föstudagur, október 21, 2005
OMG, you're OLD!
Við kíktum í kreisí party til Frosta í gær. Hann hafði boðið 100 manns eða eitthvað álíka, en sem betur fer eiga samleigjendur hans líka vini því fæstir vinir Frosta sáu sér fært að mæta (nema við Gummi af því að við erum svo geggjaðslega frábærir krakkar...og nokkrir aðrir). Við vorum reyndar bara mjög róleg þar sem við þurftum að vakna fyrir 8 í morgun (á laugardegi!!!) og undur og stórmerki þurfa að gerast um helgina námslega séð. Í heimboðinu hittum við tvo náunga sem eiga einmitt íslenskar vinkonur sem þeir ætla að heimsækja um áramótin og þær eru víst líka á leiðinni hingað út... og kannski eru þær líka að lesa þessa síðu sem væri náttúrulega bara sniðugt. Aldrei að vita með litla Ísland og enn minni bloggheima. Jæja, alla vega, þeir Brendan og Tony voru alveg fáránlega vel að sér um Ísland enda miklir aðdáendur, þeir hafa séð íslenskar bíómyndir, og vita ótrúlegastu hluti...og nú kann Tony að segja "bévítans" en ég kenndi honum það í gær (steikt, ég veit:)) en alla vega, það sem mér fannst einna sniðugast var að ég spurði Brendan hvað hann væri gamall (Tony var búinn að segja okkur að hann sjálfur væri alveg að verða 21 árs, sem er HUGE fagnaðarlæti) ok, og þá var Brendan líka 21 (pelabörn). Svo spurði hann hvort við værum svona 23, sem er náttúrulega ekkert far out, það er ekki eins og við höfum breyst mikið síðan þá... og ég tjáði honum að við værum reyndar 25. Þá gapti hann smá og sagði þessa fleygu setningu, "wow, OMG, you guys are OLD". Mér finnst reyndar frekar langt síðan ég var tvítug:/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli