föstudagur, ágúst 26, 2005

Kósýlegheit

Svei mér þá, ef við Gummi erum ekki bara búin að hafa það alltof gott undanfarið. Fórum á frábært djamm á laugardaginn, áttum notalega kvöldstund í Darling Harbour á mánudaginn með tveimur Kiwium. Þau Ásdís og Svanur (aka Svandís) eru hér í ferðalagi og við tókum þau í smá bíltúr og svo út að borða og svona, þið skiljið. Jamm, og á miðvikudag fengum við okkur að borða á kaffihúsi með Ölbu-Inés og Rodrigo sem eru frá bólivíu, og síðast en ekki síst áttum við frábært kvöld með Svandísi (sjá að ofan) í gær. Þau komu í mat og við sátum við át og drykkju og höfðum það notalegt. Mikið er nú gott að hlæja. Mér finnst að þau eigi að flytja hingað til Sydney, og í raun mjög lélegt af þeim að gera það ekki bara. Hmffff.... já já. Og sökum notalegu kvöldstundarinnar í gær svaf ég alltof lengi í morgun (Gummi þurfti reyndar að mæta í skólann kl 9). Því þarf stúlka nú að láta hendur standa fram úr ermum og lesa. Koma svo!

Engin ummæli: