fimmtudagur, október 27, 2005
Hamingjuóskir og hrós!
Haldiði að það sé, mín er í góðu skapi og ætlar að hrósa og senda hamingjuóskir. Hamingjuóskirnar fá þeir sem útskrifuðust úr HÍ síðustu helgi og í augnablikinu man ég eftir Hildi Eddu (stjórnmálafræði), Heiði (viðskiptafræði), Sigrúnu Helgu (lögfræði), Kareni (verkfræði) og Cillu (verkfræði) ...hmmm er örugglega að gleyma mörgum. Hrósið fær Ólöf Inga (betur þekkt sem Lóa Löwe) fyrir að senda mér langt og skemmtilegt e-mail í gær en maður fær ekki oft svoleiðis. Hún fær líka hrós fyrir að færa foreldrum mínum gæs sem hún handfjatlaði (eða hvað það kallast) sjálf, sleit og sveið og svoleiðis. Ólöf eins og margir aðrir er haldin kommentafælni sem er allt í lagi því ég veit að hún les síðuna og því kemst hrósið til skila:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli