fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Draumar
Mig dreymir yfirleitt mjöööög furðulega drauma. Í nótt dreymdi mig meðal annars að Jónsi í svötrum fötum, Birgitta Haukdal og einn ónefndur fyrrum skólafélagi Gumma úr MK (sem var í útskriftarferðinni) réðust á einhvern barþjón. Ég hef aldrei séð Birgittu svona reiða (mjög ólíkt henni). Þau voru eitthvað fúl við hann, gott ef hann hafði ekki eitthvað svikið þau (um gigg kannski) og þau bara kýldu hann og lömdu og allt ljótt. Í draumnum var ég í einhverju svona department store (hvað sem það heitir nú á íslensku) fór upp rúllustiga og var að skoða ýmislegt fallegt og sá þettq ljóta atriði á skjám um alla búðina. Ég man að ég var mjög hissa, sérstaklega að sjá Birgittu í slíkum ham. Foreldrar héldu fyrir augun á börnunum. Hef ég sagt frá því þegar mig dreymdi að ég fór í skíðaútskriftarferð til Laos? Það var rosalegt, ég man hann ekki nógu vel, bara að við keyrðum til baka, vegirnir voru slæmir (brattar og hlykkjóttar brekkur) og við vorum lengi á leiðinni. Man ekki hvernig skíðalandið sjálft var. Úff....

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

heimsku próf
Af hverju tekur maður svona próf? Ég er Konstantínópel!


You're Turkey!
You have a good deal of history behind you, both good and bad, but through it all, you've become a leader among your friends.  You have an uncanny ability to make friends with people who hate each other, though sometimes you just hate them instead.  Surprisingly fickle, you keep a good balance in your life between religion and humanism, but most people think you're fanatical anyway.  You're Istanbul, you're Constantinople.
Take the Country Quiz at the Blue Pyramid

Saumaklúbbar
Ég bauð stelpunum sem eru með mér í verkfræði (hmmm) í saumaklúbb í gær og það var bara voða fínt. Ég gerði kjúklingasalat handa stúlkunum sem var mjög spes, svona "oriental" á bragðið en svona skrýtið bragð getur verið svo gott. Æ ég ætla ekkert að reyna að lýsa þessu. Þeim fannst ég ekki sitja nóg hjá þeim í betri stofunni, en ég er bara svo lengi að saxa papriku og lauk og hræra og hnoða og bara lengi að öllu yfir höfuð að það var ekki um annað að ræða. Ég skil stundum ekki hvernig ég kemst í gegnum sumt á þessum hraða snigilsins. Altsa, það sem ég vildi sagt hafa var að ég skemmti mér mjög vel eins og alltaf þegar ég hitti þessar snótir sem sjá um að halda manni inni í slúðrinu. Það vantaði samt aðalslúðrarann...Betu. híhíhí, hún þorði örugglega ekki að koma þar sem ég hafði hótað henni flengingu með bolluvendi. Raggeit.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Nostalgía
Ég mæli með þessari nostalgíu. Klikkið á "uk" og þá getið þið gleymt ykkur við að skoða grannana endalaust og farið í leiki og allt. Ohhh...svo gaman. Annars er ég ennþá að velta mér upp úr öllum þessum möguleikum sem ég var að tala um í fyrradag. Fleira var það ekki.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mentos
Er að vinna í Tungumálamiðstöð og tók með mér smá nammi eins og svo oft áður. Í þetta skiptið varð Mentos fyrir valinu. Ég ætlaði að kreista síðasta mentosið á mjög kúl hátt úr bréfinu og láta það svífa upp í munninn á mér en tókst ekki betur til en svo að það sveif beinustu leið á gólfið. Pirr pirr! Sérstaklega þar sem þetta var síðasta mentosið sem gerir þetta extra leiðinlegt.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Möguleikar
Það erfiðasta við að vera ung kona (hehe) í dag eru möguleikarnir! Það er alltof mikið í boði. Ég er reyndar ekki að drukkna í atvinnutilboðum frekar en aðrir en ég get ekki fundið út hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég tel að ég eigi enn eftir að uppgötva hæfileika á ýmsum sviðum. Ég er kannski ekki vitavonlaus og á mér alveg von en sérstakir hæfileikar hafa eitthvað látið á sér standa. "Hey...hæfileikar, ekki vera feimnir"...

