miðvikudagur, janúar 30, 2008

Sveinn Gauti


Við Sveinn Gauti biðjum afsökunar á því hversu langt er síðan við settum inn myndir síðast. Vonandi eru aðdáendurnir ekki mjög sárir.

laugardagur, janúar 19, 2008

Jógi gúrú.

Við mæðginin erum byrjuð í jóga. Hann liggur slakur á dýnu á meðan móðirin puðar og erum við bæði sátt við þetta fyrirkomulag. Þó hann slaki á í mömmuleikfiminni þá er hann duglegur að æfa sig að halda haus og sér pabbinn að mestu um þær æfingar.
Eins og aðrir var Svenni litli ansi brúnaþungur þegar við horfðum á leikinn í gær og hann lokaði meira að segja augunum. Ég held að Alfreð þjálfari hafi verið í skinny jeans svo ég lokaði líka augunum!Að lokum vil ég nefna að mér finnst að það eigi að rífa gamla ljóta kofa í miðbænum og byggja þar hugguleg hús sem passa inn í umhverfið. Magnað að fólk skuli vera að missa svefn yfir því að þessi hreysi eigi að fjúka. Magnað!

laugardagur, janúar 12, 2008

Moli á mannamótum

Þá hefur það verið ákveðið að Moli heitir Sveinn eins og föðurafinn. Held að afanum hafi ekki fundist það leiðinlegt:) ...enda er það alls ekkert leiðinlegt. Hlýtur bara að vera þrælskemmtilegt að eignast svona yndislega krúttlegt og dásamlegt barnabarn sem er svo þar að auki nafni manns. Ég er svo sem ekki hlutlaus:)

Sveinn Moli (annað millinafn verður nánar auglýst síðar) fór ásamt móður sinni á kaffihús í síðustu viku og hitti þar Kristínu Sædísi vinkonu sína sem var þar stödd með mömmu sinni Söndru. Þau voru voða góð bæði tvö. Á fimmtudagskvöldið fór hann svo í kvöldkaffi með mér til Þóreyjar og þar voru fleiri vinkonur hans, þær Edda Úlfsdóttir (Herdísardóttir) og Emilía Helga (dóttir Erlu) en myndir úr því partýi koma síðar.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Moli Marley

Þegar það liggur illa á Mola, hann er t.d. reiður eða þreyttur finnst honum best að hlusta á Bob Marley og vanga við mömmu sína. Þá kemst hann strax í gott skap. Reyndar sofnar hann yfirleitt um leið:)Myndirnar eru kannski ekki í bestu gæðum og reyndar ekki í fókus en það er smá panikk hérna þegar maður reynir að ná brosmynd því ungi maðurinn brosir ekki eftir pöntunum.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Maður ársins!

Maður ársins 2007 hefur verið valinn! Dómnefndin hér í Fífuhvammi hefur komist að niðurstöðu ...má ég kynna Mola:Jólin komu og fóru, við fögnuðum fæðingu frelsarans á klassískan hátt; skreyttum, átum, opnuðum gjafir og nutum þess að vera með vinum og ættingjum. Sonurinn tók mikinn kipp og mældist 60 cm á lengd í 6 vikna skoðuninni í morgun! Hann fór líka í sína fyrstu pössun 29.des þegar Guðrún og Daði gengu í það heilaga og við fögnuðum þeim áfanga með þeim. Amma og afi á Háaleitisbraut dekruðu við nýliðann á meðan við foreldrarnir fórum í dásamlegt brúðkaupið.Hér eru þeir feðgar að knúsast á jólanótt heima í Fífuhvammi. Við byrjuðum kvöldið á Vatnsenda þar sem var elduð rjúpa fyrir dekurrófuna mig (NB ég bað ekki um það enda borða ég næstum hvað sem er, það er bara hugsað svo rosalega vel um mig). Því næst héldum við til systu og co þar sem ég er vön að halda jólin og varð bara að fá minn skammt af þeim:) Að lokum fórum við heim í okkar kot og héldum hér litlu jól á náttfötunum eins og Ameríkanar.Gamlárskvöldi vörðum við hjá mömmu og pabba og sonurinn svaf öll lætin af sér. Skaupið fór bara nokkuð vel í okkur... þó pabbi hafi sennilega verið sá eini sem hefur séð LOST. Mér finnst annars sniðugt hvað þjóðin tekur skaupið alltaf nærri sér. Held að mín kynslóð sé enn á því að skaupið '85 hafi verið það besta (kommon við vorum 5 ára) og því er erfitt að toppa það! Það er vandlifað.