þriðjudagur, desember 27, 2005

jól og bíó...

Gleðileg jól og allt það. Það er allt of margt annað að gera hér á Íslandi en að hanga í tölvunni og þess vegna hef ég ekkert verið að blogga. Það breytist þegar við förum aftur út til Aussie-lands 12.janúar. Ég hef haft það hriiikalega notalegt á Skerinu undanfarnar vikur og haft nóg að gera við að hitta fjölskyldu og vini. Það er nokkuð ljóst að maður býr ekki á Íslandi vegna veðráttunnar eða verðlagsins. Jömin eini, þvílíkt og annað eins. Þetta er alveg til að gera mann hálf deprímeraðan. Nú jæja, þetta fólk manns hérna er svo lekkert að maður flýgur heimsálfanna á milli til að vera nálægt þeim. Jábbs. Svo fór ég í bíó í gær á Little Trip to Heaven. Ég veit ég hef nöldrað áður á síðunni yfir íslenskum kvikmyndahúsum en ég læt það ekki stöðva mig og ætla að nöldra aftur. Myndin var góð, ég er ekki að nöldra því...en skoooo. Miðinn kostaði þúsund kall!!! OG....þar að auki var myndin brengluð fyrstu mínúturnar (og þeir byrjuðu ekki upp á nýtt á myndinni). Ekki nóg með að borga þúsara fyrir brenglaða mynd heldur var ég búin að gleyma þessum blessuðu hléum hérna á Íslandi. ARGGGGG. Þetta er algjörlega til að skemma fyrir manni myndina. Ef restin af heiminum getur farið í bíó án þess að taka pásu til að pissa og byrgja sig upp af meira poppi, af hverju getum við það þá ekki? Jamm, og svo þegar þessari ágætu mynd lauk og kreditlistinn fór að renna yfir stóðu allir upp og næstum því hlupu út. Ohhh... Í Ástralíu les fólk alltaf kreditlistann, og mér finnst það sjálfsögð kurteisi við Baltasar og alla þá Íslendinga sem komu að gerð myndarinnar að sitja rólegur í lok myndarinnar. Æ ohhh, ég er hætt áður en þetta verður leiðinlegri færsla.