Lengi hefur staðið til hér á Tótlutjattinu að setja nýjan dagskrárlið í loftið. Það mun loksins gerast á morgun þegar pistill FYRSTA GESTAPENNANS mun birtast hér á sjálfu Tótlutjattinu. Nú þegar hefur myndast gífurlegur spenningur yfir þessum breytingum, enda færri sem komast að en vilja sem gestapennar. Þess ber þó að geta að ég mun ekki birta persónulega tölvupósta hér á síðunni, sama hversu mikið þið suðið í mér. Ef þið finnið einhverja asnalega stafsetningavillu í þessari færslu er það af því að ég fékk kampavín með sítrónuís í hádegismat. Lifið heil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli