mánudagur, nóvember 14, 2005

Heimsókn

Ef þið eruð að undra ykkur á af hverju hefur ekkert sést til mín á msn eða í kommentakerfum Bloggheima, hvað þá á Tótlutjattinu sjálfu síðustu daga, þá er svarið það, að Palli vinur minn er í heimsókn hjá okkur. Mikið er nú gaman að fá heimsókn, og sýna borgina "sína". Við höfum verið slöpp í næturlífinu, enda þreytt eftir mikinn lærdóm undanfarnar vikur, en höfum náð að gera ýmislegt annað skemmtilegt. Fórum til dæmis í dýragarð á föstudaginn. Mér fannst fyndnast þegar minnsti simpjansinn boraði í nefið og stakk svo puttanum í munninn, en það segir eflast meira um skopskyn mitt en þennan óforskammaða apakött:) Á laugardag röltum við um borgina og enduðum á Bondi í víetnömskum mat, (nammi namm) og í gær fórum við og fengum okkur í glas í Hunter Valley en þar eru margir helstu vínbúgarðar Oz. Gummi var bílstjórinn okkar og við Palli smökkuðum safann eins og við ættum lífið að leysa. Ég kom sæl heim með 6 flöskur, híhíhí. Gummi skrifaði eitthvað á síðuna okkar í gær um þessa vínsmökkunarferð, kíkið endilega á það, en ekki trúa öllu sem hann segir:) Nú er Palli hins vegar staddur í Melbourne og ég sit því uppi með Gvend minn. Er reyndar upptekin að klára einhver verkefni þannig að tíminn líður hratt. Að lokum vil ég koma á framfæri áhyggjum mínum af Heiðdísi Höllu. Hún er búsett í París, vonum að það sé allt í lagi með hnátuna.

Engin ummæli: