miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Vitið þið hvað? Ég held, svei mér þá, að vorið sé komið í Sydney. Alla vega var skýjað í dag og samt heitur vindur! Ohhh, þetta er yndislegt. Ég er búin að taka eitt próf í skólanum (bara svona saklaust próf, ekkert alvarlegt) og skila einu verkefni. Framundan er brjáluð törn (craaazy) við verkefnaskil og fyrirlestra og bara bla bla en í staðinn fer ég ekki í nein próf og verð því bara komin í orlof í kringum 8.nóv þegar Páll nokkur Benediktsson ætlar að sækja Tótlutjattið heim. Víííí, ég er ekkert smá spennt að fá heimsókn og er viss um að ná að draga Palla í vínsmökkunarferð og fleira svona sem Gummi er ekkert brjálæðislega spenntur fyrir. Palli er sannkallaður heimsborgari og matreiðslugúrú með meiru. Á meðan allir aðrir elska NYC og London, talar Palli ekki um annað en Beirút (hann reyndar býr í London). Ég vona því að hann geti kannski frætt mig eitthvað um líbanska matarmenningu, sem mér finnst mjög spennandi...hvað heitir þetta aftur..."messa"? Það er skemmst frá því að segja að þegar móðir mín frétti að Palli kæmi í heimsókn sagði hún: "það er ÆÐISLEGT, hann getur kannski kennt þér að elda Þórhildur!" Já já, setjum Palla bara í eldhúsið þegar hann heimsækir Sydney....ekkert út að borða rugl! hmmm. Litla stelpan á myndinni sem ég læt fylgja bloggfærslu dagsins heitir Steingrímur Dagur:) það er svo langt síðan ég hef sett mynd af honum hér á tjattið, varð að bæta úr því:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli