þriðjudagur, september 20, 2005

Fortíðarþrá

Ég hefði átt að heita Nostalgía en ég veit ekki hvað mannanafnanefnd myndi segja um það. Þó ég reyni að lifa í núinu, horfa fram á veginn (og allt það) þá finnst mér rosalega gaman að hugsa tilbaka, og helst nógu langt tilbaka. 12 ára ('92) tímabilið er til dæmis mjög fyndið og pínlegt á sama tíma. Ég vil alls ekki gleyma því og finnst alltaf jafn sniðugt að rifja það upp. Meðal þess sem ég man best eftir eru:
-Böllin í Tónabæ á laugardögum milli 18 og 20. Maður var kominn heim af tjúttinu áður en Spaugstofan byrjaði:) Ég fór reyndar ekki oft, en þegar ég fór var ég ROSALEG (vægast sagt) í hipphoppinu:)
-LA Gear-skór. Mínir voru hvítir með gulum reimum, en Gummi átti víst LA Gear skó með mynd af Michael Jackson! ahahahahaha!!!
-Hiphop dansinn. Ég er enn með þessa takta á hreinu og er alltaf til í að taka sporið. Ég man að Guðrún Jóns var frekar svakaleg þegar kom að "hænsnadansinum". Ég get ekki lýst þessu betur en svo að hendurnar gengu svona upp og niður eins og þegar maður leikur hænu (við höfum nú öll gert það) nema að Guðrún mín ýkti hreyfingarnar ööörlítið. Nú er hún orðin tvíburamamma og getur kennt þeim Hallgrími og Þorsteini hænsnadansinn eftir nokkur ár.
-Gallabuxur í öllum regnbogans litum. Ég man best eftir þessum fjólubláu og myntugrænu. Einnig voru appelsínugular mjög heitar. Mig minnir að merkið hafi verið Jees (ekki jeans) en ég man það ekki. Þess ber að geta að ég var aldrei svo svöl, ekki frekar en í dag (ég held ég hafi ekki nennt því) og átti aldrei svona litaðar gallabuxur, ég fékk mér buxur í sama merki en þær vor drapplitaðar og úr riffluðu flaueli:)
-Beltissylgjurnar! Er ekki annars yppsilon í því? Þær, eins og sumt sem ég nefni hér, komust í tísku fyrir '92, sennilega um '89, og voru vinsælar um árabil. Ég man best eftir Levis týpunni og blóminu, en ég átti reyndar aldrei svona fínerí.
-Levis eins og það lagði sig. Sumar vinkonur mínar eru ENN fúlar við foreldra sem voru beðnir um að kaupa Levis 501 gallabuxur í Ameríkuferðalögum...og komu heim með Levis 550 eða eitthvað álíka. WOW! Slíkar brækur þóttu ónothæfar.
-Mussurnar. Hálfur bærinn leit út eins og Inkar frá Andesfjöllum í risastórum, litríkum ofnum mussum. Ég átti ekki þannig mussu en Ingibjörg Ýr var algör gella í sinni. Óli bróðir keypti svo rosalega flotta mussu á mig á einhverjum markaði í Amsterdam. Synd að hún er orðin of lítil á mig.
-Gardínuhárgreiðslan, jebb, allar með skipt í miðju og strákarnir með pottaklippingu:)
-Útvíðar buxur, jafnvel röndóttar í skrilljón litum.
-Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég tók þá ákvöðrun að verða aaaðeins meiri gella og skundaði mér í Sautján í Kringlunni. Þar fjárfesti ég í gríðarlegum bomsum, þetta voru háhælaðir skór (frekar háir) með korkhæl. Algjörir pæjuskór í anda 6. og 7.áratugarins. Gellurnar í Mamas and the papas hefðu slefað af öfund. Mamma og pabbi hins vegar sprungu úr hlátri þegar þau sáu litlu telpuna sína í þessu. Ég var 14 ára og leit út eins og fáviti á þessum skóm. Hvað var afgreiðslufólkið að pæla? Eins og alltaf hlustaði ég á forleldra mína og fór og skipti korkbomsunum út fyrir skynsamlegra skótau.
-Hekluð vesti eða prjónavesti yfir rúllukragabol ...þetta var allt frekar hippalegt, svona í bland við hip hop tónlistina sem við hlustuðum á. Kannski misskildum við eitthvað orðið "hiphop".
Snap, 2Unlimited, Nirvana, Pearl Jam, Snow- kanadíski rapparinn sem samdi lagið "Informer" í fangelsi ef ég man rétt...og söng með Jamaíka hreim (ahahaha). Jæja man ekki eftir fleiri tónlistarmönnum í bili. Snow átti það varla skilið að ég myndi eftir honum.
-Bekkjarparty! Ég man best eftir einu hjá Þóreyju, sennilega í 11 ára bekk, þar sem við dönsuðum við New Kids on the Block allt kvöldið og meira að segja vönguðum! Það hefði mátt koma síldartunnu á milli þeirra sem stunduðu vangadansinn:) Ef það var skíðaæfing hjá mér sama kvöld og bekkjarparty, þá fór ég frekar á æfingu. Steik.

Ég ætla að segja þetta gott í bili, kem með meiri nostalgíu í næstu færlsu, þarf bara að losa mig við þetta. Hér til gamans kemur svo textinn að hinum frábæra smelli, "Informer" eftir Snjókarlinn, ég mæli með að þið sækið ykkur lagið og syngið svo með. Njótið:

Informer You know say daddy me snow me-a (gonna) blame A licky boom-boom down 'Tective man he say, say Daddy Me Snow me stab someone down the lane A licky boom-boom down Police-a them-a they come and-a they blow down me door One him come crawl through through my window So they put me in the back the car at the station From that point on I reach my destination Well the destination reached in down-a East detention Where they whip down me pants look up me bottom [CHORUS] Bigger they are they think they have more power There on the phone me say that on hour Me for want to use it once and-a me call me lover Lover who me callin'-a the one Tammy And me love her in my heart down to my belly-a Yes say Daddy Me Snow me I feel cool and deadly Yes the one MC Shan and the one Daddy Snow Together we-a love 'em(?) as a tornado [CHORUS] Listen to me ya better listen for me now Listen to me ya better listen for me now When-a me rock-a the microphone, me rock on steady-a Yes-a Daddy Me Snow me are the article don But the in an a-out (?) a dance an they say, "Where ya come from?" People them say I come from Jamaica But me born and raised (in the ghetto) I want ya to know-a Pure black people man thats all I man know Yeah me shoes are-a tear up an-a my toes used to show-a Where me-a born in-a the one Toronto [CHORUS] Come with a nice young lady Intelligent, yes she gentle and irie Everywhere me go me never lef' her at all-ie Yes-a Daddy Snow me are the roam dance man-a Roam between-a dancin' in-a in-a nation-a You never know say Daddy Me Snow me are the boom shakata Me never lay-a down flat in-a one cardboard box-a Yes-a Daddy Me Snow me-a go reachin' out da top [CHORUS] Why would he? [repeat] [MC Shan:] Me sittin round cool with my jiggy jiggy girl Police knock my door, lick up my pal Rough me up and I cant do a thing Pick up my line when my telephone ring Take me to the station, black up my hands Trail me down 'cause I'm hangin with the Snowman What an I gonna do, I'm backed and I'm trapped Smack me in my face, took all of my gap They have no clues and they wanna get warmer But Shan won't turn informer

Engin ummæli: