laugardagur, nóvember 05, 2005

Tótlutröllið


Stjórnmálaþurs

Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Hmmm, margtók prófið og fékk alltaf þessa niðurstöðu. Ég veit ekkert um fjárlagahalla ríkisins, og held ég geti ekki hækkað róminn mikið, veit það samt ekki. Hins vegar er ég mjög nýtin, geng í sömu fötunum (og skónum) ár eftir ár, og er með á hreinu hvar verslun Guðsteins er:) Það hljóta reyndar allir að vita hvar Guðsteinn er:)

Engin ummæli: