sunnudagur, mars 26, 2006
Allt og ekkert en þo aðallega ekkert...
Hejsan hojsan. Við Gummi lifum of ljúfu lífi í Sydney, jöminn. Vorum úti að borða pizzu og borða ís með sænsku hjúkkunni og gærdagurinn fór líka í vitleysu. Ég fór með Ernu og vinkonum hennar úr viðskiptafræðinni til Manly (þar sem the Block var tekin upp) en þar sleiktum við sólina. Önnur vinkonan er frá Hong Kong en hin frá Singapore. Sú síðarnefnda er örugglega minni en Diljá frænka sem verður 8 ára í ágúst. Ég var eins og Gúllíver í Putalandi við hliðiná þeim. Ég hef sjaldan verið svona lengi á ströndinni (3 klst) því yfirleitt gefumst við upp eftir eina klst. Við Erna fengum okkur rómantíska göngu í flæðarmálinu og uppskárum öööörlítinn sólbruna. Í gærkvöldi fórum við Gummi á Thai veitingastað og í bíó en Erna félagsskítur var heima að læra. Dugleg stelpa. Ég er að vinna í ritgerð um Sameinuðu Þjóðirnar og mannréttindi og er mikið að pæla hvort ég eigi að taka Súdan eða "child abuse" sem case study. Hefur einhver skoðun á því? það væri vel þegið, por favor. OK, þotin í lærdóminn....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli