miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Silvía Nótt og evróvisjón.
Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn héðan frá Sydneyju, en ég var í tæpar 3 vikur á roadtrippi um eyjuna (Ástralíu altso). Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að vafra um bloggheima eftir 3 vikna fjarveru var að allir eru að keppast við að mæra Silvíu Nótt og lagið hennar. Hmmmm. Ég verð víst að skera mig úr hópnum. Mér fannst lagið alveg í lagi, en ég get ekki tekið undir með fólki að þetta sé geggjað lag, mér finnst þetta vera meira svona grínlag. Mér fannst reyndar gríska lagið sem vann í fyrra glatað þannig að það er ekkert að marka mig, og kannski rústar SN þessu, við skulum vona það:) Líka fínt að senda hana og hrista aðeins upp í þessu liði, get ímyndað mér að allir evrópsku júróaðdáendurnir (vinir Páls Óskars) eigi eftir að taka Silvíu í guðatölu. Svo er annað með hana SN. Ég sá einn þátt í fyrrahaust og fannst hún hrikalega fyndin. Svo sá ég annan þátt um jólin og fannst hún ganga alltof langt því ég giska á að aðaláhorfendahópurinn hennar sé á aldrinum 10-18 ára þó aðrir hópar fylgist líka með henni. Ég hafði það á tilfinningunni að hún fyndi sig knúna til að toppa sjálfa sig, verða enn grófari. Ég styð stelpuna áfram í keppninni, en vona að ungir krakkar séu ekki að taka útlit hennar og túllann á henni til fyrirmyndar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli