þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Busy girl...

Fraulein Þórhildur Birgisdóttir hefur ekki haft svona skipulagða dagskrá og mikið að gera síðan á Íslandi fyrir næstum ári síðan. Og hvað er svona mikið að gerast? Nú... út að borða, að sjálfsögðu! Ég get ekki sagt að ég hati þetta líferni beinlínis:) Hvernig verður það að flytja aftur til Íslands þar sem McDonalds telst með sem veitingastaður (og ekkert ódýr) og maður fer ALDREI út að borða, nema þá á American Style? hehe, ó men. Verðlag og veðurfar á Íslandi er alveg til þess að fæla mann frá búsetu á þessu annars yndislega skeri. Jæja, ég lofa samt að ég er ekki að fara að setjast að hérna í Oz þó það freisti að vera lengur. Síðustu daga höfum við Guðmundur verið dugleg að fara út að borða með hinum og þessum vinum og í dag erum við tvíbókuð (hádegismatur og kvöldmatur). Morgundagurinn fer svo bara í pökkun því við erum alveg að fara að leggja í hann heim, jibbííííí. Í fyrradag fór ég í hádegismat með fjórum öðrum úr einum bekknum mínum og kennaranum okkar í þinghúsið í Sydney. Hann var þingmaður í 8 ár og stefnir held ég jafnvel á að komast aftur á þing, mjög gaman að hafa einn svona "innanbúðarmann" fyrir kennnara. Þetta er mjög hress gaur, segist vera "leftist liberal" og hikar ekkert við að kjafta í okkur sögum og "leyndarmálum" af Howard og hinum félögunum í liberals. hehe, biður okkur bara um að fara ekki lengra með sögurnar. Hann fór með okkur um allt þinghúsið (sem aðrir túristar fá ekkert að skoða) og ég mátaði sætin meirihlutamegin, altso sæti Ríkisstjórnarinnar, og kunni vel við mig þar:)

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þuríður Arna og Ingibjargarklukk

Til að byrja með vil ég segja ykkur aðeins frá henni Þuríði Örnu, dóttur Áslaugar vinkonu og Óskars. Þuríður er hvorki meira né minna en 3 og hálfs árs og eins og svo margir krakkar á hennar aldri elskar hún Latabæ og stelpurnar í Nylon. Fyrir ári síðan greindist hún hins vegar með illvíga flogaveiki og tvö æxli í heila. Síðan þá hefur hún verið í endalausum rannsóknum, þurft að taka lyf sem sljóvga hana og þurft að takast á við köst næstum daglega, oft mörg á dag. Ég hef ekki hitt hana síðan hún var pínulítil, en ég veit að þessi hetja kvartar ekki (þó það sé náttúrulega alveg leyfilegt annað slagið) og er alveg svakalega dugleg. Ég kvarta stundum ef kókið er búið eða það rignir úti. Hmmm. Jæja, í dag, miðvikudag er Þuríður að fara í stóra aðgerð á spítala í Boston, þar sem á að reyna að fjarlægja hluta af æxlinu. Ég hef hugsað mikið til hennar síðustu daga og hugur minn verður hjá henni núna þegar hún er í þessari mikilvægu aðgerð. Ég sendi alla mína bestu strauma til þeirra þriggja í Boston, og mun muna eftir henni í bænunum í kvöld. Vonandi að þið gerið það sama:) Það er linkur hérna til hægri á Áslaugu sem skrifar daglega frá Boston. Að öðru, Ingibjörg Ýr klukkaði mig aftur (og reyndar Áslaug líka) og ég ætla bara að svara þessu. Þið sem nennið ekki að lesa þetta, getið hætt lestrinum hér. Ég hef ekkert að gera, og hef sjálf gaman af useless information:)
1. Hvað er klukkan? 19:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekkert held ég, kannski stúlka Birgisdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Þórhildur, og Tótla. Ekki má gleyma Tótlu tetur (var kölluð það sem barn) ..nú og Toodle(s), og turtle, og Thorhilda eins og ástralir bera nafnið mitt fram. Aðallega samt tótla
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? hefðu verið 25. fékk ekki köku.
5. Hár? sítt og slitið, og brúnt.
6. Göt? Bara þessi venjulegu, og svo í sitthvor eyranu
7. Fæðingarstaður? Landspítalinn í Reykjavík.
8. Hvar býrðu? Sydney
9. Uppáhaldsmatur? get ekki nefnt neitt eitt, rjúpur, fiskur, sviðasulta, og íslenskar mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Já, sem betur fer er ég svo heppin að elska svo marga að það hefur oft grætt mig:)
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Laugardagar
13. Uppáhalds veitingastaður? McDonalds (djók)
14. Uppáhalds blóm? Liljur vallarins.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? skíði... og svo frjálsar, handbolta og fótbolta.
16. Uppáhalds drykkur? vatn og kók
17. Disney eða Warner brothers? Disney
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? veit ekki
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? ljósbrúnt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? skólinn. annars mamma.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? hmmm, fjúff, veit ekki af fataverslunu þá væri Ralph Loren Polo Sport fínt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga kreditkortareikninginn.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? fer í tölvuna, eða kíki á sjónvarp.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? hvað ætlarðu að verða? en ég fæ hana reyndar sjaldan:)
24. Hvenær ferðu að sofa? miðnætti - 2. Síðustu daga 4! (var að læra)
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn þarf að svara þessu
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? enginn, þar sem enginn á að svara.
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Australian Idol, sem var að klárast. Á Sex and the City og Seinfeld á dvd. Queer eye...voru líka góðir:)
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Gumma í gær. Þar áður með Gumma, Palla, Maríu og Michaelu. (betra svar)
29. Ford eða Chevy? Ferrari
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mín.

Kann einhver ...

japönsku?

mánudagur, nóvember 14, 2005

Heimsókn

Ef þið eruð að undra ykkur á af hverju hefur ekkert sést til mín á msn eða í kommentakerfum Bloggheima, hvað þá á Tótlutjattinu sjálfu síðustu daga, þá er svarið það, að Palli vinur minn er í heimsókn hjá okkur. Mikið er nú gaman að fá heimsókn, og sýna borgina "sína". Við höfum verið slöpp í næturlífinu, enda þreytt eftir mikinn lærdóm undanfarnar vikur, en höfum náð að gera ýmislegt annað skemmtilegt. Fórum til dæmis í dýragarð á föstudaginn. Mér fannst fyndnast þegar minnsti simpjansinn boraði í nefið og stakk svo puttanum í munninn, en það segir eflast meira um skopskyn mitt en þennan óforskammaða apakött:) Á laugardag röltum við um borgina og enduðum á Bondi í víetnömskum mat, (nammi namm) og í gær fórum við og fengum okkur í glas í Hunter Valley en þar eru margir helstu vínbúgarðar Oz. Gummi var bílstjórinn okkar og við Palli smökkuðum safann eins og við ættum lífið að leysa. Ég kom sæl heim með 6 flöskur, híhíhí. Gummi skrifaði eitthvað á síðuna okkar í gær um þessa vínsmökkunarferð, kíkið endilega á það, en ekki trúa öllu sem hann segir:) Nú er Palli hins vegar staddur í Melbourne og ég sit því uppi með Gvend minn. Er reyndar upptekin að klára einhver verkefni þannig að tíminn líður hratt. Að lokum vil ég koma á framfæri áhyggjum mínum af Heiðdísi Höllu. Hún er búsett í París, vonum að það sé allt í lagi með hnátuna.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Skilmysingur

Þau voru nú ófá gullkornin sem féllu á Menntaskólanum, og mér finnst mjög mikilvægt að gleyma þeim ekki. Ætla að deila örfáum með ykkur hérna, og bæti svo kannski við. Ég man mjög vel eftir því til dæmis þegar Sigga átti að semja ljós í sögu í 3.bekk, og ljóðið byrjaði svona; "Sesar var fagurt fljóð." Hana vantaði eitthvað sem rímaði við "ljóð" og notaði orðið "fljóð" greinilega án þess að vera alveg viss á merkingunni. Fljóð, fyrir ykkur sem eruð enn að klóra ykkur í hausnum, þýðir stúlka. Ég man líka eftir því fyrsta veturinn að við stelpurnar vorum eitthvað að hneykslast og pirra okkur á strákunum í 3.J ...Danna Isebarn, Sigga Ben, og fleirum, sennilega samt aðallega þeim (hehehe), og Herdís sagði að hún vissi hvað þeir héldu að þeir væru. "Halda þeir að þeir séu einhver númer?" Spurði Herdís. Þetta hafði ég aldrei heyrt og svaraði; "ha...númer!?!??!, hvað meinarðu, númer hvað?". Jamm, og svo man ég eftir því í 4.bekk þegar við bekkurinn húktum útí glugga í frímínútum (lúðar) og vorum svona að fylgjast með mannlífinu, þegar Ásdís æpti (og var mjög undrandi) að dönskukennarinn (hvað heitir hún aftur?) hefði bakkað á staur á bílastæðini og hefði ekki einu sinni farið að hlæja! Ásdísi fannst þetta mjög spaugilegt og var hissa af hverju kennarinn stóð þarna niðri með súran svip og æpti, Fy og for helvede eða eitthvað í þá áttina. HAHAHA...ok, þetta er allt svona "you had to be there" en ég veit að þið ykkar sem lesið þetta og voruð með mér í bekk í MR brosið út í annað:) þarf að halda áfram að læra...

ólekkert

Í gær sat hugguleg dama fyrir framan mig í lestinni og gæddi sér á kiwi. Mmmm kiwi. Nema, haldiði ekki að stúlkan hafi bara borðað ávöxtinn eins og hann kemur af skepnunni, eða þannig. OJJJJJ, hún borðaði þetta loðna líka. Ég vildi ekki sjá, en gat ekki hætt að horfa. Ég starði bara á þessa ókunnugu ógeðslegu stelpu. Brrr. Jæja, en hins vegar var alþjóðalögfræðitíminn minn mjög lekker þar sem boðið var upp á indónesískan mat, hvítt, rautt og bjór! Þeir kunna þetta Stralarnir:) Reyndar átti einhver gestafyrirlesari frá UN að koma og tala um ég man ekki hvað, en hann var veikur og því varð tíminn bara að átveislu í staðinn. Sniðugt.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Tótlutröllið


Stjórnmálaþurs

Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Hmmm, margtók prófið og fékk alltaf þessa niðurstöðu. Ég veit ekkert um fjárlagahalla ríkisins, og held ég geti ekki hækkað róminn mikið, veit það samt ekki. Hins vegar er ég mjög nýtin, geng í sömu fötunum (og skónum) ár eftir ár, og er með á hreinu hvar verslun Guðsteins er:) Það hljóta reyndar allir að vita hvar Guðsteinn er:)

Lönd sem eg hef komið til:


create your own visited country map
Bráðum fer ég til Hong Kong, þá bætist Kína inn á listann minn, hef millilent í Hollandi, Belgíu (gleymdi að setja það á listann), Singapore og Tokyo (svaf reyndar yfir nótt þar) þannig að það telst varla með. Hef komið til tveggja borga í BNA, og rétt svo ferðast um Ástralíu. Gaman að hafa farið til "stóru landanna" því þá litast svo stór hluti kortsins. Lítur út fyrir að ég hafi ferðast meira. Þyrfti að komast til Rússlands, Kanada og Grænlands og þá þá verður kortið orðið vel rautt:)

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Lélegt

Ég held ég hafi einhvern tíma talað um hversu lélegar og leiðinlegar leikkonur Julia Stiles og Kirsten Dunst eru. Ég ætla samt að gera það aftur. Mér tókst nefnilega að gleyma hversu tilgerðarleg hún Kirsten Dunst er, nema náttúrulega í Bring it on, hún var fín þar (og báðar eru þær með óvenjuleiðinlegan og pirrandi talanda), ...því það er langt síðan ég hef séð mynd með henni og á ljósmyndum er hún alveg sæt. Svo sá ég klippu úr Elizabethtown. Ég og sambýlismaður minn hreinlega litum undan til að minnka kjánahrollinn. Hún Kirsten er afspyrnuléleg leikkona punktur. Nema náttúrulega í Bring it on eins og ég sagði, en kannski er það af því að klappstýrur eru bara tilgerðalegar týpur. Nú legg ég fram 3 spurningar um þessar tvær ungu konur; a)hvernig í ósköpum komust þær í bransann? b)af hverju eru þær enn að fá stór hlutverk í kvikmyndum, meira að segja í íslenskum myndum! c)ætla þær að vera mikið lengur í bransanum?

Þess ber að geta að ég er ekki að keppa við þær um hlutverk í einhverri mynd því eflaust (þó ekki víst) er ég enn verri leikkona en þær. Þess ber einnig að geta að ég er í fínu skapi, og ætla að bregða mér á ströndina í klukkutíma eða svo áður en lærdómsmaraþonið heldur áfram. Ég hef aldrei á ævinni verið jafnhvít (og það búandi í Sydney) og er að fara héðan eftir einungis 4 vikur!!! Ég hef miklar áhyggjur af brúnkunni, eða skortinum á henni. KOMA SVO TÓTLA!