fimmtudagur, september 22, 2005

Tiltekt

Þá hafa enn fleiri aumingjabloggarar fengið að taka pokann sinn og snauta af linkalistanum. Það þurfti að rýma til svo aðrir snillingar kæmust að. Ég mæli með að þið kíkið á þessi blogg. Ingibjörg Ýr, mín besta æskuvinkona segir frá sér og dóttur sinni, Guðbjörgu Ísabel. Ég var með þeim fyrstu sem sáu Guðbjörgu þegar hún kom í heimin fyrir 2 1/2 ári síðan og er enn að monta mig að því. Hún var eins og lítill monsi:) Ásdís á NZ er einmitt á Nýja Sjálandi (ef þið voruð ekki að fatta þetta NZ). Ef hún er ekki að príla einhvers staðar þá er hún að hjóla eða ég veit ekki hvað. Rosalegur kraftur í henni, viðvörun: þið upplifið ykkur svakalega löt við lestur bloggsins hennar. Letihaugarnir ykkar! Og....Þorsteinn og Hallgrímur DAÐASYNIR eru tvíburar sem fæddust í borginni við sundið þann 7.júlí sl. Guðrún Jónsdóttir (betur þekkt sem hænsnadansmeistarinn) er móðir þeirra, og þau eru svolítið dönskt. Mjög skemmtilegt hvernig þau (Guðrún og Daði) sletta alltaf smá á dönsku. Alveg hreint dejligt:) Kíkkið á þetta... ég var klukkuð af Elsu og Ásdísi á NZ og mun svara því við fyrsta tækifæri, þarf aðeins að fara á ströndina. Seinna.

Engin ummæli: