sunnudagur, júlí 29, 2007

Sumarblogg...

Þvílíkt sumar! Er ljótt að þakka fyrir gróðurhúsaáhrifin? já ég ætla að sleppa því og láta sem ég haldi að það sé hrein tilviljun hvað veðrið hefur verið dásamlegt í Reykjavík í sumar:) ahhhh. Ég er með kúlu framan á mér sem ég er orðin mjög montin af, 8 vikna samfelldri "ælupest" lauk í byrjun júní og síðan þá hef ég verið nokkuð spræk í vinnunni, svona miðað við hvernig þetta byrjaði allt saman. Í áðurnefndri kúlu býr lítill strákur sem ætlar að búa þar fram í lok nóvember. Við Gummi erum orðin mjög fullorðins hérna í Kópavogskotinu okkar og ég skelli stundum í speltbrauð þegar vel liggur á mér. Sjálfri finnst mér ég nokkuð efnileg verðandi húsmóðir. Og þó, ...lofa engu. Ég kann til dæmis ekki að nýta afganga og gera girnilegan kvöldmat úr því sem finnst í ísskápnum svona einn tveir og bingó. Mér finnst það vera nokkuð sem hver almennileg húsmóðir þarf að kunna. Mamma og pabbi voru í mat áðan. Þegar þau voru farin henti ég afganginum af kjötinu (en geymdi reyndar annað) ...ekki segja múttu!