þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Busy girl...
Fraulein Þórhildur Birgisdóttir hefur ekki haft svona skipulagða dagskrá og mikið að gera síðan á Íslandi fyrir næstum ári síðan. Og hvað er svona mikið að gerast? Nú... út að borða, að sjálfsögðu! Ég get ekki sagt að ég hati þetta líferni beinlínis:) Hvernig verður það að flytja aftur til Íslands þar sem McDonalds telst með sem veitingastaður (og ekkert ódýr) og maður fer ALDREI út að borða, nema þá á American Style? hehe, ó men. Verðlag og veðurfar á Íslandi er alveg til þess að fæla mann frá búsetu á þessu annars yndislega skeri. Jæja, ég lofa samt að ég er ekki að fara að setjast að hérna í Oz þó það freisti að vera lengur. Síðustu daga höfum við Guðmundur verið dugleg að fara út að borða með hinum og þessum vinum og í dag erum við tvíbókuð (hádegismatur og kvöldmatur). Morgundagurinn fer svo bara í pökkun því við erum alveg að fara að leggja í hann heim, jibbííííí. Í fyrradag fór ég í hádegismat með fjórum öðrum úr einum bekknum mínum og kennaranum okkar í þinghúsið í Sydney. Hann var þingmaður í 8 ár og stefnir held ég jafnvel á að komast aftur á þing, mjög gaman að hafa einn svona "innanbúðarmann" fyrir kennnara. Þetta er mjög hress gaur, segist vera "leftist liberal" og hikar ekkert við að kjafta í okkur sögum og "leyndarmálum" af Howard og hinum félögunum í liberals. hehe, biður okkur bara um að fara ekki lengra með sögurnar. Hann fór með okkur um allt þinghúsið (sem aðrir túristar fá ekkert að skoða) og ég mátaði sætin meirihlutamegin, altso sæti Ríkisstjórnarinnar, og kunni vel við mig þar:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli