laugardagur, september 28, 2002

Flott blogg og ljót blogg ónafngreindur bloggari sem staddur er á Miami er greinilega sár yfir að ónafngreindur bloggari úr Reykjavíkinni setti út á lúkkið á blogginu hans...thíhíhí, núna vita alla vega báðir ónafngreindu bloggararnir að þeir skoða bloggin hvor hjá öðrum, þrátt fyrir misfalleg blogg... vona að þetta hafi komið rétt út úr mér. Jú jú,því þegar allt kemur til alls,þá er það innihaldið, ekki úthaldið sem skiptir máli. Ég meina útlitið, en þetta var svo sniðugt mismæli hjá mér að ég leyfi því að standa. Ætlunin var kannski ekki að rakka niður Miami-bloggarann, heldur frekar að vekja athygli á eigin síðu sem þangað til nýlega var gestabókalaus. Miami-bloggarinn setur bara inn linka og gestabók og fleira fínerí þegar andinn kemur yfir hann. Bless og takk, ekkert snakk.

miðvikudagur, september 25, 2002

BRAVO
ég hef tekið þá ákvörðun að þegar mér dettur ekkert sniðugt í hug til að skrifa á þetta tjatt mitt ætla ég að fá lánuð nokkur gullkorn frá vinum mínum (þið skiljið, copy-paste) því stundum...bara stundum eru þeir mun sniðugari en ég. Sumir myndu kalla þetta ritstuld, en ég blæs á slíka fyrru (er ypsilon í því?). Ég bara tek smá sýnishorn frá einhverju sniðugu sem þetta ágæta fólk sem er mér hér á vinstri hönd hefur að segja og þá getið þið athugað þessa linka betur... ég vil byrja á elskulegri Elsu, en hún á algjöran snilldarkærasta sem heitir Jói. Ég veit að Jói fær sennilega rokkprik frá mínum rómantíska kærasta fyrir þetta gullkorn sem þið eruð í þann mund að fara að lesa: "Jói fór í Þórsmörk, vona bara að hann skemmti sér kallinn. Hann gleymdi samt að segja mér það þangað til í gær svo hann fær smá skammprik. Skamm skamm. Hann er ótrúlega gleyminn. Hélt samt ég yrði ekki eldri eitt árið þegar ég fann minnismiða, held það hafi staðið: Amma, tryggingar, skólagjöld og fleira merkilegt en síðast á listanum stóð: Elsa. Hann þurfti sem sagt miða til að muna eftir mér karlanginn. Karlmenn eru óskiljanlegir. Sérstaklega Jói, stundum!" ok, þið sem þekkið Elsu og Jóa vitið alla vega um hvað málið snýst... ég er enn að jafna mig eftir hláturskastið.

mánudagur, september 23, 2002

Alltaf eru nýir bloggerar að bætast í hópinn, og sá ferskasti á markaðnum er gamall bekkjarbróðir úr MR. Doddi er kominn til Draumalandsins til að tromma. Hljóðfæraleikur hans í bílskúrnum heima var tekinn fyrir á seinasta hverfafundi á Valhúsahæð og þar var sú ákvörðun tekin að Þorvaldur skyldi leyfa Miamiverjum að njóta. Hann ku vera orðinn besti vinur Don Johnson, en þið verðið bara að skoða herlegheitin sjálf. Doddi karlinn fær ekki hæstu einkunn fyrir útlit á blogginu sínu, en ég man nú þá daga þegar ég var að byrja sjálf í bloggbransanum. Það er nú liðin tíð, enda er ég búin að setja upp gestabók (meira en sagt verður um Dodda, hömm hömm) sem ég vil endilega benda ykkur öllum á.... Hvað fleira, hmmm...jú, ég er á Akureyri núna og hér fæst besti ís í heimi Brynjuís. En á morgun kem ég heim og, ömmmm...á miðvikudaginn er skóli. Já! Þá er það bara komið.

þriðjudagur, september 17, 2002

hmmm...Framtíðin, þ.e. Málfundafélagið Framtíðin í MR er komin með nýja og flotta síðu, ohhh, akkuru var þetta ekki allt orðið svona tæknilegt þegar ég var þarna í den? það var nú samt alveg nógu gaman...

mánudagur, september 16, 2002

Þriðji mánudagurinn á þessu skólaári... yndislegt! Helgin var mjög fín hjá mér, hvernig var ykkar? Föstudagurinn náttúrulega tærasta snilld enda héldum við háskólanördar Stúdentadaginn hátíðlegan þá. Mikil gleði þar á bæ en Jagúar skemmtu okkur á Stúdentakjallaranum og var ein ónefnd klessa, köllum hana bara Herdísi, fyrst til að stíga á dansgólfið, gott framtak. Laugardagurinn var svo önnur snilld, en þá fór ég í pizzuveislu hjá Sigríði Sjúkköpp og át yfir mig tvisvar, var eiginlega orðið flögurt. Ég kann mér bara ekki hóf þessa dagana. Annars er bara dottið á dúnalogn núna og ég get farið að einbeita mér að því að vera í skólanum... húrra.

fimmtudagur, september 12, 2002

GLEÐILEGA NÝNEMAVIKU

já já, nýnemavikan bara skollin á og gott betur, henni fer að ljúka með miklu húllumhæi á morgun á sjálfum stúdentadeginum. Ég bendi þeim sem vita ekkert um hvað ég er að tala á að kynna sér bæklinginn fríða og þá sérstaklega myndina aftast í honum. Þessu var öllu saman startað á mánudaginn með heljarinnar kökuveislu og svo hefur verið keppt alla dagana í æsispennandi spurningakeppni sem heitir Kollgátan. Ég verð að segja að toppurinn á þessu öllu saman hafi verið spænskt kvöld á þriðjudagskvöldið. Það var haldið með pomp og prakt í Stúdentakjallaranum og var mikil suðræn stemning í hópnum. En þrátt fyrir þétta dagskrá hitti ég skutlurnar úr 6.-A í MR á Alþjóðahúsinu í gær, enda hef ég alltaf tíma fyrir þær. Sandra fær reyndar s (seint) í kladdann, Þórey fékk að fara fyrr og Ásdís, Berglind Ýr, Begga Jó og Vala fá f (fjarverandi) uss uss uss. Var ég að gleyma einhverjum? Katrín Erla kom á óvart með að tala enn íslensku en eftir langa dvöl á Spáni ratar hún varla í Reykjarvíkurborg... alligevel, þá segi ég bara góða skemmtun á morgun allir!!!

föstudagur, september 06, 2002

Ego sum Euclio, senex est, nei bíddu, hvernig var þetta??? Jæja, þá er maður bara búin að dusta rykið af latínuskruddunum og sestur enn á ný á latínubekk. Hmmm, mér finnst ekki eins og ég hafi nokkurn tíma lært latínu, en samt held ég að það sé nú aðeins að hjálpa mér. Senex þýðir öldungur og senatus er öldungaráð. Ég er nú bara búin að fara í einn tíma og mér leist mjög vel á kennarann, köllum hann bara Cornelius Euclio. Það skiptir miklu máli í svona fagi að hafa góðan kennara. Ég sá hann standa á tali við einhvern nemenda á ganginum í skólanum, og mér heyrðist hann vera að tala latínu, sem mér fannst samt frekar smellið þar sem hún er ekki töluð í dag, bara skrifuð. Hugsaði með mér að þarna væri Cornelius Euclio heppinn að hafa fundið einhvern ofuráhugasaman tungumálagúru, sennilega skiptistúdent frá Rúmeníu eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég heyrði betur í þeim þá heyrðist mér þetta vera bara ítalska, sem er mun líklegra. Cornelius talar þá sennilega ítölsku með latneskum hreim. COOL!!! Já, og ekki má gleyma frönskunni, ég er komin í frönsku fyrir byrjendur, sem er nú kannski fullauðvelt svona til að byrja með fyrir mig, en það mun sennilega breytast um leið og við komumst lengra í námsefninu. Je m'appelle Þórhildur, et toi? En ástæðan fyrir latínunni og frönskunni er sú að ég er að láta mig dreyma um BA í rómönskum málum. Danke schön.

mánudagur, september 02, 2002

Góðan daginn kæru vinir og velkomin í skólann þið sem voruð að mæta aftur í HÍ. Uppsafnaða tilhlökkunin fyrir að byrja aftur í skólanum skolaðist niður í vaskinn þegar ég burstaði tennurnar snemma í morgun. En svo hitti ég hinar stúlkurnar og þær fóru að rifja upp fylleríssögur frá Spáni svo þetta er bara stórfínt allt saman. Hún Elsa er byrjuð að blogga og skora ég á hinar tjullurnar að vera ekki minni menn, eða konur, og skvera einu svona bloggi á netið svo maður fái að fylgjast með ykkar tryllta þankagangi. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig (er það til) af því að ég var eiginlega svona með þeim fyrstu í hópnum til að gera svona blogg núna í vor og fannst þetta allt saman agalega nýmóðins. Svo er mitt blogg bara lúðalegast af öllum. Ég hef ekki einu sinni sett inn gestabók eða neitt sniðugt og er bara algjör lumma, fyrir utan hvað þessar kisur eru barnalegar. Mér finnst mitt blogg ekki nærri nógu fullorðinslegt fyrir annars svo akademísklega (úff nú vantar mig orð á íslensku) þenkjandi stúlku eins og mig. Því mæli ég fastlega með að þið skoðið bara einhvern af þessum linkum, þetta eru allt mjög kúl og skemmtileg blogg! Njótið

sunnudagur, september 01, 2002

Ljóst er eftir tilkynninguna um lundabréfsefnin hversu gífurlega mikill máttur Tótlutjattsins er því þau gjörsamlega ruku út eins og heitar lummur, eða kleinur og heitt kakó. En nóg um það, skólinn er að hefjast og ég veit ekki hvort ég sé alveg tilbúin. Ég hlakka til á hverju hausti og legg leið mína í bókaverslanir borgarinnar til að kaupa nýtt strokleður, límmiða, túss, plastmöppur og sa videre. Málið er að ég á erfitt með að ákveða hvaða kúrsa skal taka og hef lofað mér kannski í fullmikil félagsstörf og vinnu. Fyrir þá sem ekki fylgjast með þá er ég háttvirtur formaður Kólumbusar heppna (félag spænskunema, fyrir þá sem ekkert vita) og meðstjórnandi í Vöku. Veturinn sem sagt stefnir í að vera hörkuskemmtilegur með suðrænni stemmningu og skemmtilegu Vökustarfi og líka muy erfiður. Ég þarf sennilega bara að skipuleggja mig vel svo námið fari ekki fjandans til. Annars sé ég fram á að einn daginn um miðjan október, þegar ég á eftir að lesa kannski eina skáldsögu, skipuleggja spænskt kvöld, fara á fund, hef vanrækt vini mína og hef orðið fyrir árás 100 kínverja í Rammagerðinni sem heimta afslátt, fari ég bara að grenja! En auðvitað eru þetta óþarfaáhyggjur því þær Sigrún Lóa og Klara ætla að vera með mér í stjórn Kólumbusar, og mér finnst þetta allt svo svakalega gaman og veit að margir hafa miklu meira að gera en ég. Það koma kannski tveir, þrír "sviðnir dagar" eins og Sigga Víðis, kollegi minn úr Rammó segir. Hún er af Skaganum. Þá held ég að ég hafi skrifað nóg í bili, bless og takk, ekkert snakk.