Afsakið seinkunina á gestapistlinum. Það er enginn annar en Ari Tómasson sem ríður á vaðið sem gestapenni Tótlutjattsins og hér birtist pistillinn í heild sinni. Verði ykkur að góðu:
Ég man fyrst eftir Tótlu á busaballinu mínu í MR á Tunglinu. Í gegnum þokuna áfengisþokuna sá
ég súkkulaðihjúpaðan draum líða fram hjá í pæjudressinu. Þegar ég ætlaði að vippa mér upp að
henni rakst ég utan í sjöttabekking með minnimáttarkennd sem kýldi mig kaldan.
Alvaran tók við og á næstu vikum varð hugurinn að hafa sig allan við til að skilja muninn á
hvers vegna sævi gyrtur er með y-i (ps komið af gürtel úr þýsku) en girtur (í brók) væri með
einföldu. Já, það má segja að loft hafi verið lævi blandið þessa fyrstu daga - janfnvel kynngi
magnað, ó sei sei já.
Aftur lágu leiðir okkar saman þegar við ákváðum bæði, að hvorugu forspurðu, að skella okkur í
arabískunámskeið í kennaraverkfallinu. Ég gerði það því mér þótti svo sniðugt að heita Ari og
kunna arabísku - get it?? Tótla gerði það hins vegar af því henni þótti orðið bagalegt hversu
oft Arabar á ferðalagi á Íslandi buðu foreldrum hennar kamelstóð fyrir hönd hennar og vildi
getað svara þeim í sömu mynt. Ahhh - good times. Þar lærðum við undir dyggri leiðsögn sýrlensku
Rainu Scheherasade Kemp sem talaði óvenjukjarnyrta íslensku því hún hafði lært nær alla sína
íslensku af því að horfa á Alþingissjónvarpið. „Mér þóttji hann Stjengrrímurr forrkunnarrfagurr
og vörrpulegurr í fasi. Mérr hugnast að hann Júlli minn mætti setja hann á stjall" sagði hún
stundum og dæsti vært. Við vorum bæði orðin langþreytt á lærdómsleysi verkfallsins þannig við
lögðum mikinn metnað í að læra tungumálið og náðum við þá lítið að tengja.
Loksins kynntumst vel og við þekkjumst í dag en það var á NESU - ráðstefnunni í Türkü í
Finnlandi 2002 þar sem Tótla var í jafnréttisnefnd en ég í nefndinni „NESU og nútíminn:
eðalblanda eða afsökun fyrir drykkju og óeðli?" Tótla hafði verið svo sniðug að koma með
Eldur&Ís vodka sem mér fannst eins og að koma með tan-spray og rip-fuel til Hellu en annað kom
á daginn. Finnarnir grétu 3cl tárum vegna hreinleika og gæða vodkans. Einn þaulkunnugur gutlinu
hélt því fram að íslenska gullaugað væri ástæðan fyrir þessum gæðum, sérstaklega norrlenska
afbrigðið. Eftir þetta vorum við Tótla borin um í gullstól í skiptum fyrir einstaka teskeið
af vodka í nefið til að halda stólaberunum gangandi. Ég stend í eilífri þakkarskuld við Tótlu
fyrir þetta þar sem unnusta mín, var ein af vodkahundunum. Tótla spottaði strax
hvað var að gerast og eftirlét mér botnfylli í glas og atti okkur í átt að saununni.
Drottinn minn dýrir já, við værum fátækari ef þín nyti ekki við, Tótla mín. Ég bið að heilsa
Camaronum og knúsaðu hann einu sinni fyrir mig. Fast.
Ari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli