þriðjudagur, september 30, 2003

mjááá
Hér má sjá (mjááá) mynd af okkur Grímu þegar hún var enn ung og saklaus, veit ekki með mig.Strax á fyrstu dögunum mátti sjá hvurslags villidýr við höfðum fengið og á þessari mynd er hún að ráðast á bróður sinn, Frosta.

laugardagur, september 27, 2003

hmmm laugardagskvöld...rigning.... er bara að passa Bibba frænda ásamt frændum mínum í Dire Straits. Frændurnir syngja og spila falleg lög eins og your latest trick fyrir mig. takk fyrir það strákar:)

föstudagur, september 26, 2003

þriðjudagur, september 23, 2003

IDOL
Síðasta föstudag kom ég mér óvenjuvel fyrir í sófanum fyrir framan imbann til að horfa á idol á Stöð 2. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst. Bara nokkuð skemmtilegt þó stjórnendurnir mættu vera örlítið liprari og eðlilegri, en burtséð frá því hvað manni finnst um þáttinn, þá held ég barasta að maður VERÐI að horfa á þetta. Ég hef tryggt að annað hvort passa á föstudögum (því stóra systir er með Stöð 2) eða að þetta sé tekið upp til þess að vera ekki alvitlaus í komandi saumaklúbbum, matarboðum, frímínútum, bröndurum etc. Fyrsti þátturinn var að sjálfsögðu bara kynning á því sem er svo framundan. Varð samt frekar reið þegar sætu rauðhærðu stelpunni var ekki hleypt áfram. Mér fannst rökin ófagmannleg og órökrétt. Þ.e. að hestastelpunni sem var alveg fín var hleypt áfram svona "jájá, við gefum þér sjéns því við höldum að þú getir enn betur" en ekki rauðhærðu stelpunni því að "þetta var rosaflott og þú ert góð en þú ert bara 16 og við gefum þér ekki sjéns, reyndu samt endilega aftur". Úff, jú 16 er náttúrulega enginn aldur, en af hverju er keppnin þá ekki bönnuð innan 18 í stað þess að láta 16 ára hæfileikaríkt fólk verja helginni stressuð í röð til að fá að vita að þau séu of ung? Jahérnahér!

Kossinn
...enginn virðist ætla að verða leiður á að tala um koss Britney og Madonnu, sérstaklega ekki poppprinsessan sjálf sem er full eftirsjár þar sem hana grunaði ekki að kossinn yrði svona LANGUR! ??? !!! halló??? langur? jeminn, hvernig ætli stuttur koss með Britney sé? mín kenning (og sennilega allra) er sú að þetta sé enn eitt lélega trixið til að bjarga ferlinum. Litlu stelpurnar eru orðnar leiðar á Britney því hún er orðin "of sexy" og aðrir eru bara orðnir frekar leiðir á henni svona afþvíbara. Þetta var það besta sem hún gat gert í stöðunni, kysst Madonnu á MTV hátíðinni í fjórðung af sekúndubroti og talað svo um það svo enginn myndi gleyma því. Ég vorkenni henni pínu, þetta er harður bransi og ég er viss um að hún sé fín stelpa.

miðvikudagur, september 17, 2003

Bergen
...var svakafín. Hef komið þangað einu sinni áður, reyndar mjög stutt stopp þá, enn styttra en þetta núna. Fór upp á Flöien, sem er svona fjall, eða toppur eða hóll (400 metrar) yfir miðbænum. Að sjálfsögðu gekk ég ekki heldur tók lest upp bratta hlíðina og þaðan var útsýnið magnað. Það sem meira er, er að við fengum sól og blíðu sem er ekki sjálfsagt í þessari borg.

Áslaug er komin með barn í magann og á von á að það fari aftur út úr honum í apríl sem er einmitt 9 mánuðum eftir brúðkaupið...ehehe:) Áslaug mín, við vissum alveg hvað þið Óskar voruð farin að gera fyrst Þuríður er orðin 1 árs! Til hamingju ljúfan.

fimmtudagur, september 11, 2003

puff
Ég segi nú ekki annað en puff, þvílíkur aumingjabloggari. Nenni því ekki þessa dagana, og hef hvort eð er ekki tíma. Ef ég hef tíma þá geri ég frekar eitthvað annað eins og hitta fólk eða bara sofa út. Í síðustu viku hitti ég t.d. Söndru, Bryndísi og Aldísi en sú síðastnefnda bauð okkur í mat í Reykjanesbæinn. Það var afar huggulegt enda ekki við öðru að búast. Konan er myndarleg mjög í eldhúsinu og bauð upp á grænmetislasagna. Áðan var ég svo í afmæliskaffiboði hjá Siggu sem var líka ógislagott. Til hamingju með afmælið Sigga. Annars eru hræðilegir atburðir í Svíþjóð manni ofarlega í huga þessa stundina. Elsa sænska segir að almenningur sé harmi sleginn og viti ekki alveg hvernig eigi að taka á málunum. Jæja, nóg um það, ég er á leið til Bergen, ha det bra.

fimmtudagur, september 04, 2003

Stafsetningarvillur...
ókei, ég er kannski ekki sú besta í heimi en halló!!! Þetta er ótrúlegt. Þessi er meira að segja á rungtinn en ekki rúntinn. Vona að ég sé ekkert leiðinleg, ég hef bara aldrei séð það jafnslæmt, fann þetta á Batman.
Haustið er komið...
...held það sé bara nokkuð ljóst! Herdís segir að haustin séu rómó og ekki lýgur hún. Þegar ég horfi út um gluggann hér í VR sé ég einmitt fljúgandi tómar svalafernur, rennandi blauta háskólanema sem halla í 40 gráður með hausinn á undan til að komast áfram o.s.frv. Ætli rómantíkin taki ekki bara völdin þegar þetta fólk kemur inn úr rigningunni. Fór í gær á international party í Stúdentakjallaranum. Ég var pínu lúin en það gleymdist fljótt, hitti svo margt skemmtilegt fólk. Og á meðan ég man... ég fór tvisvar í bíó í síðustu viku. Fyrri myndin var 28 days later sem var bara flott. Mér brá frekar oft og frekar mikið. Öskraði meira að segja, en handritið fær 10 fljúgandi svalafernur af 10 mögulegum. Seinni myndin var American wedding. Við Gummi fórum með Söndru og Magga og skemmtum okkur gasalega vel. Betri en mynd númer 2:) ókei...

þriðjudagur, september 02, 2003

skóli
það er allt að gerast. vinnan búinn, skólinn byrjaði í gær, gæddi mér á pylsum eða pullum með Bryndísi í Odda, gaf nemendum glæsilegt nýtt Vökublað og fleira skemmtilegt. Svo er nýnemavikan í næstu viku....jeiiiiiii gaman að byrja aftur:)