föstudagur, september 30, 2005
Kvikmyndir
Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti Dirty Dancing. Ég sá hana aftur um daginn og fannst hún jafnæðisleg og þegar ég var 7 ára en þá hlustuðum við Ingibjörg meira að segja oft á plötuna með tónlistinni úr myndinnni. Og hvað þá La Bamba! Ég á hana núna á DVD og ég táraðist enn einu sinni í lok myndarinnar, alveg eins og í öll hin skiptin sem ég sá þá mynd. Para a bailar la bamba,... eða lalalalalaLaBamba eins og maður söng:) Þetta eru tvær toppmyndir. Sem og "Nadia", bíómyndin um hina rúmensku Nadiu sem varð Ólympíumeistari í fimleikum aðeins 14 ára gömul. Við Bryndís horfðum á hana svona einu sinni í viku í tvö eða þrjú ár. Hef reyndar ekki séð hana síðan þá. Við Gummi fórum til Melbourne á mánudaginn og komum heim í gær en þar neyddumst við (algjörlega gegn vilja okkar) til að sjá tvær vægast sagt ömurlegar myndir því við höfðum séð allt annað í bíó og höfðum ekkert að gera. Sú fyrri var Dukes of Hazzard, en til að útskýra ömurleika þeirra myndar, þá er Jessica Simpson hriiiikaleg leikkona (þrátt fyrir fagran kroppinn) en hinir leikararnir eru jafnlélegir. Þetta var pínlega lélegt. Ég losnaði við kjánahrollinn í gærmorgun loksins. Hin slæma myndin er Deuce Bigalow: European Gigalo. Hún var líka vond en ég gat hlegið meira að þeirri dellu. Áður en við fórum til Melbourne sáum við reyndar Wallace and Gromit og hún er FRÁBÆR. Hef ekkert meira um þá mynd að segja, bara fráááábær:) ok, ciaooooooo.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli