sunnudagur, júní 26, 2005

Sætir...

Eins og gengur og gerist fylgjumst við Gummi mikið með hinu fjölskrúðuga mannlífi í kringum okkur hér í Sydney og urðum fljótlega sammála að mennirnir eru huggulegri en konurnar hér. Þetta er náttúrulega ekki illa meint, maður hefur bara gaman af því að skoða fólk í kringum sig...en alla vega þá fannst okkur stelpurnar svolítið svona "breskar" oft á tíðum en að sjálfsögðu eru margar bráðhuggulegar dömur hér. Sei sei. Ég tók þó fljótlega eftir því að strákarnir hérna eru ekki sætir á þann hátt að ég myndi laðast að þeim. Þeir eru sykursætir, sennilega með rakaða fótleggi og plokkaðar augabrúnir og verja eflaust mun lengri tíma en ég við að snyrta sig. Sydney er sem sagt "San Fransisco" ástralskra homma og má nefna sem dæmi að við Gummi erum sennilega í minnihluta sem gagnkynhneigt par á okkar stigagangi. Nei nú er ég kannski að ýkja en það búa alla vega tvö hommapör á okkar gangi. Því hvet ég nú alla mína samkynhneigðu vini sem vilja njóta útsýnisins, eða leita að lífsförunaut að koma í heimsókn til Sydney:) Ekki það að ég haldi að þið séuð eitthvað desperate, en ég veit að úrvalið er stundum af skornum skammti (kommon, ekki hlæja, þetta er bara staðreynd). Ég hefði alla vega ekki viljað vera hommi eða lesbía á Íslandi fyrir 20-30 árum. Þið sem eruð gagnkynhneigð eruð að sjálfsögðu líka velkomin í heimsókn, Sydney höfðar til allra.

2 ummæli:

Hildur sagði...

Mér finnast svona metrúseksjúal menn alveg einstaklega huggulegir

Nafnlaus sagði...

Ó mæ god. Þessu er akkurat öfugt farið hér í Kína. Konurnar eru gullfallegar, en það er ekki einn einasti myndarlegur karlmaður í þessu landi ... ekki að ég sé að leita mér að kínverskum maka... hehehe. Kannski þeir ættu að reyna að blandast eitthvað þessir ástralir og kínverjar...

Knús og kveðja frá Kína - Erlan