fimmtudagur, mars 02, 2006
Skólinn hafinn
Skólinn hófst í vikunni og ég er ekki byrjuð að lesa. Ég gerði mér hins vegar ferð upp í skóla fyrir 10 dögum til að kaupa bækur svo ég gæti byrjað strax að lesa. Hmmm. Ætlunin er reyndar að byrja á eftir. Síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir enda var Erna hjá okkur í nokkra daga á meðan hún leitaði að íbúð. Nú er hún og Nick hennar komin með æðislega íbúð með æðislegu útsýni (smá öfund). Mardi Gras er á laugardaginn og Gummi er í þessum töluðum orðum að finna til fjaðrir og glimmer svo við verðum fín í skrúðgöngunni:) í fyrra rigndi svo við skrópuðum á Mardi Gras en nú ÆTLUM við að fara, sama hvernig veðrið verður. Ok...tralala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli