sunnudagur, september 04, 2005
101 (2016) Sydney
Það var svo fínt veður í síðustu viku þannig að það leit út fyrir að ég gæti farið að klæðast 3/4 brókum og pilsum, svo mín bara skellti sér í vax til að hrella ekki Sydneybúa með loðnum löppum. Það er skemmst frá því að segja að vaxið var jafnvont og alltaf, ef ekki verra. Reyndar finnst mér það yfirleitt ekki svo slæmt, kannski var gumsið farið að kólna hjá snyrtingarskvísunni. Áts... Beauty is pain! Ég hef ekki enn náð að bera kálfana fyrir fröken Sól því hún er í felum á bakvið herra Ský ...alveg síðan ég fór á sjálfspíningarstofuna í fyrradag. Í gær fórum við svo að kanna húsnæðið hans Frosta ásamt öðru fólki sem ég þekkti ekki og var þarna í sömu erindagjörðum. Á meðan við tókum höllina út, borðuðum við grillmat og sötruðum vín. Höllin var vægast sagt glæsileg og við Gummi munum henda inn myndum frá þessu skemmtilega innliti á hitt bloggið okkar við fyrsta tækifæri. Eini gallinn á gjöf Njarðar (í þessi tilfelli höll Frosta) er að hún er stödd lengst upp í Chatswood West sem á Sydneymælikvarða telst nokkuð miðsvæðis (þetta er svo stóóór og úúútbreidd borg) en okkur miðbæjarmýslunum fannst þetta vera lengst í burtu. Við erum hálfgerðir 101 miðbæjarplebbar og munum framvegis kalla Frosta "dreifara". Jæja, fleira var það bara ekki í bili, salut!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli