föstudagur, apríl 14, 2006
Símtalið;
Jæja dömur (og herrar). Ég náði loksins í Siennu í morgun og hún bað mig að skila rosa góðri stuðkveðju til ykkar stelpur. Hún tók vel í þetta með náttfötin Hildur Edda, en var reyndar pínu kennd þegar ég ræddi við hana. Hún sagði eitthvað á þessa leið; "oh yeah, great idea Toodles, this boho-chic-fashion is soooo out right now and I really needed something new and different. You know Toodles, I'm not only famous for dumping Jude Law but also for being THE trend setter and I´m sure nobody has tried the pyjamas thing. Pyjamas is the next boho!" Þá tókst mér loksins að þagga í henni til að koma að hinum óskunum. Hún var ekki til í að fá gular tennur en sagðist reykja sem er náttúrulega meingallað þannig að það vegur upp á móti. Hún gat alls ekki hugsað sér að hætta að vaxa á sér lappirnar þannig að við þurfum að þjást áfram. Bauðst reyndar til að naga neglurnar í staðinn en ég afþakkaði. Að lokum spurði ég hvort hún væri til í að fara í fitun en þá skellti hún á mig! Ég er samt sátt við náttfötin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli