föstudagur, júní 27, 2003

Blessuð sértu sveitin mín
ok ok í dag á Heiður Alparós afmæli, til hamingju með það mín kæra, í gær átti mágur afmæli, til lukku með það, og hvað meira. Já ég hitti góðar stúlkur á Mama Tacos í dag. Þær Eyrún, Herdís og Bryndís "krullubossi" snæddu með mér hádegisverð. Nóg um það, nenni ekki að blogga ég er farin í sveitina.............. I LOVE IT!

mánudagur, júní 23, 2003

fuglar og gönguferðir
Gríma mín hefur framið sitt fyrsta fuglamorð (og vonandi síðasta ef hún stendur við loforðið sem hún gaf mér). Vitni hafa ekki gefið sig fram, sem betur fer ekki, en ég tek þetta dálítið nærri mér. Reyndar er hún að þessu fyrir okkur, enda agalega stolt og montin að færa okkur fugl á grillið. Gummi sagði að grey fuglinn hefði enn verið volgur þegar hann tók hann af Grímu, voðalega fallegur þröstur. uhuhuhu. Helgin var fín, fór í tvær útskriftarveislur, fyrst hjá Guðrúnu Jóns og svo til Herdísar. Það var skemmtun góð og margt um manninn, ég dreypti á hvítvíni og sangríu, ekki slæmt kvöld ha? mjög huggulegt allt saman. Tók stefnuna svo á bæinn og hékk í asnalegri biðröð fyrir utan Hverfisbarinn ble ble ble... sem ég var alfarið á móti að gera þar sem mér finnst asnalegt að standa (lengi) í röð inn á einhvern dýran snobbstað þegar maður getur skemmt sér alveg jafnvel á Feita dvergnum eða eitthvað af því að maður er með skemmtilegu fólki. Ég er sem sagt á móti biðröðum, sérstaklega ef þær eru langar en ég lét undan hópþrýstingi:) Hverfisbarinn var frekar troðinn af subbulegu tjokkoliði en ég skemmti mér engu að síður mjög vel þar fyrst ég var komin. Dansaði og allt, og innan um sætabrauðsdrengi og smápíur með gelneglur leyndist fullt af góðu og skemmtilegu fólki. Góð skemmtun, nema þegar einhver helti bjór á fínu jakkakfötin hans Gumma og hann varð reiður og þegar einhver sparkaði svo fast í mig að ég finn enn til.

Annars held ég að ég hafi bara átt enn betra kvöld í kvöld, fór með 6 frábærum stúlkum sem allar eru jafnréttissinnaðar (heitar umræður, kannski ekki allir að fatta) í kvöldgöngu að Tröllafossi. ég fór meira að segja í fjallgönguskónum mínum. Rosalegt. Við erum svona klúbbur núna, þeir sem vilja koma með í skemmtilegar göngur í sumar bara láta mig vita. Takk!

miðvikudagur, júní 18, 2003

Seytjandi dagur junimanadar lidinn, med tilheyrandi vedursynishornum. Eg for og hjalpadi til i VOKUtjaldinu, fekk reyndar skemmtilegt hlutverk, i stad tess ad selja blodrur og gos og fleira i teim dur, var mer trodid i Sylvester buning (kisinn sem eltir Tweedy) og svo var eg bara vodasnidug fyrir utan tjaldid med blodrur. gerdi mest litid, spjalladi vid nokkur born sem ymist foru ad grenja eda samkjoftudu ekki, fekk morg spork i rassinn af snidugum bornum og unglingum, (ein benti reyndar a pabba sinn) fekk knus fra einum gelgjustrak og var kyld i andlitid af gelgjustelpu sem hefur sennilega buist vid ad eg vaeri grjothardur strakur. gaman ad tessu. afsakid ad her eru engir islenskir stafir, en eg er i tolvu systur minnar sem er svona dyntott...bla bla ekki meira um tad. A sunnudaginn for eg i bio med Toreyju a RESPIRO med Valeriu Golino. Tessi italska mynd er snilldin ein og maeli eg eindregid med henni. Hun er synd i Haskolabio. sko, hun er svo mikid konfekt fyrir augad ad eg hefdi getad horft a myndina an hlods og texta og bara notid tess ad sja tessa vel teknu mynd, held tetta se a Sikiley (allavega segir Torey ad tau hafi talad sikileysku). Litirnir eru natturulega lika storkostlegir, enda gerist myndin vid Midjardarhafsstrondina. Valeria Golino leikur mjog vel sem og hinir og i myndinni er tolud tessi skondna og kruttlega maliska en italska er natturulega eins og falleg melodia. jaeja eg er eitthvad ad missa mig i gullhomrunum um tessa mynd, hlyt ad hafa sed eitthvad omurlegt tar a undan. ok ok tralalala, aetla ad fara ad "elda" quesedillas fyrir mig og karlinn, ciao

miðvikudagur, júní 11, 2003

Sjúdderarírei...
sjúdderaríraaaa. dísúss hvað ég var mikill asni að blogga ekki meira í þessari heimsreisu minni eins og sumir gerðu. Björk var allavega gasalega öflug. Það leið einu sinni yfir hana í hitanum í sveitinni í Laos, það var rosalegt, gerðist svona "slomo", pínu skondið svona eftirá en ég þorði samt ekki að hlæja á þeim tímapunkti, enda kannski ekki svo fyndið þá. Anyways, þá var ferðin brill og var Laos óneitanlega hápunktur ferðarinnar. Ef þið hafið einhvern tíma tækifæri til að fara þangað, grípið það þá. Bangkok var eftirminnilega menguð, skítug og hávaðasöm, átti nú sínar góðu hliðar líka. Æ ég nenni eiginlega ekkert að skrifa einhverja ferðasögu núna fyrst ég gerði það ekki úti, skelli kannski bara myndum hér við tækifæri. Annars var voða gott að koma heim til fjölskyldunnar og kisu og sofa í rúminu sínu og svona. Voða huggó. Á morgun byrja ég í Rammó, hlakka til að hitta krakkana aftur og anda að mér lopapeysuilm.... over and out!

sunnudagur, júní 01, 2003

ding dong dingalinga kong gong... nu er eg i Bangkok, aetladi ad blogga fyrir langalongu en bara ekki gefist timi. Nu er adeins um vika eftir af tessu magnada ferdalagi, en mer finnst eg hafa verid mikid lengur i burtu tar sem madur hefur sed svo margt nytt. Ferdin hofst 18.mai i London tar sem eg gisti hja Sondru og Magga. Tau bua i Camden, og mig langar ad fara aftur seinna og skoda mig betur um tar. Eg var eins og prinsessa hja teim, enda ekki von a odru a teim baenum a medan Gummi og og hinir (15 utskriftarnemar i verkfraedi, einn kennari og tveir spusar) gistu a ogedslegu skitafyluhoteli, muahahaha... Vorum tarna i trja daga, flugum ta til LAOS (sem er vid hlidina a Thailandi). Laos er magnadur stadur sem verdur tvi midur sennilega ordinn turistastadur innan 10 ara en nuna er hann ekki spilltur eins og Thailand. Folkid tarna var mjog vinalegt og eiginlega bara allt mjog gott (hitinn og rakinn reyndar fullmikill). Tar er mikil fataekt, en allt a rettri leid samt. Merkilegt var til daemis ad a gotum borgarinnar var varla neitt merkt, engin strik sjaldan skilti og eg sa ljos a tveimur gatnamotum (600.000 manna borg) Gaman ad tessu. Eftir Laos heldum vid til Bangkok. Tad sem einkennir borgina er mannmergd, skitur, laeti og mengun. Hun a eflaust sinar godu hlidar (fallegt vid ana etc.) og mer finnst gaman ad hafa komid tangad en eg held mig langi aldrei tangad aftur, tad eru svo otal margar fallegar borgir til i heiminu, og Bangkok er ekki ein teirra, to hun hafi sina kosti. Nu er eg ad bida eftir flugi til Ko Samui sem er thailensk eyja, vid hlokkum ekkert sma mikid til ad komast tangad... jaeja, bestu kvedjur alle sammen fra Asiu....