Ég held ég hafi einhvern tíma talað um hversu lélegar og leiðinlegar leikkonur Julia Stiles og Kirsten Dunst eru. Ég ætla samt að gera það aftur. Mér tókst nefnilega að gleyma hversu tilgerðarleg hún Kirsten Dunst er, nema náttúrulega í Bring it on, hún var fín þar (og báðar eru þær með óvenjuleiðinlegan og pirrandi talanda), ...því það er langt síðan ég hef séð mynd með henni og á ljósmyndum er hún alveg sæt. Svo sá ég klippu úr Elizabethtown. Ég og sambýlismaður minn hreinlega litum undan til að minnka kjánahrollinn. Hún Kirsten er afspyrnuléleg leikkona punktur. Nema náttúrulega í Bring it on eins og ég sagði, en kannski er það af því að klappstýrur eru bara tilgerðalegar týpur. Nú legg ég fram 3 spurningar um þessar tvær ungu konur; a)hvernig í ósköpum komust þær í bransann? b)af hverju eru þær enn að fá stór hlutverk í kvikmyndum, meira að segja í íslenskum myndum! c)ætla þær að vera mikið lengur í bransanum?
Þess ber að geta að ég er ekki að keppa við þær um hlutverk í einhverri mynd því eflaust (þó ekki víst) er ég enn verri leikkona en þær. Þess ber einnig að geta að ég er í fínu skapi, og ætla að bregða mér á ströndina í klukkutíma eða svo áður en lærdómsmaraþonið heldur áfram. Ég hef aldrei á ævinni verið jafnhvít (og það búandi í Sydney) og er að fara héðan eftir einungis 4 vikur!!! Ég hef miklar áhyggjur af brúnkunni, eða skortinum á henni. KOMA SVO TÓTLA!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli