föstudagur, júlí 02, 2004

5vörðuháls

Þá er stelpan komin í helgarfrí og stefnan tekin á Fimmvörðuháls ásamt bekkjarfélögum Gumma, held reyndar að þetta sé meira svona bara saumakl´´ubburinn, þ.e. stelpurnar í bekknum, hehehe. ok, bis spater....

mánudagur, júní 28, 2004

Hressleiki

Fín helgi búin. Var reyndar að vinna mjög mikið en afrekaði að fara á eitt afskaplega skemmtilegt djamm og horfa á frábæra bíómynd. Djammið hófst á laugardagskvöldið hjá Haffa Vökusnáða og þar spiluðum við á spil, eða þannig sko. Þið skiljið, ekki fatapóker samt. Eftir að Bryndís fluffa mætti í fluffumúnderingunni héldum við á Hressó sem er held ég bara að taka við gamla Sportkaffi, sami fílingur (Jesus Bobby eins og Heiðdís Halla segir) en ég var svo hress að mér var alveg sama. Ég var meira að segja í svo góðu skapi að ég bauð fólki heim til mín í grill á sunnudagskvöldinu, ætlaði bara að grilla eftir vinnu (22:30). Þau voru til í það en guggnuðu svo í einhverri þynnku og afboðu sig. Jahérna, það eru ekki allir jafnduglegir ha? Ég harkaði bara af mér og var sæmileg í vinnunni frá 12 til 22. Þá grilluðum við Gúndi (eða hann réttara sagt) og horfðum á Mystic River. Ef þið hafið ekki séð þá mynd megiði skammast ykkar, eða bara taka hana næst. Engar tæknibrellur, ekki einu sinni brjóst og bossar, bara flott saga og ótrúlegur leikur. takk í bili

fimmtudagur, júní 24, 2004

Vei

Vér fögnum sigri Portúgala þó ég reyndar vorkenni tjöllunum því þeir voru duglegir strákarnir. Ég mun aldrei leggja fyrir mig heimasíðugerð þar sem ég næ ekki þessu Audrey Hepburn gríni hérna til hliðar ekki út en tókst hins vegar rétt í þessu að henda út myndinni af mér. Þetta var fín mynd. Of pirruð til að skrifa meira.

England vs. Portúgal

Ég ætla bara rétt að vona að lesendur þessarar síðu styðji rétt lið í kvöld. PORTÚGAL!!!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Grill

Týpískt, besta veður í Reykjvík í háa herrans tíð og þá er ég að vinna frá morgni til kvölds...svo er ég í fríi í tvo daga og þá byrjar að rigna! Reyndar finnst mér bara frekar huggulegt veður. Svo huggulegt að ég á von á gestum í grill. Ég held ég geti fullyrt hér með að ég elska grill, það er svo íslenskt að grilla á sumrin. Verði mér að góðu.

sunnudagur, júní 20, 2004

Ekki örvænta

Er aðeins svona að fikta í lúkkinu á síðunni þannig að eins og er eru linkarnir horfnir. Þeir fóru þó ekki langt en ég þarf smá aðstoð við að laga þetta og mun það gerast "skömmu seinna". Eru ekki annars bara allir í stuði? Æ nei, commentin eru líka horfin þannig að ég ætla bara að ganga út frá því að þið séuð í feyknarstuði. Var það kannski feiknarstuð? Í gær útskrifaðist litli prinsinn minn með bé ess í verkfræði:) Ég óska honum sem og öðrum kandídötum til hamingju með þetta allt saman. Við héldum upp á daginn þangað til langt var liðið á næsta dag. Eins finnst mér ástæða til að fagna því að Portúgal komst áfram í EM í kvöld en ég er samt pínu svekkt að Spánverjarnir séu dottnir út....joder! Það verður víst ekki á allt kosið. ókei...

fimmtudagur, júní 17, 2004

Kennslu lokið

Jæja, haldiði að stelpan sé ekki bara komin heim á Klakann. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægð með dvölina þarna úti og held ég hafi verið helvíti góður kennari. Hvað á ég að gera næst? Hversu lengi hangi ég nú hér á Fróni? heheh, vantar kannski stundakennara í Angóla? Ég get þetta alla vega, hmmm, svona nokkurn veginn. En sem sagt, ég er komin heim og bara mjög ánæð með það. Búin að knúsa mannskapinn, þar fara fremstir í flokki litli nýi frændinn minn sem er sá snúðslegi í bænum og svo hann Gumma minn sem er líka fínn:)

mánudagur, júní 14, 2004

Frú Stella...

Halló. Veit ekki alveg hvar ég á ad byrja núna, tíminn lídur svo hratt og svo margt búid ad gerast. Sídasta midvikudag ákvad ég ad fara enn einu sinni til Albufeira. Í rútunni tangad voru med mér saenskar fótboltabullur. Ég sat rétt fyrir framan tá (aftarlega í rútunni) og hlustadi á vasadiskó til ad forda mér frá kjánahrollnum sem ég fékk vid ad hlusta á tá. Teir toludu mjog hátt og vid alla tarna aftast í rútunni. "Yes I think Sweden has a very good team this year and actually some people say we might do veeery well you know"..."yes it´s very nice to come from Sweden because when you are travelling nobody understands you..." já já tú heldur tad karlinn minn, prófadu ad tala íslensku tá! teir voru ógedslega hallaerislegir med víkingahjálma og sotrudu vodka, og hljómudu eins og Thule auglýsing, "Ísland best í heimi" nema bara um Svítjód. Af hverju turfa Svíar stundum ad vera svona hrikalega montnir og leidinlegir. eftir tveggja tíma keyrslu fengu teir ad "leigja" gettóblaster af spaenskum krokkum í rútunni. Teir fengu smá hjálp frá mér vid ad tjá sig og voru mjog hissa yfir ad ég vaeri ekki spaensk. Mér rétt svo tókst ad stoppa tá af tega r teir voru farnir ad spyrja Spánverjana "so how do you say in spanish "I want to fuck you"". Teir spiludu fótboltalog, Football is coming home og Vi er rode, og tá haetti ég nú bara ad láta mig sokkva í saetid og hló eins og adrir fartegar ad tessum fuglum. Sá olvadasti turfti náttúrulega ad fara á trúnó vid mig (og vid toludum saensku/norsku, geri adrir betur eftir 3 ´mánudi talandi ensku og spaensku). Madurinn var nákvaemlega eins og Salómon í Stellu í orlofi, herre gud!. Hann romsadi einhverju óskiljandi út úr sér í byrjun vid mig og sagdi svo; "that was "I want to fuck you" in arabic, german, finish, croatian...." WOW, charming. Honum fannst hann vera gasalega kúltiveradur og altjódlegur. Grey drengurinn, leggur mikid á sig vid ad laera tetta. Jaeja, nóg í bili, update um Portúgal kemur fljótlega ef tad kemur. Eda aejjj...segjum bara tad var gaman, fór í afmaeli, bordadi heimalagadan portúgalskan mat í fyrsta sinn og hafdi tad voda notarlegt tó baerinn hafi reyndar verid `frekar skrýtinn svona fullur af enskum húllígans sem brjóta allt og bramla...andsk... XAU (ciao á portúgolsku)

miðvikudagur, júní 02, 2004

Ó nei

Mér hafa borist taer fregnir frá Fróni ad tad sé búid ad stofna stúlknasveit á Skerinu og tad sé verid ad gera eitthvad fjolmidlabrjálaedi úr tví, sjónvarpstaettir og laeti. Úff...mér finnst ég vera nýfarin frá Íslandi. Og tegar ég paeli í tví ad á Íslandi búa jafnmargir og í litlu borginni minni og naersveitum er tetta fáránlegt. Ekki hef ég heyrt í stúlkunum sem kalla sig víst Nylon. Ég rakst tó á skemmtilega frétt á mbl um taer. Tetta fannst mér skemmtilegast:

"Þetta er skemmtilegur vinkill á þessu starfi okkar," segir hún. "Það er skrýtið að hafa myndavél stöðugt á bakinu, þar sem maður er með hárið í teygju og í joggingbuxum að æfa einhver dansspor en það venst."

HA? Med hárid Í TEYGJU og í JOGGINGBUXUM!!! Taktu tér tak stelpa, ekki láta íslensku tjódina sjá tig med teygju í hárinu og hvad tá í joggingbuxum! Tá ertu ljót eda eitthvad, ég veit ekki. Well, ég hef ekki heyrt í teim tannig ad ég er ekki ad gagnrýna tónlistina og ekki heldur taer sjálfar...mér finnst bara vera svona tilgerdalegur blaer yfir tessu ollu saman tar sem ég fylgist med tessu úr fjarska. Common taer eru svo mikid máladar á myndinni ad taer líta út eins og pandabirnir. Mér sýnist taer reyndar vera mjog saetar undir..skemmtileg samsetning líka, tvaer dokkhaerdar, tvaer ljóshaerdar. Hefdi samt turft ad vera ein af odrum kynthaetti, svort kannski til ad hafa tetta sanngjarnt og hofda til staerri hóps (selja meira). jamms, annars er bara 36 stiga hiti´og sól tridja daginn í rod, sem tydir ad enn tarf ég ad dúsa inni allan daginn med blaevaeng, tad er eiginlega of heitt til ad vera úti, enda enginn á gotunum, hér sofa allir eda taka siestu milli 14 og 18 amk. Over and out.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Afsakið hlé

Elskulegur unnusti (sjá undir linkar "boyfriends") benti mér á ad ég hefdi ekki bloggad lengi. Tad gladdi Tótluna tví hún hélt ad bojfrendid kíkti aldrei á blessad bloggid. Jaeja, tad er alla vega nóg búid ad gerast sídan ég tjádi mig hér sídast. Sigrún litla Eyjólfs er komin hingad í alla vega 2 mánada sóarlandaferd. Hún er í skóla í Malaga en kom upp til Dos Hermanas tann 20.maí í húsmaedraorlof. Vid drukkum bjór (lifi Cruzcampo, húrra húrra húrra) og toludum um allt milli himins og jardar fram á nótt. Tad verdur ekki farid nánar út í umraeduefnid hér. Svo brugdum vid okkur í helgarferd til Granada (tar sem ég sá EKKI Alhambra, tíminn leid adeins of hratt). Í Granada hittum vid Heidi og tad var svakalega fínt. Heidur var stodd í Granada til ad rifja upp salsasporin og vid Sigrún solsudumst tarna med henni alla helgina tangad til ég óverdósadi á salsa um klukkan 6 á sunnudagsmorgni og vid pilludum okkur á hótelid. Tvi senjóríturnar turftum ad vinna upp margra mánada slúdurleysi og tad tók einn laugardaag og hefdum alveg getad slúdrad lengur. Seinnipart laugardags fórum vid nefnilega í smá útsýnistúr med vin Heidar sem er salsakennari eda eitthvad svoleidis og hann var í hvítum buxum og g-streng. Tad veit ég af tví ad hann sýndi mér tad...út á midri gotu...tvisvar. Saetur rass samt. Tennan sama laugardagseftirmiddag eignadist systan mín fallegasta ungbarnid á Íslandi og ég get eiginelga ekki skrifad svo mikid um tad tví tá fae ég heimtrá. Mig langar nefnilega svo mikid heim ad knúsa hann. Úff tad e fullt meira búid ad gerast en ég nenni ekki ad skrifa meira um tad í bili, segi frá Malagaferd minni í naestu faerslu. Tarf ad taka siestu. Sól, 35 stiga hiti, hofudverkur...

miðvikudagur, maí 19, 2004

Heimsókn

Gummi Hlír kom í heimsókn í sídustu viku. Tíminn leid gasalega hratt (eins og alltaf tegar atad er gaman) en vid nádum ad fara í siglingu, skemmtigard, og á nautaat (sem var mikid skemmtilegra en ég átti von á). Einnig kíktum vid á La Feria í Dos Hermanas og ad sjálfsogdu horfdum vid á Júróvisjón. Vid gáfum stig tilad byrja med en komumst svo ad tví ad stigagjofin okkar var mjog einsleit og gáfumst upp. ("shit tetta er hrikalegt lag, falleinkunn! Greyid...gefum honum samt svona 4 stig...fínn jakki til daemis") Svo fór Gummi aftur heim til Íslands á mánudag, ég skellti mér til Cádiz, tad var alltílae. Svo vard ég frekar súr tegar ég áttadi mig á tví ad hann vaeri kominn og farinn. Mér tókst samt ad bjarga skapinu í gaer, settist bara med bjór á svalirnar og setti Smashing Pumpkins á fóninn (var búin ad gleyma tví hvad Adore er frábaer diskur tannig ad tad var svona extra skemmtilegt) og las bók. Sólin skein glatt og tegar ég sit alveg í gaettinni sjá nágrannarnir mig ekki tannig ad ég gat setid á naerbrókinni sem er náttúrulega alveg frábaert. Held ég hafi samt ekki tekid neinn lit á teim stodum sem ég er venjulega í fotum til daemis brjóstahaldara. Kannski kann sá stadur bara vel vid ad vera hvítur. ok, vil í lokin nota taekifaerid og óska Tóreyju minni til hamingju med daginn! Góda skemmtun í kvold og góda skemmtun líka Vokulid í grillpartí!

mánudagur, maí 10, 2004

Nú skil ég...

Einu sinni átti ég Nivea krem í spreyformi. Fattadi ekki alveg tilganginn en kremid var gott. Nú fatta ég samt tetta med spreyid. Tad er fyrir fólk sem er thurrt á bakinu (jafnvel ad flagna) en hittir aldrei neinn tegar tad kemur úr sturtu og er ad fara ad sofa! Assgotans vesen!

laugardagur, maí 01, 2004

Malaga

Halló, ég er í Malaga, rigning og leidindi á sjálfan 1.maí hér. Ég fór ekki í 1.maí gongu en ég hef samt gengid frekar mikid í dag. Fór á Picasso safn hérna ádan. Mér finnst Picasso alveg ágaetur en samt hofdar hann einhvern vegin ekki alveg til mín en hann er svo fraegur ad ég veit ekki hvort madur megi segja svona. Ég fíla Dalí betur, en hann er ekki hér tannig ad ég er nú ekkert ad kvarta yfir félagsskap Picassos. Anyways, einhverjir spyrja nú kannski hvad ég sé ad gera í Malaga... og svarid myndi vera á tá leid ad vinkona módur minnar, hún Begga Gústafs býr í Torremolinos og ég er í heimsókn hjá henni (rétt hjá Malaga). Ég er náttúrulega eins og prinsessan á bauninni hérna, alltaf gaman ad fara´í svona heimsóknir. Sídustu helgi fór ég til Cádiz (tar skeit fuglinn á mig) og kynntist tveimur amerískum stelpum á hostelinu mínu. Var svo bara med teim. Taer voru eins amerískar og haegt er, og tegar taer toludu spaensku (med sterkum hreim) bakkadi ég yfirleitt adeins svo fólk héldi mig ekki vera eina af teim. Hehehe, ég átti sjálf erfitt med ad skilja spaenskuna teirra. Annars er bara stud í Andalúsíu, Ferían í fullum gangi, segi kannski bara betur frá tví seinna. Mig dreymir stóru systur mína naestum tví á hverri nóttu tví hún (Anna Bjork) er ólétt og ég hugsa svo mikid til hennar og sakna hennar náttúrulega mikid. Tad eina sem flaekist fyrir mér ad mig dreymir hana ýmist med litla stelpu eda lítinn strák, sem er skrýtid tar sem vid vitum kynid. Hmmm, ég aetla ad bída med ad kaupa barnafot. ok, gott í bili, best ad fá sér churros:)

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Óheppni, framhald

Var ég ekki ad tala um ad tad bodadi óheppni ad labba undir stiga og stillansa? Ég vil baeta einu vid, ekki ganga undir tré. Ég gerdi tad um daginn og fugl skeit á mig! ohhhhh

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Óheppni

Var ad spá, thetta med hjátrúna ad labba undir stiga bodi einhverja ógaefu..... teljast stillansar med?

föstudagur, apríl 16, 2004

Sevilla

OK, ég er komin aftur til Sevilla, stud stud. Fjárfesti í vasaútvarpi í vikunni í Kaupfélaginu. Úrvalid var ekkert svo ég fékk eitt aedislegt á 5 evrur. Tad býdur upp á tvaer volume stillingar (tó tad eigi ad vera svona venjulegt) tannig ad tad er ýmist mjog hátt eda ekkert heyrist. Svo er mesta kúnstin ad hitta á adeins eina útvarpsstod! Mér leidist ad hlusta á tvaer svona hálft í hvoru, lýsingu á fótboltaleik (frekar trylltar lýsingar) og flamenco tónlist (enn trylltara). Jeminn eini. Mér tókst tó um midjan dag í gaer ad hitta á Kiss fm (mjog ólík nofnu sinni á Íslandi) og ég mun aldrei hreyfa takkann aftur af ótta vid ad finna hana ekki aftur. Annars var vikan bara fín í skólanum. Fór í einn 1.bekk (12 ára). Kennarinn las upp nofnin, og ég tók eftir ad hann Pedro hafi f (falta=fjarverandi) alla daga í kladdanum! Mamen, kennarinn útskýrdi tad fyrir mér. "já, mamma hans er í fangelsi vegna fíkniefnamáls og tá kemur hann ekki, honum er hvort ed er alveg sama og hann er einhvers stadar hjá aettingjum" Úff, tvílíkt vonleysi stundum. ok tíminn lidinn á internet kaffi, hvad á ad gera um helgina? Ég veit ekki med ykkur, en ég aetla á strondina:) Reyndar spád rigningu tannig ad ég er bara ad fara ad spóka mig svo ég fái ekki óged á herberginu mínu:)

laugardagur, apríl 10, 2004

Skemmtilegheit

Til ad byrja med sma komment a kommentin i tarsidustu faerslu... Gulli, tu ert alltaf velkominn, hvenaer kemurdu? Og Gudjon, mer fannst titt "ad lokum" komment i vokulida vikunnar svo frabaert ad mer fannst snidugt ad endurnyta tad. Ja madur hefur vida komid i felagsmalum...Herdis minnti mig a Tonabae...en mer fannst spurningin leidinleg og tess vegna svaradi eg a einfaldann hatt. Krakkarnir i skolanum tala hraedilega enslu en eg verd hardur kennari. Elstu strakarnir spurdu kennarann hvort eg vaeri a lausu, gott ad vita af tvi ef Gummi stendur sig ekki (djok) ad madur a svona unga addaendur. Ad odru. Eins og gloggir lesendur Totlutjattsins sau sagdist eg i gaer aetla til Spnar i dag. En nei...eg er enn i Portugal! Tegar eg aetladi ad kaupa midann i rutuna i dag var hun ordin full. Eg vard natturulega aleg crazy og reyndi allt sem eg gat tvi naesta ruta er a manudag en ta a eg ad vera ad kenna:( Tetta er voda leidinlegt en eg get ekkert gert i tessu, hef reynt allt. Kvidi tvi ad hringja i yfirkennarann til ad segja henni fra tessu, tetta gefur kannski ekki goda mynd af mer. C'est la vie.

föstudagur, apríl 09, 2004

Portugal

Ordid "nostalgia" er tad besta til ad lysa tilfinningum minum tessa dagana. Er i Albufeira, minum gamla "heimabae" (hehehe...var herna reynda bara i 4 manudi fyrir 4 arum en tessir manudir voru alveg spes). Buin ad hitta fullt af gomlum og godum vinum og hafa tad gott og hef lika skemmt mer otrulega vel med Heiddisi Vokustelpu og hennar fjolskyldu. Fer aftur til Spanar a morgun....voda gaman.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Spánn

Halló, ég er komin til Spánar, er hérna rétt fyrir utan Sevilla, hálfgert skítapleis reyndar en samt bara fínt. Ég bý ein í húsi tannig ad ef einhvern langar til Spánar, tá er ódýrt ad fljúga med Ryanair hingad, allir velkomnir. Ég er ad kenna krokkum og unglingum ad tala ensku og tau kunna ekki rass í bala! Tau vita hins vegar oll núna hvad kisan mín heitir (og bera "Gríma" óadfinnanlega fram) og hvad fjolskyldan mín heitir. Mjog dugleg ad punkta nidur nofn á íslensku, bara svo lengi sem tau turfa ekki ad tala ensku! hahaha. Jaeja, tarf ad fara ad vinna...látid heyra í ykkur.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Mótmæli

Rétt eins og við stúdentar mótmæltum upptöku skólagjalda við HÍ í gær ætla ég að mótmæla núna. Eða nei ekki beint mótmæla, kannski ég byrji bara aftur. Ég ætla að skora á Bryndísi sem gengur undir nafninu Krullubossi hér til vinstri á síðunni, að hefja að blogga aftur. Ég vil alls ekki pína hana til bloggsins en þar sem hún hefur hvorki tilkynnt endalok Bryddarans né kvatt kóng né prest finnst mér að hún ætti að sinna lesendum örlítið betur. Bryndís er reyndar frekar upptekin kona þessa dagana, ó sei sei það vitum við öll en ég krefst þess að fá skýringu á þessu háttalagi. Ég hvet alla sem eru sammála mér í þessu að commenta um það hér á síðunni og svo látum við Bryddarann heyra það:)

mánudagur, mars 22, 2004

Spánn
Í þarsíðustu færslu minntist ég á nýtt plan sem felur í sér flugferð. Ég gleymdi svo að greina betur frá plani þessu en tja, hvernig get ég líst þessu...hmmmm.... ég er sem sagt á leiðinni til Dos Hermanas sem er borg í útjaðri Sevilla næstu helgi. Þar mun ég vera aðstoðarkennari í ensku í unglingadeild. Hehehe, spennó ha? Stefnan er að vera þar í 3 mánuði og er stelpan bara full tilhlökkunar. Það eina sem skyggir á gleðina eru tilvonandi fæðingar og útskriftir hjá nánustu fjölskyldumeðlimum en ég verð bara í stöðugu símasambandi á slíkum stundum:)
Voff
Ef einhvern langar í lítinn 9 mánaða hvolp sem fannst í Kópavogi og vantar heimili þá er bara um að gera að hringja í Leirur (held það heiti það) og spyrja um hvutta:) Honum verður lógað um helgina býst ég við ef það finnst ekkert heimili:(

miðvikudagur, mars 17, 2004

Allt að gerast
Það er bara allt að gerast í lífi mínu þessa dagana þó ég geri reyndar allt bara á mínum hraða (hægt). Ég þori ekki að tala of mikið um það ef það skildi klikka (sem sagt nýjasta planið) en svona til að segja eitthvað þá er það alveg frábært!!! NB ég er hvorki ólétt né að fara að gifta mig. Ég segi meira um leið og ég veit meira eða einfaldlega get ekki þagað lengur. Ok ég get alla vega sagt að planið felur í sér flugferð. Svo er líka allt að gerast í bílnum hjá Gumma núna en þið getið lesið meira um það hér :)

þriðjudagur, mars 16, 2004

Mér
...dettur ekkert sniðugt í hug að skrifa hér. Mun skrifa aftur næst þegar mér dettur ekkert sniðugt í hug.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Kvörtun
Undirrituð vill hér með leggja inn formlega kvörtun til veðurguðanna (með von um að þeir lesi þetta blogg) og óskar eindregið eftir því að úr þessu verði bætt hið snarasta.

Þórhildur Birgisdóttir

miðvikudagur, mars 03, 2004

24
Ég á afmæli í dag:) Kaffiboð gærkvöldsins heppnaðist vel í alla staði og átum við á okkur gat af amerískum pönnukökum með súkkulaði, bönunum, sultu, jógúrt, jarðaberjum og sírópi og ég veit ekki hvað og hvað. Dagurinn í dag hefur líka verið betri en ég átti von á. Byrjaði á að fara í klippingu og er bara frekar flott þó ég segi sjálf frá (hehe) ..kíkti til stóru systur í hádeginu sem bauð upp á kakó og kringlu og fór því næst á fund með Alþjóðanefnd sem er alltaf hressandi og já, ég ætla að hætta þessari upptalningu. Takk í dag.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Afmæli
Í dag er fagur dagur þrátt fyrir ööööömurlegt veður. Í dag á nefnilega Herdís Lundúnamær afmæli og líka Arndís verkfræðimær en ég var einmitt full í afmæli hjá henni um helgina. Ég verð full við að rifja það upp en það var mjög hressandi og skemmtilegt allt saman. Arndís er líka svo mikill gestgjafi í sér ef það má orða það þannig. Alveg ótrúleg stúlka. Ég vil senda þeim báðum árnaðaróskir í tilefni dagsins. Í gær áttu aðrar vinkonur mínar afmæli, þær Inga Steinunn og Ingibjörg Ýr og svona mætti lengi telja. Í kvöld ætla ég að halda upp á afmæli Herdísar með því að bjóða Clueless genginu (en hún er náttúrulega í því þó hún sé reyndar fjarri góðu gamni) í kvöldkaffi. Stuð!

mánudagur, mars 01, 2004

Bíó
Ég er með smá svona bíóæði núna, fór á Something´s gotta give í gær og hún er bara mjög góð þó hún verði reyndar pínu langdregin og væmin á köflum, en þannig er lífið... hmmm. Svo kíkti ég aðeins á Óskar í nótt, hefði kannski átt að sleppa því, ætlaði aldrei að vakna en ég horfði reyndar bara í smá stund. Nú þarf maður að fara að skoða kjólana á netinu, mér sýndist Naomi Watts vera í flottum kjól. Hmmm, ok later..

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Draumar
Mig dreymir yfirleitt mjöööög furðulega drauma. Í nótt dreymdi mig meðal annars að Jónsi í svötrum fötum, Birgitta Haukdal og einn ónefndur fyrrum skólafélagi Gumma úr MK (sem var í útskriftarferðinni) réðust á einhvern barþjón. Ég hef aldrei séð Birgittu svona reiða (mjög ólíkt henni). Þau voru eitthvað fúl við hann, gott ef hann hafði ekki eitthvað svikið þau (um gigg kannski) og þau bara kýldu hann og lömdu og allt ljótt. Í draumnum var ég í einhverju svona department store (hvað sem það heitir nú á íslensku) fór upp rúllustiga og var að skoða ýmislegt fallegt og sá þettq ljóta atriði á skjám um alla búðina. Ég man að ég var mjög hissa, sérstaklega að sjá Birgittu í slíkum ham. Foreldrar héldu fyrir augun á börnunum. Hef ég sagt frá því þegar mig dreymdi að ég fór í skíðaútskriftarferð til Laos? Það var rosalegt, ég man hann ekki nógu vel, bara að við keyrðum til baka, vegirnir voru slæmir (brattar og hlykkjóttar brekkur) og við vorum lengi á leiðinni. Man ekki hvernig skíðalandið sjálft var. Úff....

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

heimsku próf
Af hverju tekur maður svona próf? Ég er Konstantínópel!


You're Turkey!
You have a good deal of history behind you, both good and bad, but through it all, you've become a leader among your friends.  You have an uncanny ability to make friends with people who hate each other, though sometimes you just hate them instead.  Surprisingly fickle, you keep a good balance in your life between religion and humanism, but most people think you're fanatical anyway.  You're Istanbul, you're Constantinople.
Take the Country Quiz at the Blue Pyramid

Saumaklúbbar
Ég bauð stelpunum sem eru með mér í verkfræði (hmmm) í saumaklúbb í gær og það var bara voða fínt. Ég gerði kjúklingasalat handa stúlkunum sem var mjög spes, svona "oriental" á bragðið en svona skrýtið bragð getur verið svo gott. Æ ég ætla ekkert að reyna að lýsa þessu. Þeim fannst ég ekki sitja nóg hjá þeim í betri stofunni, en ég er bara svo lengi að saxa papriku og lauk og hræra og hnoða og bara lengi að öllu yfir höfuð að það var ekki um annað að ræða. Ég skil stundum ekki hvernig ég kemst í gegnum sumt á þessum hraða snigilsins. Altsa, það sem ég vildi sagt hafa var að ég skemmti mér mjög vel eins og alltaf þegar ég hitti þessar snótir sem sjá um að halda manni inni í slúðrinu. Það vantaði samt aðalslúðrarann...Betu. híhíhí, hún þorði örugglega ekki að koma þar sem ég hafði hótað henni flengingu með bolluvendi. Raggeit.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Nostalgía
Ég mæli með þessari nostalgíu. Klikkið á "uk" og þá getið þið gleymt ykkur við að skoða grannana endalaust og farið í leiki og allt. Ohhh...svo gaman. Annars er ég ennþá að velta mér upp úr öllum þessum möguleikum sem ég var að tala um í fyrradag. Fleira var það ekki.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mentos
Er að vinna í Tungumálamiðstöð og tók með mér smá nammi eins og svo oft áður. Í þetta skiptið varð Mentos fyrir valinu. Ég ætlaði að kreista síðasta mentosið á mjög kúl hátt úr bréfinu og láta það svífa upp í munninn á mér en tókst ekki betur til en svo að það sveif beinustu leið á gólfið. Pirr pirr! Sérstaklega þar sem þetta var síðasta mentosið sem gerir þetta extra leiðinlegt.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Möguleikar
Það erfiðasta við að vera ung kona (hehe) í dag eru möguleikarnir! Það er alltof mikið í boði. Ég er reyndar ekki að drukkna í atvinnutilboðum frekar en aðrir en ég get ekki fundið út hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég tel að ég eigi enn eftir að uppgötva hæfileika á ýmsum sviðum. Ég er kannski ekki vitavonlaus og á mér alveg von en sérstakir hæfileikar hafa eitthvað látið á sér standa. "Hey...hæfileikar, ekki vera feimnir"...

Ég reyndi nokkrar íþróttagreinar og fannst þær flestar mjög skemmtilegar en var samt frekar léleg í öllu. Ég náði í mesta lagi bronsi á innanfélagsmóti í ÍR á skíðum, kannski gulli ef það var aðeins einn annar keppandi. Mér var sem sagt ekki ætlað að verða íþróttastjarna þó ég hefði gaman af spriklinu. Mér finnst líka mjög gaman að syngja og syng yfirleitt mikið með útvarpinu en þegar einhver lækkar í því heyri ég hversu hræðilegur söngvari ég er. Raddsviðið nær yfir eina áttund svo ég get líka gleymt poppstjörnudraumum.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að í mér búi duldir hæfileikar sem ég hef ekki enn uppgötvað og mun jafnvel aldrei gera. Kannski hefði ég orðið frábær banjóleikari eða nautabani. Möguleikarnir eru svo margir og það er erfitt að velja. Allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar:)

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Vaka
Kosningar eru búnar en ég er ekki vön að blogga um þau mál og ætla ekki að byrja á því núna. Langaði bara að segja að Vaka náði 5 manns í Stúdentaráð þannig að ég er inni. Nú tekur við lærdómur við og ég þarf að vinna upp heilan helling, sérstaklega í ítölsku held ég. Best að fara að vingast við Þóreyju:)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hrós
Hrós dagsins fær Þórey Sif fyrir að vera stolt af vinkonum sínum og fallegar hugsanir. Fólk segir svona lagað alltof sjaldan.
Brjóst
Bandaríkjamenn eru teprur, og eins og fleiri hef ég aðeins velt fyrir mér tepruskapnum í þeim í þessu Janet-máli. Mér fannst brjóstið hennar bara fínt þó atriðið væri frekar tilgangslaust, nema jú það náði mikilli athygli (sem var sennilega tilgangurinn) En af hverju fær þetta meiri athygli en þegar poppsmápíur eru dillandi sér á eggjandi hátt hálfberrasaðar í myndböndum og á tónleikum. Gamla brýnið var bara mjög dannað þarna á sviðinu með annað brjóstið útistandandi miðað við margar aðrar. Mér fannst Justin vera samt pínu álkulegur. En nóg um það, ég hvet alla til að lesa grein um málið eftir Obbu Deiglukonu.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Kríli
Það er víst orðið opinbert á netinu og þá verð ég að fá að segja það hér að hún Erla er ófrísk:) víííí, sú fyrsta í Clueless:) Ég segi bara eins og Gummi pabbi Erlu, "það var lagið Jónas". Ég er ekkert smá spennt. Í ágúst eigum við í Clueless sem sagt von á einni mini Erlu eða mini Jónas. Veit ekki hvort, alla vega einu ljóshærðu, bláeygðu og brosmildu kríli:)

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

kosningar schomisningar
Þessa dagana geri ég lítið annað en að vera í kosninastússi, sem er reyndar bara mjööög gaman. Mamma segist hlakka til þegar þær eru búnar. Þá verða endurfundir... sé gamla settið lítið núna. Sé hins vegar Vökufólk út um allt og það er alltaf hressandi. Ég held samt að hressleiki vikunnar (síðustu) hafi verið matarboðið hjá Clueless. Það var Vala sam var svo vinaleg að bjóða okkur heim í fínu íbúðina sína á "the main shopping street". Við fengum ostatertu sem Erla gerði með smá laiðsögn frá Jónasi kæró. Svo fórum við í leik við Vala vorum með smá glens. Það var hins vegar Þórey sem tók þessar myndir. Takk fyrir mig dömur. Fyrst ég er að linka á svona myndir verð ég að setja hérna skvísumyndina af Bryndísi og mér. Frekar kúl. ok fleira var það ekki:)

mánudagur, febrúar 02, 2004

löndin...
hef verið eitthvað að væflast á netinu og sé að allir eru með svona kort og segja gjarna hver löndin eru. Ég hef sem sagt komið til 19 landa (með Íslandi...hehehe). Þau eru; Norðurlönd fyrir utan Finnland, USA (þetta eina skipti), Þýskaland, Holland (flugvöllurinn einungis), Sviss, Austurríki, (allt saman fyrir löngu síðan, þ.e. mið-Evrópan), Frakkland, Spánn, Portúgal, Gíbraltar, Ítalía, Lúx, Marokkó, England, Thailand og Laos. Og hananú, hmmm væri gaman að skoða mið-Evrópu betur:)
landafræði
Held að ég hafi alltaf haft áhuga á landafræði almennt og að ferðast og sjá sem flest. Fann þetta próf og tók það, og samkvæmt því hef ég séð 8 % af heiminum. Maður merkir við þau lönd saem maður hefur heimsótt og ég merkti þar af leiðandi við Bandaríkin (eins og þið sjáið á kortinu) en ég hef bara farið til New York og Philadelphia. Sniðugt:)
create your own visited country map or write about it on the open travel guide

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Skvísukvöld
annað hvort er ég svona leiðinleg (sem er kannski ekki svo fjarri lægi) eða bara enginn að lesa bloggið mitt því það commentar enginn hjá mér. Clueless meðlimir höfðu greinilega ekkert um málið að segja. En ykkur hinum að segja (það er ef einhver er að lesa þetta) þá er Clueless sem sagt að halda upp á 7 ára afmælið sitt um helgina og plönin að skýrast. Við ætlum að borða mexikóskt! ...og ekki mexikanskt því það er enska=mexican. Ég veit ekki ennþá hvort við ætlum að horfa á myndina Clueless (1995) með táningsstjörnunni Aliciu Silverstone:)

þriðjudagur, janúar 27, 2004

American Style
Ég er orðin svo mikill fastakúnni á Stælnum að ég vann um daginn máltíð hjá þeim í einhverjum svona sms-leik! Það er ekki slæmt. Svo er bara almennt mikil stemning fyrir laugardagskveldinu en þá mun ég gera mér glaðan dag með Clueless. Clueless ætlar í húsmæðraorlof sumarið 2005 og erum við að safna fyrir því (peningagjafir vel þegnar sem og baðhandklæði og sólarolíubrúsar). Ég hef varið ófáum mínútunum fyrir framan tölvur að leita að ákjósanlegum áfangastöðum á netinu þó það sé svona langt í þetta og fer að kunna flugleiðir Ryan Air og Easy Jet utan að! Reyndar hef ég miklar áhyggjur af því að ég verði flutt lengst út í lönd þegar á að fara í þessa miklu ferð og langar því helst að flýta henni um eitt ár eða svo... hvernig líst ykkur á? Hvað finnst Clueless meðlimum? Hvað finnst lesendum?

þriðjudagur, janúar 20, 2004

mjááá
Af því að ég elska allar kisur verð ég að linka á þessar sem ég fann á tilverunni.
Janúar
Trúi ekki það sé kominn 20.janúar! Allt komið á fullt skrið í sambandi við kosningar og ætla ég að nota tækifærið og minna á hádegisfund Vöku nk fimmtudag í Lögbergi 101 um fjölmiðla. Þar ætla Ögmundur Jónasson, Gunnar Smári Egilsson og Ólafur Stephensen að tjá sig um málið... allir að mæta! Ætla ekki að tala meira um kosningar hér því þrátt fyrir að þetta sé allt saman mjög skemmtilegt og áhugavert þá nenni ég ekki að tjá mig um þetta núna. Ég vil miklu frekar tjá mig um hvað ég gleðst yfir yfirvofandi Clueless boði hjá Erlu í lok mánaðarins. Clueless eru reyndar undir linknum "strumpar" hér til hliðar. Þar mun kvennlegur klæðnaður, skart, bollur og glamúr ráða ríkjum....bravó! Reyndar eru tvær kvennfélagskvennanna búsettar erlendis og verður þeirra sárt saknað. En nú þarf ég að koma mér í vinnuna í Tungumálamiðstöð.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

mr-ingar
Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara að taka út emmerringalinkinn hérna til vinstri. Flestir þeirra eru hérna undir öðru eins og "strumpar", "saumó" etc.... Er að fara að passa Birgi Stein og borða pizzu.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Afmæli
Á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Betu en hún er sem sagt í verkfræði með Gumma og þess vegna erum við saman í saumaklúbb því þær eru svo góðar að leyfa litla spænskunemanum að vera með sér í saumó (enda hef ég mikið hangið með verkfræðinemum). Stundum gleymi ég að ég sé ekki í verkfræði og stend mig að því að nota alls konar hugtök sem ég skil ekki (nöfn á kúrsum og kennurum líka) en hefur bara síast inn. Hressandi. Þessi saumaklúbbur er svona í hressari kantinum og hér má sjá myndir úr afmælinu sjálfu. Ég var hins vegar í stuði kvöldið áður og því svona frekar róleg (miðað við hinar) þetta kvöldið eins og sést kannski á myndunum. Lengi hafði ég heyrt af hæfileikum Betu í eldhúsinu en mamma mía... þetta var ótrúlegt. Ég taldi ekki hve oft hinar fóru að hlaðborðinu en mig grunar að ég hafi farið oftast. Ég kláraði súkkulaðihúðuðu jarðaberin. mmmmmm...

mánudagur, janúar 12, 2004

letiblogg
Þar sem ég nenni engan vegin að blogga þessa dagana langar mig að benda þeim lesendum sem enn álpast annað slagið inn á síðuna mína á mun skemmtilegri og áhugaverðari blogg en mitt. Vil ég þar fyrst nefna Siggu Víðis vinkonu mína úr Rammagerðinni. Hún er reyndar mikil Röskvukona en fín stelpa samt sem áður (hehe, smá kosningafílingur að koma í mann). Sigga mín er nefnilega stödd í Asíu, nánar tiltekið á Indlandi að kynna sér aðstæður. Hún er alveg mögnuð stúlka og ævintýragjörn með meiru (hver annar myndi skella sér til Kabúl í viku í desember?) og þið bara verðið að kíkja á síðuna hennar og lesa frásagnir og reynslusögur úr þessu ferðalagi. Annað skemmtilegt blogg er bloggið hennar Evu Láru spænskunemaskutlu sem býr í Valencia núna en var einu sinni í Kólumbíu um tíma. "Me llaman el desaparecido..." Eva Lára er þeim hæfileikum gædd að geta kynnst hverjum sem er hvar sem er og hefur það greinilega ekkert breyst þarna úti á Spáni. Mér sýnist stúlkan hafa það ákaflega notalegt og mér finnst hún alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt með nýju fólki:) Ég læt þetta nægja í bili, bendi á fleiri skemmtileg blogg næst þegar ég nenni ekki að blogga...hahaha

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Skóli
Ástandið fer að verða eðlilegt, skólinn að byrja aftur, ég er í Tungumálamiðstöð að vinna, Afmæli hjá Betu verkfræðigellu á laugardaginn og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að þessu. Svo vorum við Gummi svo heppin að fá kommóðu frá foreldrum hans í fyrradag (sem við völdum sjálf). Við skötuhjúin áttum skemmtileg IKEA móment saman við að setja mubluna saman. Ég fjárfesti í rúmteppi (1290 kr.-) á sama stað en Gumma tókst reyndar að bía það eitthvað út innan sólarhrings. Henti einhverjum bílavarahlut á rúmið ...ok smá ýkjur, en þetta var eitthvað sem tengdist bílnum...for kræing át lád! Áfram IKEA;)

laugardagur, janúar 03, 2004

2004!
Gleðilegt ár allir! Síðasta vikan af árinu 2003 var gasalega notaleg og skemmtileg. ég er í löngu jólafríi, vann þess vegna frekar mikið, en var reyndar í fríi á þorláksmessukvöld. Sandra, Maggi, Gumi og ég fórum á smá tónleika þá um kvöldið, mjög huggó nema þegar við Gummi vorum að labba í bílinn, þá kastaði einhver Selfoss-tjokkóinn flösku óvart næstum því í hausinn á mér. Vitleysingur. Ef ég hefði verið skrefinu framar þá hefði ég rotast. Held ég. Svo fékk ég að sjálfsögðu ýmislegt fallegt á jólunum (og borðaði rjúpu;)) og hitti Clueless vinkonur mínar í Spa-inu hjá pabba hennar Erlu. Við (eða Kvennfélagið Stirða eins og við erum að pæla í að kalla okkur) fórum þangað að kósa okkur, æfa sundfimleika og hanga í gufu, og fórum svo þaðan á Stælinn og því næst til Elsu bókmenntaskutlu frá Stokkhólmi með meiru. Það var orðið alltof langt síðan ég hafði hitt svona mörg eintök af Clueless-vinkonum samankomnar á einum stað að ég skemmti mér alveg extra vel. Ekki amalegur félagsskapur! Ekki má gleyma Vökujólaboðinu sem var líka huggulegt og kósí. Við drukkum heitt SÚKKULAÐI (ekki kakó!!!) og borðuðum snarl með:) Yngsti Vökuliðinn í boðinu var hann Ásmundur sonur Jarþrúðar en hann fæddist í september og er því mjög ungur og efnilegur. Svo kom snjókoma á mánudegi, bravó fyrir því, svo kom einhver þriðjudagur sem ég man lítið eftir, nema jú að ég fór í Smáralind með Söndru. Svo kom gamlársdagur sem var bara fínn og nýja árið byrjaði ég svo á að passa Birgi Stein systurson minn í tvo daga. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, fórum t.d. með Diljá frænku (sem er 5 ára bróðurdóttir mín) á skauta, skoðuðum litlu kisu Þórhildar og Eddu (dætur hins bróður míns fyrir þá sem eki þekkja mig og mína familíu) og horfðum á IDOL. Í kvöld borðuðum við Gvendur svo hjá Söndru og Magga en í fyrramálið halda þau til Englands. Elsa er líka að fara aftur út, og Herdís. Mér finnst þetta alltof stutt stopp hjá ykkur...huhuhu. over and out!

þriðjudagur, desember 30, 2003

fimmtudagur, desember 18, 2003

úbbosí
Eitthvað er Úlf að verða kú kú af lestrinum. Kíkið á þetta, geðveikt fyndið:) Ég held ég tali alveg stundum við sjálfa mig en váááá.... hvað með ykkur?
Súkkulaði 3.hluti
Hef enn ekki fengið dagatal, og hef eiginlega gefið upp alla von. Gúffaði í mig súkkulaðirúsínum hjá mömmu áðan í staðinn.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Jólakort
Takið eftir, þið sem hafið sent mér jólakort í gegnum árin og ekki fengið neitt frá mér nema kannski í mesta lagi eitt svona samviskubits sms á aðfangadag, þið eigið sjéns! Já, svei mér þá, ég er búin að skrifa nokkur jólakort, man alveg örugglega ekki eftir öllum sem mig langar að senda jólakort en mér finnst ég eiga smá hrós skilið fyrir viðleitnina:) Svo á ég eftir að fara með þetta í póst, sem er önnur saga...hömm hömm.

Hvað er málið með klink familíunna núna, shout outið er enn einu sinni að klikka? Mér finnst þetta ekki sniðugt.

Svo styttist í Idolið:) Er sammála Þóreyju um hennar idolpælingar. Ég bara skil ekki alltaf úrslitin þó þau hafi flest verið bara fín síðast. x-Anna Katrín! Annars er bara það að frétta að Sandran mín er komin til landsins og ég er að fara að hitta hana í dag. Síðast þegar við hittumst (um miðjan nóvember) fórum við á marakóskan (er það rétt?) veitingastað í London og þeir áttu ekki hummus. Sandra sagði tjenestepíunni að hún hefði aldrei áður farið á hummuslausan arabískan veitingastað. "How can you be out of hummus???" sagði Sandra orðrétt. Pían varð vandræðaleg og svaraði "sorry but I don´t speak very much english". Hún var sennilega rússnesk. Maturinn var samt mjög góður þó enginn væri hummusinn. hmmmm....

fimmtudagur, desember 11, 2003

Matur
Ég er búin í prófum! Kláraði í gær og hélt upp á það með því að fara í kokteilboð og tvö matarboð. Mmmm hvað það er gott að borða... Ég sé ekki ástæðu til að hætta að fagna þessum próflokum sem komu svo snemma í ár (tók nú bara 8 einingar) og fer því í jólahlaðborð í kvöld með Rammagerðinni en það er einmitt vinnustaðurinn minn og örugglega besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Á morgun fer ég ekki í matarboð (er reyndar að reyna að lokka "klessurnar" á kaffihús, hvað segiði stelpur?) en á laugardag mun ég halda áfram og fara í matarboð til Svönu mágkonu og Steina stórabróður sem á einmitt afmæli þá. Það er gaman að þessu.

laugardagur, desember 06, 2003

leti
Tótlutjattið er alveg að massa lesturinn núna!...eða þannig sko. Í gærmorgun vaknaði ég alltof snemma. Mér fannst ennþá vera nótt. Var reyndar lengi að pæla í því hvort ég hefði eitthvað farið að sofa. Ég sem sagt vaknaði klukkan hálfsjö til að fara í jólamorgunkaffi (og Gummi líka) hjá Svönu mágkonu en það var sko þess virði að vakna svona snemma. nammi namm (segi bara eins og Bubbi). Ég át svo mikið að ég ætti að vera enn södd. Reyndar er það ekki þannig og því fékk ég mér miðmorgunmat um hálfellefu. Svo fór ég bara í próf. Í morgun vaknaði ég svop aftur svona snemma (og það á laugardegi!) en til að fara á safnið að lesa. Ég hins vegar hélt bara áfram að sofa... á safninu. Í dag hef ég svo skoðað mbl.is 16 sinnum, skoðað allar konurnar sem kepptu í Miss Mundo (Miss World) 2 sinnum...fyrir utan allt annað sem ég hef skoðað á netinu, farið á Stælinn, pissað sirka 20 sinnum á klst, borðað nammi, og drukkið vatn (pissað aftur). Þess á milli er ég dugleg á safninu! Best að halda áfram:)

föstudagur, desember 05, 2003

Súkkulaði, framhald
Ég hef ekki eignast súkkulaðidagatal enn, en ég borða hins vegar oft súkkulaði. Var í prófi, gaman. Hef ekkert að segja nema kannski það að ég og Gummi ættum að fá koju hérna í VR2!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Súkkulaði
Mig langar í súkkulaðidagatal! Fylgir ennþá lítil túpa af tannkremi með?

mánudagur, desember 01, 2003

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Aðventa
Ótrúlegt en satt en í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu! Líka ótrúlegt en satt, á morgun er 1.des og próf í viðskiptaspænsku hjá mér. Er á safninu núna að reyna að drekka í mig spænskan orðaforða sem ég hef aldrei heyrt eða þurft að nota (vei). Prófið er í fyrramálið en eftir það fer ég á 1.des hátíð stúdenta og mæli með að allir láti sjá sig. Háskólanemar ættu að hafa fengið dagskrána senda í pósti. En það kemst fátt að í kollinum á mér núna en spænskan. Gangi mér vel!

föstudagur, nóvember 28, 2003

gleðilegan föstudag
Jæja, ég þarf ekki að bíða mikið lengur, IDOL er í kvöld....jejejeje:) Ég hef misst af ótal þáttum. Ég reyni að horfa á IDOL þegar ég er ekki í útlöndum (hehe). Reyndar er ég bara svo ánægð með margt akkúrat núna. Í gærkvöldi var ég hins vegar ekkert svo svakalega ánægð í smástund og það bitnaði þá á Gumma sem lætur smá fýlu í stelpunni nú ekki hafa áhrif á sig. Ég held að ég hafi bara verið svöng og svo langaði mig í ís og fékk ekki ís og svona rúllaði þetta. Ég var reyndar ekkert í fýlu, bara frekar óhress. Í dag er ég hins vegar hress, enda fór ég á ánægjulegan fund (kaffi) með Páli yfirmanni í morgun ásamt öðrum stúdentaráðsliðum. Veðrið er ótrúlega fallegt og Herra Bláfjöll spáir opnun á morgun í fjallinu. Ég kemst reyndar ekki, en þetta er þó allt á réttri leið. Ég fer aðeins í tvö próf og eitt munnlegt próf, og ég kvíði þeim ekkert svo, ég er bara ánægð yfir að þetta sé að byrja. Þegar ég er búin í prófunum get ég farið að hitta vinkonurnar mínar en ég hef saknað þeirra sárt í haust, og á auk þess von á vinkonum að utan:) Elsu hef ég ekki séð síðan í maí, Söndru sá ég reyndar um daginn og Herdísi og Aldísi í september. Svakalega er Vaka samt öflug víða... rakst á þetta á netinu;)

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Amanda
Ég lýsi hér með eftir Amöndu Homewood. Ég fann "boarding cardið" hennar í vasanum á gallabuxunum mínum áðan þegar ég var að taka til í þeim. Ég fann náttúrulega ýmsa slíka miða merkta mér en líka þennan frá easyJet (flaug sjálf ekkert með þeim). Amanda átti flug 22.11 frá London til Zurich... boarding time 17:25. Hvernig endaði þessi miði í vasanum mínum, ég var ekki einu sinni á ferðalagi þegar þetta var. Ég vona að Amanda sé ekki enn á flugvellinum í London.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

laugardagur, nóvember 22, 2003

Porto Santo
Hvað er Porto Santo? bíómynd? líkjör? skemmtiferðaskip? dásamleg portúgölsk eyja undan ströndum Afríku? Tja...ég segi ekki meir. Nú fer þessu ferðalagi að ljúka og þá held ég að ég ætli ekki meira til útlanda á þessu ári a.m.k. Hef verið hér í viku á ESIB ráðstefnu, en ég hef örugglega einhvern tíma sagt hvað ESIB er. Hér eru hagsmunir stúdenta ræddir fram og tilbaka og ég var í mjög skemmtilegum vinnuhóp þar sem við veltum fyrir okkur þörfum skiptistúdenta. Veðrið hér er ljúft, ekkert svakalega heitt en bara svona notalegt, og ég afrekaði að fá mér sundsprett í sjónum. Dagskráin hefur verið nokkuð þétt en við náðum aðeins að slappa af með bjór og snakk á ströndinni einn daginn. Úbbs, nú er er hléið á fundinum að verða búið, þannig að ég þarf að hætta þessu blaðri. Á aðeins eftir um sólarhring á þessari eyju sem er lengst útí Atlantshafi (nei ekki Íslandi....finnst ég samt hafa notað þennan brandara áður).

Þetta er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Porto Santo (næstum því Madeira)

föstudagur, nóvember 14, 2003

Blogglög
Undarlegt með þetta bloggsamfélag. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort fólk (þ.á.m. ég) kunni að höndla þetta. Mér finnst fólk ekkert spá hvað það talar um og leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti sem það myndi annars ekki segja upphátt. Ég er þó ekki að segja að það ætti að setja "blogglög" eins og titillinn gefur í skyn því það ríkir ritfrelsi í Bloggheimum en það má samt ekki misnota það. Margir bloggarar hika ekki við að gefa sína skoðun, sem er svo sem í lagi, en það hræðir mig hvernig fólk virðist skrifa illa um hvern sem er. Orð mín um latínukennarann minn í MR hérna nokkrum færslum neðar voru kannski ekki falleg en þau eru náttúrulega líka sögð í gríni en það er svo auðvelt að mistúlka svona blogg. Bloggarar ættu kannski að vera tilbúnir að verja orð sín þegar þeir eru spurðir utan Bloggheima. Ég hugsi ég dragi bara orð mín um þennan ágæta mann tilbaka. Hvað finnst ykkur? Er eðlilegt að blogga illa um samborgarana (sem jafnvel álpast inn á bloggið manns) ???

svo er bara idol í kvöld:)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Latína
Kristín hundur komst að því nýlega að hún er skyld latínukennaranum okkar síðan í MR. Það finnst henni ekki gaman þar sem við því sem næst lögðum blessaðan manninn í einelti. Eða öfugt. Þetta var svona gagnkvæmt einelti. Það sem mér finnst samt verst er að hún var að komast að þessu núna, þremur árum eftir að við útskrifuðumst! Hún hefði kannski geta bætt námseinkunn. Samt ekki víst að Kolbeinn frændi stæði í slíku. Annars er ég bara á kafi í alls konar stússi þessa dagana. Þarf að fara að sækja um ökuskírteini. Mitt er á Sikiley einhverra hluta vegna. Svo langar mig í geisladisk. Langar eiginlega í alltof marga, bakkaði út úr Skífunni um daginn þegar ég var orðin ringluð. Maður ætti kannski að vígja "gula spjaldið", afsláttakort háskólanema sem passar einmitt svo vel í kortaveskið:) Mig langar meðal annars í tónlistina úr 28 days later. Átti einhver eftir að sjá hana?

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Dottinn úr Idol
Arnar Dór var rekinn úr Idol eftir að þetta viðtal birtist við hann. ææææ, takið eftir spurningunni um hver hans mesta martröð væri...
Nammisvín
Ég hef ákveðið að deila einu viðkvæmu máli með lesendu Tótlutjattsins. Haldið ykkur fast, ég er komin í nammibindindi! Þið sem þekkið mig vel vitið jafnframt að ég elska nammi sem er allt í lagi svo sem en það slæma er að ég hef varla stjórn á neyslunni lengur. Ég er nammisvín! Við Gummi Hlír skoruðum hvort á annað að fara í nammibindindi og setjum okkur afar raunhæf markmið: viku í senn! Allt nammi, snakk og ís (já....það er það versta) er bannað en gos og popp er leyfilegt og líka bakkelsi með súkkulaði í. Á sunnudaginn má hann svo fá sér Dorritos (ef hann vill) og ég fæ ís ef þetta tekst. Ég sé fram á að hafa efni á utanlandsferð ef ég hætti að kaupa nammi, svona eins og þegar stromparnir hætta að reykja, leggja peninginn fyrir og komast allt í einu til útlanda. Sykur er mitt nikótín. Nú ætla ég að berjast við sælgætisdjöfulinn. Þyrfti helst að hætta líka að drekka gos en ég byrja á þessu. Þetta er orðið svo slæmt að strax á öðrum degi svindlaði ég smá. Eftir langan og erfiðan dag fann ég poka af appolo lakkrís í töskunni minni (afgangur frá helginni). Eftir að hafa opnað og lokað pokanum nokkrum sinnum til að þefa af góðgætinu fékk ég mér mola. Hins vegar hef ég ekki klikkað aftur og mun ekki gera. Fall er fararheill.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Tómatar
Ég hef gert könnun á tómötum sem maður fær í tilbúnum samlokum (t.d. Sóma) og bara á kaffihúsum yfirleitt. Hvernig stendur á því að maður fær alltaf bara endana (með þessu græna)??? Hvað gerir samlokugerðarmaðurinn við innvolsið úr tómatinum? Ég held þeir skeri endana, setji á brauðið og borði rest.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Nerd...
hmmm hér er mynd af umræddri Hrekkjavöku sem ég talaði um í næstu færslu...á undan sko. Hérna erum við Hildur Edda svo, rétt nýkomnar og í stuði. Það var svolítið erfitt að vera svona fyrstur á staðinn í búning. Gummi segir að ég sé bara eins og fermingarstelpa eða eitthvað á þessari en þarna er ég greinilega farin að fækka fötum og búin að lána Harry Potter gleraugun mín. Takið eftir gardínugreiðsunni á mér:)

