Á laugardaginn var tók Sydney á móti okkur klístruð og sveitt. Hitinn er alls ekkert óbærilegur, bara á milli 20 og 30 (hitabylgjan sem var um jólin er sem betur fer búin), en samt sem áður er rakinn þvílíkur að það er allt rakt og klístrað. Og til að róa ykkur þarna í kuldanum fyrir norðan, þá er engin sól hér heldur. Neibbs, það er bara úrhellisrigning!
Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli