G'day mates. Þá fer lífið að komast í fastar skorður hér í Róshæðargötu enda hefst skólinn á mánudaginn. Við Gummi erum svo heppin að hafa gest hjá okkur núna en Erna Tönsberg vinkona úr Álftó er að flytja til Sydney og býr hjá okkur á meðan hún er að leita sér að íbúð. Ég er ekkert smá sátt við að hún sé að koma hingað enda langtum skemmtilegra að slúðra á íslensku en ensku og við getum endalaust blaðrað enda sannkallaðar blaðurskjóður:)
Ég var á heimasíðu Ingu Steinunnar og rakst þar á sniðugan glugga. Þetta er víst notað í sálfræði til að sjá hvernig aðrir sjá mann kannski öðru vísi en maður sjálfur (juminn, hræðilega illa orðað). Jæja, ég er alla vega búin að fara í þetta og merkja við 6 orð sem ég held að geti átt ágætlega við um sjálfa mig og nú þætti mér rosalega vænt um ef þið gerðuð þetta og merktuð við 5-6 orð sem ykkur finnst eiga við um mig. Kannski er ég alveg að misskilja sjálfa mig og held að ég sé eitthvað sem ykkur finnst ekki, skiljiði? OK, man aldrei hvernig maður gerir linka svo þetta er bara slóðin; http://kevan.org/johari?name=totla
bæjó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli