þriðjudagur, september 13, 2005

Heia Norge

Undarlegar fréttir berast frá mínum ástkæra Noregi. Aldrei hefur verið meiri hagsæld þar en einmitt nú, og hvað gerist í gær í kosningunum? Ríkisstjórnin fellur! Ok, ég veit akkúrat ekkert um Stortinget eins og mig minnir að það heiti eða gang mála þarna og ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum, en ég get ekki annað en nuddað augun og lesið aftur þegar ég les fréttirnar vitandi að Noregur hefur blómstrað á síðasta kjörtímabili (eftir því sem ég best veit). Hvað vill fólk eiginlega? Ég man í kosningafjörinu í HÍ þá vorum við stundum að spauga með svona klisjukennd kosningarloforð okkar á milli. "Frí á föstudögum!" "ókeypis bjór öll hádegi í Odda!" "nuddpott í Aðalbyggingu!" "ljósastofu í anddyri Háskólabíó!" og þar fram eftir götunum:) því stundum spyr maður sig, hvað vill fólk eiginlega. Og í þessu tilviki með Noreg núna, af hverju að laga það sem er ekki bilað? þið skiljið. En ég var nú að enda við að uppljóstra fáfræði minni um norsk stjórnmál þannig að kannski er eitthvað sem ég veit ekki. Var Bondevik gómaður í LA með portkonu kannski í fyrra? Jeg vet ikke:)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hva skriver du om Norge?
Du er ikke slem mot naboen i sør vel? :)