Víííí, ég er ekkert smá spennt að fá heimsókn og er viss um að ná að draga Palla í vínsmökkunarferð og fleira svona sem Gummi er ekkert brjálæðislega spenntur fyrir. Palli er sannkallaður heimsborgari og matreiðslugúrú með meiru. Á meðan allir aðrir elska NYC og London, talar Palli ekki um annað en Beirút (hann reyndar býr í London). Ég vona því að hann geti kannski frætt mig eitthvað um líbanska matarmenningu, sem mér finnst mjög spennandi...hvað heitir þetta aftur..."messa"? Það er skemmst frá því að segja að þegar móðir mín frétti að Palli kæmi í heimsókn sagði hún: "það er ÆÐISLEGT, hann getur kannski kennt þér að elda Þórhildur!" Já já, setjum Palla bara í eldhúsið þegar hann heimsækir Sydney....ekkert út að borða rugl! hmmm. Litla stelpan á myndinni sem ég læt fylgja bloggfærslu dagsins heitir Steingrímur Dagur:) það er svo langt síðan ég hef sett mynd af honum hér á tjattið, varð að bæta úr því:)

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Það held ég nú!

Nokkrir nöldurseggir hafa kvartað undan kommentakerfinu hér á Tótlutjattinu... og kannski ekki að ástæðulausu. Nei nei. En hvað gerir maður ekki fyrir ykkur, úff, ég er alltof góð. Jæja, ég er sem sagt búin að sulla fúlprúf halóskani á tjattið þannig að þið getið nöldrað að vild á mun skilvirkari hátt en áður hér á síðunni. Vessogú!

föstudagur, ágúst 26, 2005

Kósýlegheit

Svei mér þá, ef við Gummi erum ekki bara búin að hafa það alltof gott undanfarið. Fórum á frábært djamm á laugardaginn, áttum notalega kvöldstund í Darling Harbour á mánudaginn með tveimur Kiwium. Þau Ásdís og Svanur (aka Svandís) eru hér í ferðalagi og við tókum þau í smá bíltúr og svo út að borða og svona, þið skiljið. Jamm, og á miðvikudag fengum við okkur að borða á kaffihúsi með Ölbu-Inés og Rodrigo sem eru frá bólivíu, og síðast en ekki síst áttum við frábært kvöld með Svandísi (sjá að ofan) í gær. Þau komu í mat og við sátum við át og drykkju og höfðum það notalegt. Mikið er nú gott að hlæja. Mér finnst að þau eigi að flytja hingað til Sydney, og í raun mjög lélegt af þeim að gera það ekki bara. Hmffff.... já já. Og sökum notalegu kvöldstundarinnar í gær svaf ég alltof lengi í morgun (Gummi þurfti reyndar að mæta í skólann kl 9). Því þarf stúlka nú að láta hendur standa fram úr ermum og lesa. Koma svo!

föstudagur, ágúst 19, 2005

Los linkos

Jæja já, tók ööörlítið til í linkunum, þarf reyndar að vinna meira í þeim. Ég henti einhverjum óvirkum bloggurum út, og setti eftirfarandi snilldaraðila inn: Berglind Ýr var með mér í bekk í MR og ég hitti hana sem og aðrar freyjur alltof sjaldan. Sakna þeirra mikið. Í 6.bekk sat hún fyrir aftan mig en ég hef tæpast skyggt á útsýnið því ég átti það til að lúlla fram á borðið. Næst ber að nefna hina íðilfögru Kristínu Maríu Vökusnót úr Grindavík. Kristín er pólitísk (punkturblogspotpunkturcom) en hún talar þó um daginn og veginn á blogginu sínu. Þriðji í röðinni er eyjapeyinn (er þetta ekki vitlaust skrifað?) Boggi, en hann er snarklikkaður. Passið ykkur á honum. Á eftir Bogga kemur bloggARI en hann er nýbyrjaður í (blogg)bransanum. Ég hef miklar væntingar til bloggsins hans:) stattu þig strákur. Og að lokum...tadara... er Ingibjörg Guðlaug! vííí, veit ekki af hverju ég er ekki löngubúin að setja inn link á dömuna. Ég er rugluð, því Ingibjörg er mögnuð. Ég segi eins og Boggi á sínu bloggi, það bara þýðir ekkert að vera þreyttur í kringum Ingibjörgu:) Annars var Herdís mín eitthvað að kommenta á að kommentakerfið væri svo leiðinlegt hjá mér... hmmm, ætli ég reyni ekki að kippa því í liðinn við tækifæri. Nennir einhver að gera það fyrir mig? Ég er farin að ryðga í bloggfræðunum.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Er ykkur alveg sama um mig?

Í síðustu færslu Tótlutjattsins kunngjörði ég þær fréttir að við Gvendur minn höfum ákveðið að koma heim um jólin. Ég átti von á miklum fagnaðarlátum í kommentakerfinu (þó ég segi sjálf frá) en eitthvað stendur fögnuðurinn á sér. Því spyr ég nú, er ykkur alveg sama eða er enginn að lesa Tótlutjattið lengur? Er eitthvað farið að slá í Tótlutjattið? Til þess að fegra þessa færslu ákvað ég að birta mynd af hluta Clueless gengisins. Myndin er tekin í sumarbústaðferð fyrir rúmum tveimur árum og við höldum á þessum líka fínu persónudagatölum sem Þórey og Elsa vörðu jólunum við að föndra ef ég man rétt. Frá vinstri: Erla, Dögg, Vala, Herdís, Sigga og ég.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Nýjasta nýtt!

Ég veit ekki endilega alltaf hvað er móðins og hvað ekki... en mér finnst nú alveg gaman að glugga í tískublöðin annað slagið og reyna að fylgjast með. Reyndar fer ég ekkert eftir tískunni en það er önnur saga. Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á blogg, og þar sem ég á alltaf í vandræðum með að gera linka núna kemur þetta svona, það er: www.iamfashion.blogspot.com en þetta eru tvær stelpur (önnur amerísk og hin bresk að ég held) sem hafa óþrjótandi áhuga á tísku! Ég skil bara ekki hvernig er hægt að tala svona mikið um einhverjar töskur sem voru í tísku fyrir 6 vikum en eru púkó núna... alveg magnað. En stundum finnst mér gaman að kíkja á þetta blogg og sjá hvað þær hafa verið að versla sér þann daginn (já það fylgir því víst... maður þarf að versla stundum til að vera "inni") og JÁ ég viðurkenni það, ég kíki á þetta blogg svona hálfsmánaðarlega. Hvað er ég annars að gera þessa dagana? Tjah, við fórum í afmæli til Julio sem er með mér í bekk um helgina. Það var fínt, mér fannst Takashi, japanski bekkjarbróðir minn horfa svolítið mikið á Gvend minn. Ég veit reyndar ekkert um að hvor hópnum hann Takashi hallast (kvk eða kk) en hann var eitthvað að horfa á minn mann. Ég kann reyndar svo vel við þann japanska að þetta skiptir engu máli. Ég held hann sé bara svo rosalega metró, ...það er bara málið með hann Takashi. Á morgun er svo próf! Reyndar það eina því kúrsarnir eru allir próflausir (margar ritgerðir í staðinn). Mér finnst ekkert gaman að fara í próf. Og að lokum má geta þess að við Gummi Hlír verðum með viðtalstíma í Reykjavík í desember:) vííí!!!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Kassim

"Írak í dag er betra en Írak var á friðartímum Saddams". Þetta sagði Kassim bekkjarbróðir minn í tíma í gær í alþjóðalögum. Kassim er frá Írak, sennilega á fimmtugsaldri og man tímana tvenna eins og maður segir. Hann er þó ekki hrifinn af Bush en segir írösku þjóðina hafa grátbeðið um aðstoð (og finnst bandaríkjamenn hafa tekið þetta fullmikið í sínar hendur eða eitthvað svoleiðis...nenni ekki að fara nánar út í þetta). Þó maður viti að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað losna undan oki Saddams sama hvað það kostaði þá held ég að staðan eins og hún er í dag þyrfti ekki að vera svona. Það er að segja, þetta hefði ekki þurft að fara svona. Flestir í bekknum voru sennilega sammála um að eitthvað hafi þurft að gera til að losna við Saddam, en einnig að það hafi ekki verið farið rétt að því og afleiðingar þess eru daglegt ógeð í Írak. Því fannst mér merkilegt að hlusta á þennan sprenglærða bekkjarbróður frá Írak tala um hvernig þetta væri þó skárra en það sem fór fram fyrir luktum dyrum í valdatíð Saddams með tilheyrandi áróðri og hræðslu. Enginn þorði að segja neitt. Blóðbaðið í dag er skárra en friðartímar Saddams. Og þó við hin séum ýmist á móti stríði eða fylgjandi innrásinni eða bara vitum orðið ekkert í okkar haus, þá held ég að allir hafi skilið örlítið hvað hann Kassim var að segja. Það er nokkuð víst að Írakar hafa upplifað alltof mörg stríð í gegnum tíðina og flestir þeirra hafi tekið hverjum sem gat steypt Saddam af stóli fagnandi hendi, en svo má deila um hvernig það var gert...og af hverju dæmið var ekki klárað '91 í Kúveit (vona að ég sé að fara rétt með staðreyndir). Því spái ég stundum hvað þeim finnst núna Írökunum sem vildu losna við Saddam. Þeir eru eflaust fegnir en þetta hefur dregist á langinn og sárin eru lengi að gróa. Kassim sagði eitthvað á þá leið að margir þessara manna sem eru í ríkisstjórninni sem var mynduð núna í Írak séu virkilega góðir og hæfir í verkið og hann virtist hafa mikla trú á þeim. Verst að það er enginn vinnufriður í Írak fyrir barbörum og hryðjuverkamönnum (og hermönnum?). Ég veit ekki mikið um sögu Írak og þessi stríðsmál og eftir því sem ég les meira verð ég ringlaðri. Mér finnst frábært að hafa einn svona "innanbúðarmann" í bekknum og heyra hans hlið á þessum málum sem við virtumst reyndar öll vera nokkuð sammála. En hvað vitum við svo sem? Ég veit ekki hvort maður getur nokkurn tíma skilið þetta almennilega. Maður skoðar internetið, les bækur og blöð og horfir á sjónvarpið en þegar maður er orðinn of ringlaður, eða ógeðið orðið yfirþyrmandi slekkur maður á netinu/sjónvarpinu og lokar bókinni.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Harold

Kennarinn minn í "Politics, Law and Morality of International Violence" (lengsti titill á námskeiði sem ég veit um og ákvað því að deila honum með ykkur), er frekar líkur Harold Bishop í Nágrönnum. Ég man ekki hvað hann heitir en hann er fyrrverandi pólitískur, og mun skemmtilegri en Harold.

laugardagur, ágúst 06, 2005

Í skólanum, í skólanum...

...er skemmtilegt að vera! Alla vega var fyrsta vikan í mastersnámi mínu í alþjóðasamskiptum í Macquarie University mjööög fín:) Ég byrjaði á mánudaginn og er enn í smá sjokki því lesefnið er vægast sagt gríðarlega mikið og þungt að mér sýnist, og ég þarf að halda alls konar fyrirlestra og svona fleira skemmtilegt. Hmmm, en mér líst samt allavega vel á skólann, kennarana og krakkana:) Höfum þetta ekki lengra í bili, takk.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Bryndís 25 ára!

Tótlutjattið tileinkar blogg dagsins í dag Bryndísi Harðardóttur en stúlkan á 25 ára afmæli í dag. Til hamingju lilla mín, ég mun skála í mjólkurhristingi í tilefni dagsins. Hér gengur lífið annars bara sinn vanagang. Gummi Hlír byrjaði í skólanum í dag og ég byrja á mánudaginn. Í dag fór ég bara niður að Óperuhúsið vopnuð Kleifarvatni og sat þar í sólinni og las í smá stund. Það er óvenju hlýtt hér miðað við árstíma, en hitinn hefur farið yfir 20 stig á daginn og að sjálfsögðu ekki skýhnoðri á himnum frekar en fyrri daginn. Held að plan morgundagsins sé að gera það sama og í dag, kannski fara líka í leikfimi... en hinu ljúfa lífi lýkur brátt, eða það verður alla vega ekki jafnkæruleysislegt miðað við námskeiðalýsingarnar sem ég fékk í skólanum í gær. Get samt ekki sagt annað en að ég er orðin veeeerulega spennt. Jæja, góðar stundir.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Selma og þristurinn

Þegar umræður um búninginn hennar Selmu í júrovisjón stóðu sem hæst voru allir að afsaka hnébuxurnar hennar með að þetta væri "the next big thing". Nú veit ég ekki hvað er í gangi í Evrópu, en ég get ekki séð að hnébuxurnar séu málið hér í Ástralíu. Neibb. Ég hef séð þessar flíkur hangandi í nokkrum búðum en það virðist engin vilja klæðast þeim. Skrýtið. Eins og ég er nú alltaf mikið fyrir svona 3/4 buxur og svoleiðis, þá veit ég ekki með þessa hnésídd, hún virkar ábyggilega á sumum kvennsum samt. Mér finnst stuttbuxur meira töff, en maður þarf að vera pínu djarfur til að þora því, að vera í pæjuskóm, stuttbuxum og peysu, en mér finnst það frekar flott, hef reyndar ekki séð neinn í því heldur. Bara í tískublöðum. Jæja, næsta mál á dagskrá...BUS.IS. Ég hef enga skoðun á þessu, mér finnst bara pínu leiðinlegt að það er enginn þristur til lengur:( Bara eitthvað S3 sem fer ekki einu sinni á Háaleitisbraut heldur í Seljahverfi af öllum stöðum. Ég á bara svo margar góðar minningar tengdar þristinum, eins og þegar maður var í skólasundi í Sundhöllinni og fleira og fleira. En nýrri kynslóð fylgja nýjar strætisvagnaleiðir og ég er viss um að krakkarnir í Seljahverfi í dag munu í framtíðinni eiga góðar minningar úr S3.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Til hamingju...

...með sólina og hlýjuna:) já það fréttist alla leið hingað. Nú er sennilega jafnhlýtt á Íslandi og í Sydney, nema hvað að hér er hávetur. Ég er búin að vera á einhverjum kynningum í nýja skólanum mínum og í næstu viku eru fleiri kynningar og skráning í námskeið. Mig langar bara til að byrja í tímum, nenni ekki þessu dútli mikið lengur. Við fórum út að borða á fimmtudagskvöldið ásamt bólivískum og filipeyskum félögum. Ég fékk að smakka kengúrusteik hjá þeirri bólivísku, og mér fannst eftirbragðið vont. Nú get ég þó sagst hafa smakkað eina svona skoppandi krúttgúru. dojojojojojong.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Skopp skopp

Finnst ykkur hún ekki sæt? Við Guðmundur fórum í Australia Zoo (rétt hjá Brisbane) um daginn og það var æðislegt. Þar skoppuðu þessar elskur um allar trissur og átu úr lófum fólks eins og ekkert væri. Ótrúlega gæfar. Þessi á myndinni var sérlega forvitin, og það sem meira er, hún var með unga í pokanum sínum, maður sér lappirnar stingast þarna út. Við sáum líka koalabirni en þeir sofa og kúra til skiptis. Algjör krútt. Þeir sitja á mjúka bossanum sínum á trjágrein, halda utan um stofninn og dorma þannig megnið af sólarhringnum. Ég hef alltaf sagt að ef ég væri dýr myndi ég vilja vera mörgæs (gaman að renna sér á bumbunni niður brekkur) en nú held ég að koalabjörn sé kominn í annað sætið. Reyndar ekki jafnmikið fjör en greinilega notalegt líf. Það er mér að skapi. Ég klappaði koölunum en ég sleppti því að fá að halda á einum því það kostaði heila 20 dollara (1000 kall) sem er næstum eins og ef það kostaði 2000 kall heima. Auk þess vorkenndi ég birninum sem var í því skítadjobbi að láta einhverja krakkagemlinga halda á sér fyrir myndatöku. Ojbarasta, ég vona að hann fái extra djúsí laufblöð að japla á eftir vinnudaginn.

mánudagur, júlí 18, 2005

Slúður

Ok, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en mér heyrðist í útvarpsfréttum áðan að fyrrverandi kærasti minn, Jude Law hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá hinni gullfallegu Sienna Miller. Viðhaldið heitir Daisy eða eitthvað álíka hallærislegt og Jude segist dauðskammast sín fyrir þetta og hann sér víst eftir öllu saman. Já já Jude, þú færð ekki mikla samúð núna er ég hrædd um. Hvað er málið? Þau hafa verið saman í minna en tvö ár ef mér skjátlast ekki, og hann bað hennar um jólin (já maður er með allt á hreinu) og svo bara heldur hann framhjá henni. Jeminn, þar að auki hef ég ítrekað lesið "fréttir" í slúðurblöðunum um skapofsaköst hans sem eru víst farin að hafa sín áhrif á sambandið. Ég tel að Sienna blessunin þoli þetta ekki mikið lengur enda á hún betra skilið ef hann er farinn að láta svona. Skammastu þín Jude!

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Sælkeri vikunnar

Sælkeri vikunnar á Tótlutjattinu er engin önnur en Þórhildur sjálf. Ég verð seint þekkt fyrir það að hata eftirrétti eða súkkulaði og nú ætla ég að deila með ykkur nýjasta æðinu hjá mér í þessum málum. Við Gummi Hlír tókum pönnukökupönnu með til Sydney til öryggis, en komumst svo að því að þær fást hér. Við höfum verið mjööög dugleg að baka pönnsur en það kom að því að mig langaði að útfæra þennan þjóðareftirrétt okkar Frónverja aðeins og má segja að ég hafi orðið fyrir frönskum innblæstri. Ok, það sem mér finnst sem sagt syndsamlega gott er að skera banana í tvennt og svo endilangt. Ég set þá svo í eldfast mót og sker niður marssúkkulaði (má útfæra þetta með öðru súkkulaði að sjálfsögðu) og raða nokkrum svoleiðis bitum ofan á bananann. Það þarf ekkert að þekja hann, bara raða smá svona bitum og skella í ofninn sem á alls ekki að vera of heitur. Ég man ekkert hvað ég hef þetta lengi, bara þangað til súkkulaðið hefur bráðnað og "bananinn orðinn gullinn". Nei djók, ég þoli ekki þegar það stendur eitthvað svoleiðis í uppskriftarbókum, kommon, látið súkkulaðið bara bráðna vel. Svo sem sagt raða ég tveimur svona bitum ofan á eina pönnsu (þ.e.a.s. hálfur banani) og loka pönnsunni. Það sem ég gerði einnig af því að ég er svo mikið sugar baby, var að bræða eitt mars með rjóma í potti og hellti smá svoleiðis sósu (góð íssósa) ofan á fröken pönnsu. Þá verður hún líka svo falleg. Ef ég væri með gesti myndi ég skera jarðarber og setja ofan á. Jamms, er ég rosaleg? Þetta er svakalega sætt enda er alveg nóg að borða eina...eða tvær. Ekki meira. Pönnsuútfærsla tvö er mun einfaldari þó þessi hafi ekki verið flókin. Ég keypti um daginn Cadbury íssósu en ég held hún fáist ekki á Íslandi. Hún er úr mjólkursúkkulaði. Nýjasta æðið er að smyrja smá svona sósu á pönnukökuna (bara eins og súkkulaði crepes hjá Fransmönnum). Mmm, og í nótt dreymdi mig stanslaust að ég var að gera einhvern súkkulaði eftirrétt, ég saxaði suðusúkkulaði alveg á skrilljón og stráði flórsykri yfir þetta svo til að skreyta eða eitthvað svoleiðis. Asnalegur draumur. Þess má að lokum geta að sælkeri vikunnar skilur ekkert í því af hverju buxurnar verða þrengri yfir rassinn með hverjum deginum. Hmmmm.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Gömul?

Þar sem ég hafði mikinn tíma aflögu núna seinni partinn og nennti eiginlega ekki að gera neitt ákvað ég að ráfa um netið eins og ég á stundum til. Eftir að hafa skoðað myndir af djamminu á heimasíðum Hverfisbarsins, Vegamóta og Priksins og einungis fundið Völu mína á einni þeirra (en annars engann og nota bene ég skoða þessar síður eiginlega aldrei, finnst hálfkjánalegt að segja frá þessu) ákvað ég að skoða blogg vina vina minna. Skiljið þið? Ég fór að skoða linka út frá bloggum vina minna og það er stundum svolítið gaman en samt eins og að njósna. Á þessum rúnti sá ég fullt af linkum undir "Vökufólk", eða svona "Nonni Vökustrákur" eða "Ella Vökugella" en nú var ég að skálda nöfnin, en ég sem sagt kannaðist ekkert við þetta Vökufólk. Það finnst mér súrt. Ég missti nefnilega eiginlega af kosningunum í ár og náði því ekki að kynnast öllu þessu ágæta fólki sem bættist í Vökuliðið og mér finnst ég vera gasalega útúr. Reyndar fannst mér ég vera orðin hundgömul, lífið líður alltof hratt, hmmm. Ég á samt langt í þessa elsku á myndinni, Babúska babúska babúska jajajaja:)

laugardagur, júlí 02, 2005

Hrós...

...fær íslenska löggan fyrir að verja (að mig minnir) 40 milljónum í aukið eftirlit á vegum landsins á næstu mánuðum. Við keyrum alltof hratt miðað við aðstæður og því verða alltof mörg banaslys á þjóðvegum landsins. Ég er viss um að þetta framtak þeirra mun bjarga einhverjum mannslífum, og það er svo sannarlega 40 milljónum króna virði. Verst að það þarf blessaða lögguna til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. Já og ég get alveg eins lokið því af að segja frá því að ég fór á War of the Worlds í gær en ég lofaði því hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að fara ekki á þessa mynd. Ég get alveg viðurkennt að hún kom mér á óvart og þrátt fyrir að vera ægilega niðurdrepandi og svört þá var hún bara nokkuð góð. Í morgun las ég svo gagnrýni í áströlsku blaði þar sem er talað um það að hann Steven Spielberg er gyðingur og hvernig margt í myndinni minnir á gyðinga í Seinni heimstyrjöldinni og eftirá að hyggja þá er þetta bara laukrétt. Ég vil samt ekki fara nánar út í þá sálma þar sem lesendur tótlutjattsins eiga kannski eftir að sjá myndina. OK, over and out...

þriðjudagur, júní 28, 2005

Fleiri myndir

Forvitnum lesendum vil ég benda á myndaalbúmið mitt en ég hef sett þar nokkrar myndir úr Portúgalsferðinni minni. Á "Sydney síðunni" okkar Gumma eru líka myndir en við höfum verið löt við að taka myndir undanfarið en á því verður vonandi breyting í júlí þegar við ætlum að reyna að skoða okkur um nágrenni borgarinnar. Og eitt að lokum, það á að taka Tom úr sambandi áður en hann barnar Katie og elur upp fleiri svona vísindakirkjuvitleysinga. Alla vega á maður sem segir þunglyndu fólki að taka bara vítamín að halda sínum trúarbrögðum fyrir sig. Og hana nú.

sunnudagur, júní 26, 2005

Sætir...

Eins og gengur og gerist fylgjumst við Gummi mikið með hinu fjölskrúðuga mannlífi í kringum okkur hér í Sydney og urðum fljótlega sammála að mennirnir eru huggulegri en konurnar hér. Þetta er náttúrulega ekki illa meint, maður hefur bara gaman af því að skoða fólk í kringum sig...en alla vega þá fannst okkur stelpurnar svolítið svona "breskar" oft á tíðum en að sjálfsögðu eru margar bráðhuggulegar dömur hér. Sei sei. Ég tók þó fljótlega eftir því að strákarnir hérna eru ekki sætir á þann hátt að ég myndi laðast að þeim. Þeir eru sykursætir, sennilega með rakaða fótleggi og plokkaðar augabrúnir og verja eflaust mun lengri tíma en ég við að snyrta sig. Sydney er sem sagt "San Fransisco" ástralskra homma og má nefna sem dæmi að við Gummi erum sennilega í minnihluta sem gagnkynhneigt par á okkar stigagangi. Nei nú er ég kannski að ýkja en það búa alla vega tvö hommapör á okkar gangi. Því hvet ég nú alla mína samkynhneigðu vini sem vilja njóta útsýnisins, eða leita að lífsförunaut að koma í heimsókn til Sydney:) Ekki það að ég haldi að þið séuð eitthvað desperate, en ég veit að úrvalið er stundum af skornum skammti (kommon, ekki hlæja, þetta er bara staðreynd). Ég hefði alla vega ekki viljað vera hommi eða lesbía á Íslandi fyrir 20-30 árum. Þið sem eruð gagnkynhneigð eruð að sjálfsögðu líka velkomin í heimsókn, Sydney höfðar til allra.

sunnudagur, júní 19, 2005

Fratman

Við Gvendólína Ræs fórum í bíó í gær. Hann náði að lokka mig með sér á Batman með fögrum orðum eins og "það eru heilar 14 mínútur í myndinni teknar á Íslandi." Þar með var björninn unninn. Ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér vel í bíó. Fylltist reyndar stolti og þjóðerniskennd þessar 14 mínútur sem yfirþyrmandi jökullinn og napurlegir íslenskir móar og hraun voru á skjánum. Frú Kata Cruise sem ég minntist á í síðustu færslu fer þarna með stórt hlutverk. Fín stelpa. Annars á ég ekkert að vera að dæma þessa mynd þar sem mér leiðast yfirleitt þessar amerísku stórslysamyndir. Ég vil forðast að vera fórnarlamb skólabókardæmis um markaðssetningu söluvænna mynda sem eru gerðar til að græða sem mest á. Auðvitað myndi ég reyna að græða á kvikmyndum ef ég væri sjálf í bransanum, ég tek mig ekki svo hátíðlega að halda öðru fram, en mér finnst þeir þarna í Hollywood bara framleiða sama skítinn aftur og aftur. Því eru þessar myndir klisjukenndar og fyrirsjáanlegar. Mér leiddist svo sem ekki allan tímann yfir myndinni, en þessar myndir eru ekki minn tebolli. Margar svona Hollywood klisjumyndir eru enn frábær afþreying, ég er bara ekki mikið fyrir akkúrat þennan flokk kvikmynda (stórslysakjaftæði og framtíðar-geim-bla bla). Ég sá til dæmis ekki Day after tomorrow og ætla mér ekki að sjá War of the worlds og The island (sá auglýsingu úr þeirri seinni í gær...jeremías, ég spurði Gvend, "hver gerir svona myndir?" sá svo að það er sami framleiðandi og að Armageddon og Pearl Harbour...kom á óvart, eða þannig). Ég lofa að tala ekki meira um svona myndir í framtíðinni þar sem þær heilla mig augljóslega ekki. Ég veit samt að ég mun halda áfram að sjá einhverjar þeirra þar sem mér leiðist aldrei í bíó og þær hafa yfirleitt sína ljósu punkta, (og ég vil síður senda litla kútinn tótlulausan í bíó).

föstudagur, júní 17, 2005

Tom og Kata

Tom Cruise er genginn af göflunum, fegin er ég að vera ekki Kata. Heppilegt að halda líka blaðamannafund samdægurs bónorðinu, allt svo heppilegt, en að sjálfsögðu samgleðst maður öllum sem eru hamingjusamir. Fyndið bara hvað sumir þurfa að vera opinberlega hamingjusamir, og líka hvað sumir þurfa að flýta sér mikið. Kannski er aldurinn farinn að segja til sín hjá Tom. Kannski.