föstudagur, ágúst 19, 2005
Los linkos
Jæja já, tók ööörlítið til í linkunum, þarf reyndar að vinna meira í þeim. Ég henti einhverjum óvirkum bloggurum út, og setti eftirfarandi snilldaraðila inn: Berglind Ýr var með mér í bekk í MR og ég hitti hana sem og aðrar freyjur alltof sjaldan. Sakna þeirra mikið. Í 6.bekk sat hún fyrir aftan mig en ég hef tæpast skyggt á útsýnið því ég átti það til að lúlla fram á borðið. Næst ber að nefna hina íðilfögru Kristínu Maríu Vökusnót úr Grindavík. Kristín er pólitísk (punkturblogspotpunkturcom) en hún talar þó um daginn og veginn á blogginu sínu. Þriðji í röðinni er eyjapeyinn (er þetta ekki vitlaust skrifað?) Boggi, en hann er snarklikkaður. Passið ykkur á honum. Á eftir Bogga kemur bloggARI en hann er nýbyrjaður í (blogg)bransanum. Ég hef miklar væntingar til bloggsins hans:) stattu þig strákur. Og að lokum...tadara... er Ingibjörg Guðlaug! vííí, veit ekki af hverju ég er ekki löngubúin að setja inn link á dömuna. Ég er rugluð, því Ingibjörg er mögnuð. Ég segi eins og Boggi á sínu bloggi, það bara þýðir ekkert að vera þreyttur í kringum Ingibjörgu:) Annars var Herdís mín eitthvað að kommenta á að kommentakerfið væri svo leiðinlegt hjá mér... hmmm, ætli ég reyni ekki að kippa því í liðinn við tækifæri. Nennir einhver að gera það fyrir mig? Ég er farin að ryðga í bloggfræðunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli