þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ferðafréttir

Eftir 4 daga fjarveru frá Sydney finnst mér ég hafa verið óralengi á ferðalagi. Við hófum ferðalagið í Tamworth á kántrítónlistarhátíð (ein stærsta tónlistarhátíð í heimi) sem var í einu orði sagt FRÁBÆR upplifun! Ég fékk kúrekahatt og við fórum á Rodeo. Reyndar hélt ég fyrir augun mikinn hluta rodeosins sökum hræðslu um að nautin og hestarnir myndu drepa kúrekana. Ég er ekki mikil hetja, ég veit... en þetta var samt frábær upplifun. Gummi hafði orð á því hve kúrekabossarnir tóku sig vel út í þröngu gallabuxunum og þeir voru allir vel girtir. Hmmm, hehehe:) Í Tamworth gistum við í túkallstjaldinu okkar sem við keyptum í K-Mart. Ég er ekki mikið fyrir útilegur en þetta gekk vel og við stefnum á að tjalda oftar. Nú höfum við keyrt um 1500 km í norðvestur og erum í bæ sem heitir Longreach. Vodafone er ekki mikið í því að þjónusta dreifara, svo við erum símasambandslaus (þið hafið eflaust öll verið að reyna að ná í okkur) og þannig verður það næstu daga því við erum að fara enn lengra inn í land. Á morgun ætlum við til Mt Isa og fagna þar Australia day á fimmtudaginn, og svo höldum við áfram til Alice Springs. Læt heyra í mér, ætla nú að bregða mér út í 40 stiga stækjuna og skoða mig um bæinn. bleeeeeeeeeee!

Engin ummæli: