sunnudagur, janúar 21, 2007

klúðursbloggari

Ég er alltaf að lenda í því að bloggin mín hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ætla samt að prófa enn einu sinni. Jæja, hvar á ég að byrja?

a)Íbúðin: ég hef stritað dag og nótt við að koma íbúðinni okkar í stand. Búin að brjóta niður, hlaða og múra veggi, spartla, rífa gólfdúk og veggfóður, flota gólfin, tengja ofna, draga í rafmagnið og svona mætti lengi telja. Gummi kemur annað slagið þegar hann nennir og færrir mér kleinu og trópí, hvetur mig til dáða, fer útmeð ruslið og jafnvel sópar yfir gólfið þegar vel liggur á honum.

Fjölskyldan: allt gott að frétta af henni, búin að segja hvað Gummi er að gera (sópa gólf og kaupa trópí), mamma og pabbi eru jafnhress og alltaf en helst er það að frétta að fjölskyldan stækkaði nýlega þar sem Don Ólafur bróðir minn eignaðist son í lok nóvember. Don Junior verður skírður næstu helgi og fer athöfnin fram í Corleone.

Félagslífið: hef verið nokkuð dugleg að hitta vini mína undanfarið og er það vel. Hef líka verið dugleg að stunda kvikmyndahúsin og sá síðast "Little miss Sunshine" sem fær hjá mér 6 stjörnur af 5 mögulegum. Mér varð flökurt og fékk brjóstsviða af hlátri!!! Vissi ekki að það væri hægt. Um daginn leigði ég líka spólu. The Lakehouse. Ekki orð um það meir, laaaaaangdreeeegnaaaastaaaa mynd sem ég hef séð leeeeengi.

fimmtudagur, janúar 04, 2007

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Ég vil óska öllum starfsmönnum Dominos pizzu gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Þakka viðskiptin á árinu sem var að líða. -tótla

mánudagur, janúar 01, 2007

tadaaaaa

Gleðilegt ár honnís. Ég finn það á mér að tjáningarþörf mín er öll að færast aftur í aukanna eftir annars mjög svo þögult haust svona blogglega séð og ætla bara því að henda fram hér einu stuttu bloggi. Mig langar að byrja á því að tjá mig um áramótaskaupið en ég veit samt varla hvort ég þori því, þetta er svo viðkvæmt mál. Rétt eins og pólitík og trúmál. OK, hvar á ég að byrja? Hló einhver? hmmm, ég gafst reyndar upp og fór að gera eitthvað annað (borða snakk eða pissa eða eitthvað) en ég hef ákveðið að gefa skaupinu annan séns og ætla að horfa aftur á það síðar. Að sjálfsögðu fá Skaupverjar þó smá hrós fyrir að þora að breyta til en ég bara veit ekki hvort Skaupið eigi endilega að breytast. Mér finnst það þurfa að höfða til eldra fólks og ég efast um að gamla fólkið okkar hafi endilega hlegið mikið að svona þurrum íslenskum "Fóstbræðra"-húmor. Mér fannst Magnafjölskyldan mjög fyndin, og Nylon og líka krakkarnir sem tóku Magnapillurnar svo þó gætu vakað til að kjósa Magna. Og eitthvað fleira svo sem, þarf að skoða þetta betur. Jæja ég er að horfa á Bubbi byggir með öðru og má ekki vera að þessu bloggi. Étið ekki yfir ykkur!