mánudagur, júní 28, 2004

Hressleiki

Fín helgi búin. Var reyndar að vinna mjög mikið en afrekaði að fara á eitt afskaplega skemmtilegt djamm og horfa á frábæra bíómynd. Djammið hófst á laugardagskvöldið hjá Haffa Vökusnáða og þar spiluðum við á spil, eða þannig sko. Þið skiljið, ekki fatapóker samt. Eftir að Bryndís fluffa mætti í fluffumúnderingunni héldum við á Hressó sem er held ég bara að taka við gamla Sportkaffi, sami fílingur (Jesus Bobby eins og Heiðdís Halla segir) en ég var svo hress að mér var alveg sama. Ég var meira að segja í svo góðu skapi að ég bauð fólki heim til mín í grill á sunnudagskvöldinu, ætlaði bara að grilla eftir vinnu (22:30). Þau voru til í það en guggnuðu svo í einhverri þynnku og afboðu sig. Jahérna, það eru ekki allir jafnduglegir ha? Ég harkaði bara af mér og var sæmileg í vinnunni frá 12 til 22. Þá grilluðum við Gúndi (eða hann réttara sagt) og horfðum á Mystic River. Ef þið hafið ekki séð þá mynd megiði skammast ykkar, eða bara taka hana næst. Engar tæknibrellur, ekki einu sinni brjóst og bossar, bara flott saga og ótrúlegur leikur. takk í bili

fimmtudagur, júní 24, 2004

Vei

Vér fögnum sigri Portúgala þó ég reyndar vorkenni tjöllunum því þeir voru duglegir strákarnir. Ég mun aldrei leggja fyrir mig heimasíðugerð þar sem ég næ ekki þessu Audrey Hepburn gríni hérna til hliðar ekki út en tókst hins vegar rétt í þessu að henda út myndinni af mér. Þetta var fín mynd. Of pirruð til að skrifa meira.

England vs. Portúgal

Ég ætla bara rétt að vona að lesendur þessarar síðu styðji rétt lið í kvöld. PORTÚGAL!!!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Grill

Týpískt, besta veður í Reykjvík í háa herrans tíð og þá er ég að vinna frá morgni til kvölds...svo er ég í fríi í tvo daga og þá byrjar að rigna! Reyndar finnst mér bara frekar huggulegt veður. Svo huggulegt að ég á von á gestum í grill. Ég held ég geti fullyrt hér með að ég elska grill, það er svo íslenskt að grilla á sumrin. Verði mér að góðu.

sunnudagur, júní 20, 2004

Ekki örvænta

Er aðeins svona að fikta í lúkkinu á síðunni þannig að eins og er eru linkarnir horfnir. Þeir fóru þó ekki langt en ég þarf smá aðstoð við að laga þetta og mun það gerast "skömmu seinna". Eru ekki annars bara allir í stuði? Æ nei, commentin eru líka horfin þannig að ég ætla bara að ganga út frá því að þið séuð í feyknarstuði. Var það kannski feiknarstuð? Í gær útskrifaðist litli prinsinn minn með bé ess í verkfræði:) Ég óska honum sem og öðrum kandídötum til hamingju með þetta allt saman. Við héldum upp á daginn þangað til langt var liðið á næsta dag. Eins finnst mér ástæða til að fagna því að Portúgal komst áfram í EM í kvöld en ég er samt pínu svekkt að Spánverjarnir séu dottnir út....joder! Það verður víst ekki á allt kosið. ókei...

fimmtudagur, júní 17, 2004

Kennslu lokið

Jæja, haldiði að stelpan sé ekki bara komin heim á Klakann. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægð með dvölina þarna úti og held ég hafi verið helvíti góður kennari. Hvað á ég að gera næst? Hversu lengi hangi ég nú hér á Fróni? heheh, vantar kannski stundakennara í Angóla? Ég get þetta alla vega, hmmm, svona nokkurn veginn. En sem sagt, ég er komin heim og bara mjög ánæð með það. Búin að knúsa mannskapinn, þar fara fremstir í flokki litli nýi frændinn minn sem er sá snúðslegi í bænum og svo hann Gumma minn sem er líka fínn:)

mánudagur, júní 14, 2004

Frú Stella...

Halló. Veit ekki alveg hvar ég á ad byrja núna, tíminn lídur svo hratt og svo margt búid ad gerast. Sídasta midvikudag ákvad ég ad fara enn einu sinni til Albufeira. Í rútunni tangad voru med mér saenskar fótboltabullur. Ég sat rétt fyrir framan tá (aftarlega í rútunni) og hlustadi á vasadiskó til ad forda mér frá kjánahrollnum sem ég fékk vid ad hlusta á tá. Teir toludu mjog hátt og vid alla tarna aftast í rútunni. "Yes I think Sweden has a very good team this year and actually some people say we might do veeery well you know"..."yes it´s very nice to come from Sweden because when you are travelling nobody understands you..." já já tú heldur tad karlinn minn, prófadu ad tala íslensku tá! teir voru ógedslega hallaerislegir med víkingahjálma og sotrudu vodka, og hljómudu eins og Thule auglýsing, "Ísland best í heimi" nema bara um Svítjód. Af hverju turfa Svíar stundum ad vera svona hrikalega montnir og leidinlegir. eftir tveggja tíma keyrslu fengu teir ad "leigja" gettóblaster af spaenskum krokkum í rútunni. Teir fengu smá hjálp frá mér vid ad tjá sig og voru mjog hissa yfir ad ég vaeri ekki spaensk. Mér rétt svo tókst ad stoppa tá af tega r teir voru farnir ad spyrja Spánverjana "so how do you say in spanish "I want to fuck you"". Teir spiludu fótboltalog, Football is coming home og Vi er rode, og tá haetti ég nú bara ad láta mig sokkva í saetid og hló eins og adrir fartegar ad tessum fuglum. Sá olvadasti turfti náttúrulega ad fara á trúnó vid mig (og vid toludum saensku/norsku, geri adrir betur eftir 3 ´mánudi talandi ensku og spaensku). Madurinn var nákvaemlega eins og Salómon í Stellu í orlofi, herre gud!. Hann romsadi einhverju óskiljandi út úr sér í byrjun vid mig og sagdi svo; "that was "I want to fuck you" in arabic, german, finish, croatian...." WOW, charming. Honum fannst hann vera gasalega kúltiveradur og altjódlegur. Grey drengurinn, leggur mikid á sig vid ad laera tetta. Jaeja, nóg í bili, update um Portúgal kemur fljótlega ef tad kemur. Eda aejjj...segjum bara tad var gaman, fór í afmaeli, bordadi heimalagadan portúgalskan mat í fyrsta sinn og hafdi tad voda notarlegt tó baerinn hafi reyndar verid `frekar skrýtinn svona fullur af enskum húllígans sem brjóta allt og bramla...andsk... XAU (ciao á portúgolsku)

miðvikudagur, júní 02, 2004

Ó nei

Mér hafa borist taer fregnir frá Fróni ad tad sé búid ad stofna stúlknasveit á Skerinu og tad sé verid ad gera eitthvad fjolmidlabrjálaedi úr tví, sjónvarpstaettir og laeti. Úff...mér finnst ég vera nýfarin frá Íslandi. Og tegar ég paeli í tví ad á Íslandi búa jafnmargir og í litlu borginni minni og naersveitum er tetta fáránlegt. Ekki hef ég heyrt í stúlkunum sem kalla sig víst Nylon. Ég rakst tó á skemmtilega frétt á mbl um taer. Tetta fannst mér skemmtilegast:

"Þetta er skemmtilegur vinkill á þessu starfi okkar," segir hún. "Það er skrýtið að hafa myndavél stöðugt á bakinu, þar sem maður er með hárið í teygju og í joggingbuxum að æfa einhver dansspor en það venst."

HA? Med hárid Í TEYGJU og í JOGGINGBUXUM!!! Taktu tér tak stelpa, ekki láta íslensku tjódina sjá tig med teygju í hárinu og hvad tá í joggingbuxum! Tá ertu ljót eda eitthvad, ég veit ekki. Well, ég hef ekki heyrt í teim tannig ad ég er ekki ad gagnrýna tónlistina og ekki heldur taer sjálfar...mér finnst bara vera svona tilgerdalegur blaer yfir tessu ollu saman tar sem ég fylgist med tessu úr fjarska. Common taer eru svo mikid máladar á myndinni ad taer líta út eins og pandabirnir. Mér sýnist taer reyndar vera mjog saetar undir..skemmtileg samsetning líka, tvaer dokkhaerdar, tvaer ljóshaerdar. Hefdi samt turft ad vera ein af odrum kynthaetti, svort kannski til ad hafa tetta sanngjarnt og hofda til staerri hóps (selja meira). jamms, annars er bara 36 stiga hiti´og sól tridja daginn í rod, sem tydir ad enn tarf ég ad dúsa inni allan daginn med blaevaeng, tad er eiginlega of heitt til ad vera úti, enda enginn á gotunum, hér sofa allir eda taka siestu milli 14 og 18 amk. Over and out.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Afsakið hlé

Elskulegur unnusti (sjá undir linkar "boyfriends") benti mér á ad ég hefdi ekki bloggad lengi. Tad gladdi Tótluna tví hún hélt ad bojfrendid kíkti aldrei á blessad bloggid. Jaeja, tad er alla vega nóg búid ad gerast sídan ég tjádi mig hér sídast. Sigrún litla Eyjólfs er komin hingad í alla vega 2 mánada sóarlandaferd. Hún er í skóla í Malaga en kom upp til Dos Hermanas tann 20.maí í húsmaedraorlof. Vid drukkum bjór (lifi Cruzcampo, húrra húrra húrra) og toludum um allt milli himins og jardar fram á nótt. Tad verdur ekki farid nánar út í umraeduefnid hér. Svo brugdum vid okkur í helgarferd til Granada (tar sem ég sá EKKI Alhambra, tíminn leid adeins of hratt). Í Granada hittum vid Heidi og tad var svakalega fínt. Heidur var stodd í Granada til ad rifja upp salsasporin og vid Sigrún solsudumst tarna med henni alla helgina tangad til ég óverdósadi á salsa um klukkan 6 á sunnudagsmorgni og vid pilludum okkur á hótelid. Tvi senjóríturnar turftum ad vinna upp margra mánada slúdurleysi og tad tók einn laugardaag og hefdum alveg getad slúdrad lengur. Seinnipart laugardags fórum vid nefnilega í smá útsýnistúr med vin Heidar sem er salsakennari eda eitthvad svoleidis og hann var í hvítum buxum og g-streng. Tad veit ég af tví ad hann sýndi mér tad...út á midri gotu...tvisvar. Saetur rass samt. Tennan sama laugardagseftirmiddag eignadist systan mín fallegasta ungbarnid á Íslandi og ég get eiginelga ekki skrifad svo mikid um tad tví tá fae ég heimtrá. Mig langar nefnilega svo mikid heim ad knúsa hann. Úff tad e fullt meira búid ad gerast en ég nenni ekki ad skrifa meira um tad í bili, segi frá Malagaferd minni í naestu faerslu. Tarf ad taka siestu. Sól, 35 stiga hiti, hofudverkur...