miðvikudagur, maí 29, 2002

jæja, þá fer sæludögunum að ljúka í Noregi, erfiðasta ákvörðun mín í dag var hvort ég ætti að setja aprikósumarmelaði eða hindberjasultu á ristaða brauðið mitt... og í gær hvort ég ætti að horfa á Strumpana (aftur) eða bara Emil í Kattholti. Fór reyndar til Osló í gær í grenjandi rigningu. Ég var með regnhlíf eins og aðrir en leið samt eins og heimskum túrista sem kann ekki á regnhlíf því mín fauk alltaf upp, það brettist svona upp á hana í vindinum. Ég sá það ekki gerast hjá öðrum. Ég sá heldur ekki aðra eiga í vandræðum með að loka regnhlífinni sinni. Kannski var mín pínu biluð, eða ég bara svona mikill auli...

mánudagur, maí 27, 2002

Eitthvað gengur mér illa að koma þessum myndum af mér að drýgja hetjudáð í tívolí á þetta tjatt. Tæknin er eitthvað að stríða mér hér í Noregi. Rafmagnslínurnar eru örugglega ekki jafngóðar hér og heima því það stingast trjátoppar í þær alls staðar. Eða ekki, hmmm ekki gáfulegt hjá mér. En það eru samt örugglega fleiri tré í hverfinu hér en á öllu Íslandi, maður sér ekki landið fyrir trjám, og Norðmenn hugsa vel um umhverfið. Um daginn var ég t.d. á fjölskylduskemmtun, og þurfti að losa mig við tvær plastflöskur. Þegar enginn sá til (að ég hélt) laumaði ég þeim bara í ruslafötu því ég fann enga svona endurvinnsluruslafötu. Svo gekk ég frá tunnunni, settist niður og leit í kringum mig... og mér fannst allir hafa séð. Einn maður fór og tók flöskurnar úr tunnunni, lagði þær við hliðina á henni, ásamt sínum flöskum, og margir fylgdu í kjölfarið. Ég var sú eina sem hafði dirfst að gera þetta. Mér leið eins og ég hefði prumpað í kirkju. Vá hvað ég skammaðist mín.
Á laugardag fylgdist ég með Eurovision, en hvorki Noregur né Ísland tók þátt þar sem þessi lönd deildu víst síðasta sætinu í fyrra!!! fyndið. Svo fer bara að styttast í heimför, kem laugardaginn 1.júní... þangað til held ég áfram að borða hrökkbrauð og geitaost! góðar stundir.

sunnudagur, maí 19, 2002

HEIA NORGE
ok ok, fyrst og fremst vil ég segja til hamingju með afmælið Hildur Edda, Þórey Sif og Sandra Sif ef þið álpist inn á síðuna mína!!! knus knus. Jamm, í fyrradag héldu Norðmenn upp á þjóðhátíðardag sinn, þann 17.maí og ég tók þátt í því. Hófst með frokost á einu heimili, og svo var skemmtun í skólanum og svo var "middags" á öðru norksu heimili. Nenni eiginlega ekki að fara nánar út í það, en það var allavega alveg rosalega gaman, og gott veður. Skólabörnin hér í Asker marséruðu til Skaugum og vinkuðu þar Hákoni krónprins og hinni seinheppnu hustru hans, Mette-Marit sem var skaðbrennd í framan. Norðmenn segja (í gríni) að hún hafi sólbrunnið í þessu viðtali við þýska sjónvarpið þar sem hún hafi ekki komið út að degi til fyrr, en stúlkan sú hefur jú það orð á sér að vera útlifaður djammari. Úff hvað það hlýtur að vera erfitt að vera svona á milli tannanna á fólki. Á skólahátíðinni sýndi ég svo mitt snögga viðbragð þegar lítill glókollur missti blöðruna sína sem flaug hátt í loftið, en mér tókst að stökkva hratt upp á eftir henni og náði henni. Varð bara að segja frá þessu þar sem ég er kannski þekkti fyrir ýmislegt annað en að vera snögg, en ég svaf allavega vel næstu nótt eftir þetta góðverk enda var ég hetja í augum barnanna eftir þetta:) var beðin um að taka svona lagað að mér nokkru sinnum aftur þegar blöðrur höfðu fokið svona upp í loftið, en treysti mér ekki til að príla í trjánum. Í dag sýndi ég svo ennþá meiri hetjuskap þegar ég fór í tívolígarð, segi betur frá því seinna, er svo þreytt, en við skulum bara að segja að rússíbana, mikil hæð og teygjur komi þar við sögu... hmmm. ok, er nú farin að sofa áður en ég fer að monta mig mikið meira...

fimmtudagur, maí 16, 2002

God dag alle sammen, þá er ég búin að koma mér fyrir við tölvuna í hnésokkum og norskri peysu með mjólkursúkkulaði því ég er í Noregi. Kláraði rækallans prófin á mánudag og Gummi Hlír fór nú bara med det samme til Vesturheims en ég kom hingað í gær. Hér er u.þ.b. 20 stiga hiti giska ég á... sól.. trjágreinarnar rétt svo bærast í golunni, viljiði heyra meira? og þetta land er næsti bær við Ísland, eða svona þannig sko. Ótrúlegt. En ég veit alveg að það er líka flott veður heima, allir að grilla sig í sundlaugunum núna svona milli þess sem þeir hlýja sér í heitu pottunum. Planið er að vera hér hjá Svönu mágkonu og bræðradætrunum mínum, Eddu og Þórhildi til 1.júní. Þá kem ég heim og byrja að vinna í Lopalandi (Rammagerðinni) 3.júní. ok, þið bara megið endilega meila mér ef þið hafið slúður eða eitthvað sniðugt að segja.... ta ta

sunnudagur, maí 12, 2002

Gott kvöld. Ég fékk þær ánægjulegu fréttir áðan að ég er greinilega ekki sú eina sem skoðar það sem ég skrifa... Hún Björk var svo vinaleg að hvetja fólk til að skoða mína síðu á síðunni sinni:) Takk Björk! og þess vegna álpaðist hún Ásdís Björnsdóttir, tilvonandi prestsfrú á Rassgatsstöðum inn á Tótlutjattið, "HÆ ÁSDÍS" thíhíhí. Ég fer í seinasta prófið mitt á morgun, og gerði tilraun til að læra með nokkrum spænskumælandi skvísum áðan, þeim Hildi Eddu, Beggu, Sigrúnu Ey. og Sigrúnu Lóu en þetta endaði bara með flissi og strákasögum eins og við mátti búast af fimm ungmeyjum sem nenna ekki að tala um literatura espanjóla... bahhh... Ég vil samt ekki fara nánar út í umræðuefnið... Ókei, en nú hef ég ekkert fleira að segja, bless og takk ekkert snakk

laugardagur, maí 11, 2002

Halló. í dag er laugardagur og það er ákaflega fallegt gluggaveður. Í gærkveldi fór ég í þetta teiti í æðislegu íbúðinni hennar Maríu Mjallar og þar sötraði ég slatta af rauðu víni sem fór vel í kroppinn. Grillaði mér fjórar danskar pYlsur og gaf Bessa tvær. Mæting var nokkuð góð, og það var mjög gaman hjá okkur. Ég var samt svo skynsöm að fara heim fyrir 11, enda mætti ég í vinnuna fyrir 10 í morgun. Þetta hefur ábyggilega endað með einhverri vitleysu. Eftir tæpa tvo sólarhringa verð ég búin í prófum, sem þýðir að það styttist í þetta síðasta sem þýðir að ég þarf að fara að læra... ciao

föstudagur, maí 10, 2002

puff, ég var að koma úr málfræðiprófi, og verð nú bara að segja að það var ógeðslega illa sett upp. Rosalega ruglingslegt og orkan fór mikið í það að skilja það, og eitthvað ólæsilegt kort og eitthvað bla bla. Núna á ég bara eftir að skrifa tvær ritgerðir STRAX og fara í fiesta með spænskunemum í kvöld, og svo er próf á mánudaginn, seinasta prófið, BRAVO, en ég hef bara sunnudag til að lesa fyrir það. ojbarasta, nenni þessu ekki, mig langar út í sólina, og fara í sund og borða ís. Hmmmm, ís!!! kannski ég fari bara og fái mér ís...

miðvikudagur, maí 08, 2002

Og hérna er svo Gummi Hlír kærastinn minn, ég fann ekki mynd af honum á þessari síðu með sundskýludrengnum, en þessi ætti að duga:)
Jæja, maður finnur sér nú alltaf einhverja afsökun til að standa aðeins upp frá skruddunum, fann þetta á tilveran.is hmmm... já þá má nú dunda sér við ýmislegt á netinu, ha... og svona til að gefa ykkur smá sýnishorn:)

þriðjudagur, maí 07, 2002
Púff er að gera ritgerð um þennan náunga núna, gaur frá Kúbu sem hefur leikstýrt fullt af myndum, til dæmis "Fresa y Chocolate" eða "Jarðaber og súkkulaði" á íslensku. Ég mæli með þeirri mynd,fæst á öllum betri myndbandaleigum bæjarins. Karlinn heitir Juan Carlos Tabio, og hefur fengið mörg verðlaun skilst mér... já já, þetta var fróðleiksmoli dagsins í dag...

Fór í bíó í gær á spiderman, Gummi greyið vældi í mér allan daginn um að fá að fara í Smárabíó að sjá þessa mynd og ég náttúrulega lét það eftir honum á endanum. Þegar við settumst svo og byrjuðum að gúffa í okkur poppið fattaði ég þennan áhuga á bíóferðinni, því strákurinn var með þennan ógleymanlega snilldarbrandara í pokahorninu sem hann varð að koma frá sér, "tja,það er bara ekkert brennt poppið". Já, hann bjó brandarann til sjálfur, nokkuð gott. Myndin var ágætis afþreying, nokkrar klénar klisjur eins og ameríkönum einum er lagið "I love you Peter Parker", o.s.frv. En Tobey McGuire stóð fyrir sínu...

mánudagur, maí 06, 2002

Hér eru nokkrar nýbakaðar stúdínur sem útskrifuðust úr MR vorið 2000, frá vinstri;
Herdís, Tótla, Sigga, Erla, Stína, Elsa, Þórey og ValaMín fyrsta vísindaferð, reyndar með verkfræðinemum, og þarna er líka hún Hildur Guðný og kærastinn hennar sem er í verkfræði. Við fengum að vera svona grúppíur og drukkum frítt á Reykjavíkurhöfn... gott mál! tata
Her er rosalega áhugavert blogg sem ég mæli meðNaglarnir ...
JABBADABBADÚÚÚ, velkomin á Tótlutjattið!!!!