Ég reyndi nokkrar íþróttagreinar og fannst þær flestar mjög skemmtilegar en var samt frekar léleg í öllu. Ég náði í mesta lagi bronsi á innanfélagsmóti í ÍR á skíðum, kannski gulli ef það var aðeins einn annar keppandi. Mér var sem sagt ekki ætlað að verða íþróttastjarna þó ég hefði gaman af spriklinu. Mér finnst líka mjög gaman að syngja og syng yfirleitt mikið með útvarpinu en þegar einhver lækkar í því heyri ég hversu hræðilegur söngvari ég er. Raddsviðið nær yfir eina áttund svo ég get líka gleymt poppstjörnudraumum.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að í mér búi duldir hæfileikar sem ég hef ekki enn uppgötvað og mun jafnvel aldrei gera. Kannski hefði ég orðið frábær banjóleikari eða nautabani. Möguleikarnir eru svo margir og það er erfitt að velja. Allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar:)

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Vaka
Kosningar eru búnar en ég er ekki vön að blogga um þau mál og ætla ekki að byrja á því núna. Langaði bara að segja að Vaka náði 5 manns í Stúdentaráð þannig að ég er inni. Nú tekur við lærdómur við og ég þarf að vinna upp heilan helling, sérstaklega í ítölsku held ég. Best að fara að vingast við Þóreyju:)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hrós
Hrós dagsins fær Þórey Sif fyrir að vera stolt af vinkonum sínum og fallegar hugsanir. Fólk segir svona lagað alltof sjaldan.
Brjóst
Bandaríkjamenn eru teprur, og eins og fleiri hef ég aðeins velt fyrir mér tepruskapnum í þeim í þessu Janet-máli. Mér fannst brjóstið hennar bara fínt þó atriðið væri frekar tilgangslaust, nema jú það náði mikilli athygli (sem var sennilega tilgangurinn) En af hverju fær þetta meiri athygli en þegar poppsmápíur eru dillandi sér á eggjandi hátt hálfberrasaðar í myndböndum og á tónleikum. Gamla brýnið var bara mjög dannað þarna á sviðinu með annað brjóstið útistandandi miðað við margar aðrar. Mér fannst Justin vera samt pínu álkulegur. En nóg um það, ég hvet alla til að lesa grein um málið eftir Obbu Deiglukonu.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Kríli
Það er víst orðið opinbert á netinu og þá verð ég að fá að segja það hér að hún Erla er ófrísk:) víííí, sú fyrsta í Clueless:) Ég segi bara eins og Gummi pabbi Erlu, "það var lagið Jónas". Ég er ekkert smá spennt. Í ágúst eigum við í Clueless sem sagt von á einni mini Erlu eða mini Jónas. Veit ekki hvort, alla vega einu ljóshærðu, bláeygðu og brosmildu kríli:)

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

kosningar schomisningar
Þessa dagana geri ég lítið annað en að vera í kosninastússi, sem er reyndar bara mjööög gaman. Mamma segist hlakka til þegar þær eru búnar. Þá verða endurfundir... sé gamla settið lítið núna. Sé hins vegar Vökufólk út um allt og það er alltaf hressandi. Ég held samt að hressleiki vikunnar (síðustu) hafi verið matarboðið hjá Clueless. Það var Vala sam var svo vinaleg að bjóða okkur heim í fínu íbúðina sína á "the main shopping street". Við fengum ostatertu sem Erla gerði með smá laiðsögn frá Jónasi kæró. Svo fórum við í leik við Vala vorum með smá glens. Það var hins vegar Þórey sem tók þessar myndir. Takk fyrir mig dömur. Fyrst ég er að linka á svona myndir verð ég að setja hérna skvísumyndina af Bryndísi og mér. Frekar kúl. ok fleira var það ekki:)

mánudagur, febrúar 02, 2004

löndin...
hef verið eitthvað að væflast á netinu og sé að allir eru með svona kort og segja gjarna hver löndin eru. Ég hef sem sagt komið til 19 landa (með Íslandi...hehehe). Þau eru; Norðurlönd fyrir utan Finnland, USA (þetta eina skipti), Þýskaland, Holland (flugvöllurinn einungis), Sviss, Austurríki, (allt saman fyrir löngu síðan, þ.e. mið-Evrópan), Frakkland, Spánn, Portúgal, Gíbraltar, Ítalía, Lúx, Marokkó, England, Thailand og Laos. Og hananú, hmmm væri gaman að skoða mið-Evrópu betur:)
landafræði
Held að ég hafi alltaf haft áhuga á landafræði almennt og að ferðast og sjá sem flest. Fann þetta próf og tók það, og samkvæmt því hef ég séð 8 % af heiminum. Maður merkir við þau lönd saem maður hefur heimsótt og ég merkti þar af leiðandi við Bandaríkin (eins og þið sjáið á kortinu) en ég hef bara farið til New York og Philadelphia. Sniðugt:)
create your own visited country map or write about it on the open travel guide