fimmtudagur, ágúst 28, 2003

aftur í siðmenningunni
Útlaginn er kominn í siðmenninguna segja vinnufélagarnir... ég lít nú kannski öðrum augum á málið þar sem ég er vön að vera mikið fyrir norðan. Mér finnst Akureyri samt bara pínu asnaleg án ömmu enda hef ég alltaf tengt bæinn við hana en amma dó fyrir ári síðan. Voða gott að komast samt suður enda stutt í að skólinn hefjist og svona. á eftir ætla ég í fótabað til Þóreyjar ásamt fleiri dömum... hehehe fyndið, hef aldrei farið í hópfótabað, en þetta er einhver svona snyrtikynning. Gleymdi að segja Þóreyju reyndar að ég er loðinn eins og hobbiti á fótunum og með kartnögl (eða e-ð) á þremur. Auk þess er geðveik táfýla af mér, en kannski það lagist við fótabaðið:)

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

prumpað í stampinn
Á Akureyri hef ég séð tvo stöðumælaverði. Annar er feitur og hinn er í stuttbuxum. Ég hef ekki spurt þá hvort þeir prumpi í stampinn eða borði rauðkál á pylsuna sína en það eru tvær af þeim asnalegu spurningum sem ég fékk stundum á meðan ég var enn harðmælt að norðlenskum sið (sem virðist vera að fjara út hjá mér). Kannski trabantinn þeirra hafi þó púnkterað á kantinum... ho ho ho:)

laugardagur, ágúst 16, 2003

Ein með öllu
halló halló halló ég er á Akureyri.... að vinna, og það er menningarnótt... í Reykjavík, en ég er einmitt ekki þar... og ég er að fara að sofa enda klukkan 4 mínútur gengin í miðnætti! örugglega gaman hjá öllum öðrum, en þetta er allt í lagi. Skemmtið ykkur bara, meðan ég er hérna ein og yfirgefin, á Akureyri. Það er reyndar huggun harmi gegn að ég átti hvort eð er að vera að vinna í kvöld og fyrramálið. Er sem sagt á Akureyri að vinna í Rammagerðinni, sem er reyndar bara mjög huggulegt og fínt. ÞIÐ MÆTTUÐ SAMT SKRIFA OFTAR Í GESTABÓKINA EÐA SHOUT OUT. Annars bara allt gott að frétta:) góða nótt:)

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

myndir...loksins
alltaf sama blíðan. Ég hafði það gott í víkinni kennda við reyk um helgina. Passaði Bibba frænda. Við fórum á Árbæjarsafnið og í keilu og var bæði gaman. Svo vann ég og...át og svaf og horfði á video. Í gær átti Ásta amma hans Gumma afmæli og gæddum við okkur á kræsingum í Perlunni í tilefni dagsins. Hér má sjá myndir úr Perlunni:) Er að reyna að koma mér í þetta, þ.e. að skella myndum hingað. Þetta kemur allt saman, sei sei.

föstudagur, ágúst 01, 2003

hehehe
Fann aðra frábæra grein á Deiglunni sem Obba skrifaði minnir mig (nenni ekki að opna gluggann aftur og gá). Ég verð að monta mig reyndar að því að ég á ekki við þetta hvimleiða vandamál að stríða ...að fá ekki kærastann með á "stelpumyndir" sem svo margar vinkonur mínar kvarta yfir. En eins og Obba bendir á (og ég bendi Gumma á þegar ég reyni að lokka hann með mér á slíka mynd) þá eru það yfirleitt afskaplega föngulegar konur sem leika í slíkum myndum svo strákunum ætti ekkert að leiðast í bíó. Það er sko engin Hallgerður langbrók í Hollívúdd (allavega ekki svona útlitslega séð):) En ekki gleyma samt að lesa kartöflugreinina sem ég benti á hér á undan:)
Karplettur
Skemmtilegur pistill hér um kartöflur sem hann Bolli skrifaði og mér var bent á:)