laugardagur, nóvember 01, 2003

Hrekkjavaka
Í gær gerði ég svolítið skemmtilegt. Ég fór á Hrekkjavöku sem félag erlendra nema stóð fyrir í Hressingarskálanum. Ég hafði lítinn tíma til að spá í búningum, en var á endanum skólastelpa (sem ég og er). Það var lítið mál. Var bara í hvítri skyrtu og með útskriftabindið hans Gumma, í skólabúningspilsi sem ég keypti einhvern tíma á Spáni og undirpilsi sem ég notaði hér i den og hnésokkum sem ég notaði líka í den. Ótrúlegt að finna þetta samt. Svo setti ég slaufu í hárið og var með kringlótt nördagleraugu sem ég fékk í Hókus Pókus og þau gerðu útslagið:) Mæting var nokkuð góð og það koma mér á óvart hversu margir voru í búning. Ég skemmti mér rosalega vel en eftir að ég kom á Felix var bara eins og slokknaði á stuðinu (skrýtið!). Held samt að það hafi ekki verið bara Felix að kenna, ég var orðin svakalega þreytt... eða kannski "þreytt". hmmm. Hildur Edda alþjóðafulltrúi var jóker. Hún hefur eflaust verið best skóuð á svæðinu enda í rauðum dansiskóm frá Spáni. Ég held hún hafi ekkert dottið eða brotið sig þetta kvöldið... alla vega ekki enn þegar ég kvaddi hana, en eins og flestir vita þá hafa dansgólf og hælaháir skór ekki alltaf reynst Hildi hliðhollir. Segi ekki meir, takk:)

þriðjudagur, október 28, 2003

Reykjavík
Góðkunningi lögreglunnar á Sikiley er komin aftur á klakann. Eftir svona skemmtilegt ævintýri hef ég eignlega fengið nóg af utanlandsferðum í bili (hélt ég myndi ALDREI segja þetta). Ég er nú samt að fara til Madeira eftir ca. 3 vikur, en sennilega verð ég búin að jafna mig þá og útþráin komin á sinn stað. Annars var Palermo bara fín. Þetta er 5.stærsta borgin á Ítalíu, með um milljón íbúa. Þarna er mikil fátækt, örfáir mjög ríkir (ömmm sagði einhver mafía?) og mjög margir afar fátækir. 20% atvinnuleysi heyrði ég einhvers staðar! Mér fannst fátæktin kannski ekki svo sjáanleg, held ég hafi tvisvar séð t.d. betlara og innfæddir yfirleitt frekar flottir í tauinu, en tölurnar eru víst þessar. Umferðin þarna er ótrúleg, eitt stórt kaos. Núna bendir hins vegar allt til þess að ég þurfi að fara að setjast niður og læra á fullu. Get ekki frestað því lengur...best að byrja.

fimmtudagur, október 23, 2003

Palermo
jaeja, stelpan bara komin til Sikileyjar! vid Thorlindur keyrdum svolitid i gaer, forum til Corleone (teir sem horfa a Il Padrino...godfather vita hvad eg a vid). Magnad. Her er rosalega fallegt og svakalega margt buid ad gerast, eiginlega otrulegir hlutir sem eg nenni varla ad skrifa um. Eda sko... tad var sem sagt radist a okkur tvo i gaerkvoldi tar sem vid vorum ad ganga upp a hotel. Trir gaurar gerdu tad og nadu toskunni minni. Eg hef sjaldan verid jafnpirrud. Er samt ekkert svo pirrud, eda ju...pirrud og svekkt. Gaerkvoldinu vordum vid a logreglustodinni i Palermo... Tangad hefur margur mafiuosinn sjalfsagt komid inn. Eg gaf skyrslu, Eg tapadi digital myndavel, tveimur kreditkortum, veski, peningum, skilrikjum, snyrtidoti og lyfjum og svona personulegum hlutum sem er bara vont ad missa. ARGGGG. ok nu aetla eg ekki ad tala meira um tad. So far er maturinn her frekar vondur, ciao!
PS: Vil samt ad tad komi fram ad her eru allir afar elskulegir og hjalplegir eins og t.d. loggan. Takk

föstudagur, október 17, 2003

Nostalgía
Í fyrradag tók ég þristinn heim. Notaleg tilfinning fór um mig alla. Sennilega tók ég þristinn síðast bara einhvern tíma í sumar en langt síðan ég hef tekið þristinn svona heim úr skólanum. Mér leið eins og ég væri aftur komin í MR eða bara á leið heim úr skólasundi í Sundhöllinni. Ég man hvað ég var þreytt á þristinum stundum en samt... þetta eru svona blendnar tilfinningar. Hann fer enn sömu leiðina og þegar ég var pínulítil. Það er eitthvað svo þægilegt við að sitja þarna og góna út um gluggann, fylgjast með fólki sem er að missa af þristinum hlaupa á eftir okkur. Sjá Hlemmara sem eru að bíða eftir öðrum strætó eða bara bíða eftir alls engu. Rónarnir eru enn við sjoppuna þar sem við biðum alltaf eftir strætó eftir skólasund (sem er pínu sorglegt) og þar fram eftir götunum. Um kvöldið gerði ég annað sem minnti mig á MR árin, ég fór í bókabúð að skoða blöð og Skífuna að hlusta á diska eftir kvöldmat:) Annars styttist bara í Palermo ferðina. Eins gott að ég fari að ná þessari flensu úr mér.

fimmtudagur, október 16, 2003

spænskt bíó
Mæli með spænsku bíói í Odda kl 20 í kvöld (stofu 101). Þar verður Hable con ella sýnd með íslenskum texta:)

þriðjudagur, október 14, 2003

galsinna gíraffar í gannislag
Prófið að lesa þetta (fyrirsögnina) afturábak! Fleira svona sniðugt hér:-)

mánudagur, október 13, 2003

tralala
Enn einu sinni kominn mánudagur. Uppáhaldsdagarnir mínir eru laugardagar, en stundum er ég reyndar að vinna þá, sem er svo sem ekkert slæmt, bara öðruvísi. Ég átti t.d. mjög góðan dag sl laugardag. Þá fór ég með Vökufólki í haustferð Vöku upp í Árnes sem var mjög vel heppnað í alla staði. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn. Ég nenni ekki að tala um hann. Íslendingar voru góðir en... æjj úbbs ég sagðist ekki ætla að tala um leikinn. Öllu leiðinlegra var þó að missa af Elsunni á Íslandi. Hún kom óvænt frá Sverige í afmæli ömmu sinnar yfir helgina og ég gat ekki hitt hana á föstudag því þá var ég undir sæng að reyna að hósta úr mér hálsbólgunni og ekki á laugardag vegna áðurnefndrar Vökuferðar. Ég ætla samt að skrifa Elsu minni bréf núna strax, því þá fæ ég kannski bréf frá henni. Það er svo gamana ð fá svona alvöru gamaldags bréf í umslagi með frímerki:) gerist sjaldan. over and out

föstudagur, október 10, 2003

hóst...hóst...
úff, ég hef hóstað mér áfram í gegnum þessa viku í orðsins fyllstu. Búið að vera kreisí að gera. Mjög gaman. Stúdentaráðsliðar kynntu sig og sitt ráð úti í byggingunum á miðvikudag, vel heppnuð málefnaráðstefna Vöku haldin þá um kvöldið og alþjóðaparty erlendra nema líka. Í gær var svo alþjóðanefndarfundur sem er aldrei leiðinlegt. Ég gat samt varla talað né hugsað fyrir hóstanum í sjálfri mér en okkur gekk samt vel. Eftir tvær vikur fer ég á fund í Palermo og við erum öll sammála um að gera vinnureglur og setja markmið í því sambandi eins og við höfum stefnt á að gera. Það auðveldar þessar ferðir örugglega heilmikið og við græðum meira á því. Ég er farin að hlakka svolítið til Palermo ferðarinnar. Þórlindur er að fara á einhverja aðra ráðstefnu og við verðum samferða út. Hann stakk upp á því að við myndum leigja okkur bíl eða mótorhjól eða eitthvað til að skoða eyjuna (Sikiley) þegar við hefðum tíma. Hömm hömm, Þórlindur hefur víst ekki heyrt vespusögurnar mínar. BAra svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að keyra einhverja helv... vespu! Ég drap mig næstum því einu sinni á svoleiðis. Mér gekk reyndar vel þegar ég sat aftan á hjá Gumma í Laos og Thailandi. Reyndar var ógeðslega gaman. En ég kýs heldur fjögur hjól og jafnvægið sem þeim fylgja:)

fimmtudagur, október 09, 2003

My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen years old!

Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.

How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla COOL!

þriðjudagur, október 07, 2003

Bloggheimar
enn fjölgar í Bloggheimum. Sigga Víðis sem er með mér í Rammagerðarmafíunni er farin að blogga enda er hún að leggja í svakalegt ferðalag og það verður spennandi að lesa um ævintýri hennar í Asíu (og ég veit ekki hvar). Sigga, farðu vel með þig og góða ferð.

sunnudagur, október 05, 2003

gaman
Rétt í þessu sluppu nokkrar góðar stúlkur frá mér. Þær Dögg, Erla, Þórey og Vala komu til mín í smá súpu og rautt (eða sprite fyrir hina). Þó það sé nú alveg ógeðslega mikið að gera hjá mér þessa dagana og mig langi stundum í verkfall, þá verð ég að segja að ég er alltaf í svo skemmtilegum félagsskap að þetta er alveg í lagi. Mér leiðist alla vega aldrei. Kannski hef ég ekkert svo mikið að gera.. hvað ef ég er bara óvenju löt manneskja sem finnst hún hafa rosalega mikið að gera. Í gær var til dæmis laugardagur og ég kom eiginlega engu í verk. Ég er reyndar að passa Birgi Stein þessa dagana og reyni að vera skemmtileg frænka, en það felst ekki í því að kúra upp í rúmi næstum fram að hádegi og leggja sig aðeins aftur eftir hádegi. (ég sem sagt var skemmtileg frænka á milli fegurðarblunda, hádegisblunda, hænublunda og siestu). takk

þriðjudagur, september 30, 2003

mjááá
Hér má sjá (mjááá) mynd af okkur Grímu þegar hún var enn ung og saklaus, veit ekki með mig.



Strax á fyrstu dögunum mátti sjá hvurslags villidýr við höfðum fengið og á þessari mynd er hún að ráðast á bróður sinn, Frosta.

laugardagur, september 27, 2003

hmmm laugardagskvöld...rigning.... er bara að passa Bibba frænda ásamt frændum mínum í Dire Straits. Frændurnir syngja og spila falleg lög eins og your latest trick fyrir mig. takk fyrir það strákar:)

föstudagur, september 26, 2003

þriðjudagur, september 23, 2003

IDOL
Síðasta föstudag kom ég mér óvenjuvel fyrir í sófanum fyrir framan imbann til að horfa á idol á Stöð 2. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst. Bara nokkuð skemmtilegt þó stjórnendurnir mættu vera örlítið liprari og eðlilegri, en burtséð frá því hvað manni finnst um þáttinn, þá held ég barasta að maður VERÐI að horfa á þetta. Ég hef tryggt að annað hvort passa á föstudögum (því stóra systir er með Stöð 2) eða að þetta sé tekið upp til þess að vera ekki alvitlaus í komandi saumaklúbbum, matarboðum, frímínútum, bröndurum etc. Fyrsti þátturinn var að sjálfsögðu bara kynning á því sem er svo framundan. Varð samt frekar reið þegar sætu rauðhærðu stelpunni var ekki hleypt áfram. Mér fannst rökin ófagmannleg og órökrétt. Þ.e. að hestastelpunni sem var alveg fín var hleypt áfram svona "jájá, við gefum þér sjéns því við höldum að þú getir enn betur" en ekki rauðhærðu stelpunni því að "þetta var rosaflott og þú ert góð en þú ert bara 16 og við gefum þér ekki sjéns, reyndu samt endilega aftur". Úff, jú 16 er náttúrulega enginn aldur, en af hverju er keppnin þá ekki bönnuð innan 18 í stað þess að láta 16 ára hæfileikaríkt fólk verja helginni stressuð í röð til að fá að vita að þau séu of ung? Jahérnahér!

Kossinn
...enginn virðist ætla að verða leiður á að tala um koss Britney og Madonnu, sérstaklega ekki poppprinsessan sjálf sem er full eftirsjár þar sem hana grunaði ekki að kossinn yrði svona LANGUR! ??? !!! halló??? langur? jeminn, hvernig ætli stuttur koss með Britney sé? mín kenning (og sennilega allra) er sú að þetta sé enn eitt lélega trixið til að bjarga ferlinum. Litlu stelpurnar eru orðnar leiðar á Britney því hún er orðin "of sexy" og aðrir eru bara orðnir frekar leiðir á henni svona afþvíbara. Þetta var það besta sem hún gat gert í stöðunni, kysst Madonnu á MTV hátíðinni í fjórðung af sekúndubroti og talað svo um það svo enginn myndi gleyma því. Ég vorkenni henni pínu, þetta er harður bransi og ég er viss um að hún sé fín stelpa.

miðvikudagur, september 17, 2003

Bergen
...var svakafín. Hef komið þangað einu sinni áður, reyndar mjög stutt stopp þá, enn styttra en þetta núna. Fór upp á Flöien, sem er svona fjall, eða toppur eða hóll (400 metrar) yfir miðbænum. Að sjálfsögðu gekk ég ekki heldur tók lest upp bratta hlíðina og þaðan var útsýnið magnað. Það sem meira er, er að við fengum sól og blíðu sem er ekki sjálfsagt í þessari borg.

Áslaug er komin með barn í magann og á von á að það fari aftur út úr honum í apríl sem er einmitt 9 mánuðum eftir brúðkaupið...ehehe:) Áslaug mín, við vissum alveg hvað þið Óskar voruð farin að gera fyrst Þuríður er orðin 1 árs! Til hamingju ljúfan.

fimmtudagur, september 11, 2003

puff
Ég segi nú ekki annað en puff, þvílíkur aumingjabloggari. Nenni því ekki þessa dagana, og hef hvort eð er ekki tíma. Ef ég hef tíma þá geri ég frekar eitthvað annað eins og hitta fólk eða bara sofa út. Í síðustu viku hitti ég t.d. Söndru, Bryndísi og Aldísi en sú síðastnefnda bauð okkur í mat í Reykjanesbæinn. Það var afar huggulegt enda ekki við öðru að búast. Konan er myndarleg mjög í eldhúsinu og bauð upp á grænmetislasagna. Áðan var ég svo í afmæliskaffiboði hjá Siggu sem var líka ógislagott. Til hamingju með afmælið Sigga. Annars eru hræðilegir atburðir í Svíþjóð manni ofarlega í huga þessa stundina. Elsa sænska segir að almenningur sé harmi sleginn og viti ekki alveg hvernig eigi að taka á málunum. Jæja, nóg um það, ég er á leið til Bergen, ha det bra.

fimmtudagur, september 04, 2003

Stafsetningarvillur...
ókei, ég er kannski ekki sú besta í heimi en halló!!! Þetta er ótrúlegt. Þessi er meira að segja á rungtinn en ekki rúntinn. Vona að ég sé ekkert leiðinleg, ég hef bara aldrei séð það jafnslæmt, fann þetta á Batman.
Haustið er komið...
...held það sé bara nokkuð ljóst! Herdís segir að haustin séu rómó og ekki lýgur hún. Þegar ég horfi út um gluggann hér í VR sé ég einmitt fljúgandi tómar svalafernur, rennandi blauta háskólanema sem halla í 40 gráður með hausinn á undan til að komast áfram o.s.frv. Ætli rómantíkin taki ekki bara völdin þegar þetta fólk kemur inn úr rigningunni. Fór í gær á international party í Stúdentakjallaranum. Ég var pínu lúin en það gleymdist fljótt, hitti svo margt skemmtilegt fólk. Og á meðan ég man... ég fór tvisvar í bíó í síðustu viku. Fyrri myndin var 28 days later sem var bara flott. Mér brá frekar oft og frekar mikið. Öskraði meira að segja, en handritið fær 10 fljúgandi svalafernur af 10 mögulegum. Seinni myndin var American wedding. Við Gummi fórum með Söndru og Magga og skemmtum okkur gasalega vel. Betri en mynd númer 2:) ókei...

þriðjudagur, september 02, 2003

skóli
það er allt að gerast. vinnan búinn, skólinn byrjaði í gær, gæddi mér á pylsum eða pullum með Bryndísi í Odda, gaf nemendum glæsilegt nýtt Vökublað og fleira skemmtilegt. Svo er nýnemavikan í næstu viku....jeiiiiiii gaman að byrja aftur:)

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

aftur í siðmenningunni
Útlaginn er kominn í siðmenninguna segja vinnufélagarnir... ég lít nú kannski öðrum augum á málið þar sem ég er vön að vera mikið fyrir norðan. Mér finnst Akureyri samt bara pínu asnaleg án ömmu enda hef ég alltaf tengt bæinn við hana en amma dó fyrir ári síðan. Voða gott að komast samt suður enda stutt í að skólinn hefjist og svona. á eftir ætla ég í fótabað til Þóreyjar ásamt fleiri dömum... hehehe fyndið, hef aldrei farið í hópfótabað, en þetta er einhver svona snyrtikynning. Gleymdi að segja Þóreyju reyndar að ég er loðinn eins og hobbiti á fótunum og með kartnögl (eða e-ð) á þremur. Auk þess er geðveik táfýla af mér, en kannski það lagist við fótabaðið:)

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

prumpað í stampinn
Á Akureyri hef ég séð tvo stöðumælaverði. Annar er feitur og hinn er í stuttbuxum. Ég hef ekki spurt þá hvort þeir prumpi í stampinn eða borði rauðkál á pylsuna sína en það eru tvær af þeim asnalegu spurningum sem ég fékk stundum á meðan ég var enn harðmælt að norðlenskum sið (sem virðist vera að fjara út hjá mér). Kannski trabantinn þeirra hafi þó púnkterað á kantinum... ho ho ho:)

laugardagur, ágúst 16, 2003

Ein með öllu
halló halló halló ég er á Akureyri.... að vinna, og það er menningarnótt... í Reykjavík, en ég er einmitt ekki þar... og ég er að fara að sofa enda klukkan 4 mínútur gengin í miðnætti! örugglega gaman hjá öllum öðrum, en þetta er allt í lagi. Skemmtið ykkur bara, meðan ég er hérna ein og yfirgefin, á Akureyri. Það er reyndar huggun harmi gegn að ég átti hvort eð er að vera að vinna í kvöld og fyrramálið. Er sem sagt á Akureyri að vinna í Rammagerðinni, sem er reyndar bara mjög huggulegt og fínt. ÞIÐ MÆTTUÐ SAMT SKRIFA OFTAR Í GESTABÓKINA EÐA SHOUT OUT. Annars bara allt gott að frétta:) góða nótt:)

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

myndir...loksins
alltaf sama blíðan. Ég hafði það gott í víkinni kennda við reyk um helgina. Passaði Bibba frænda. Við fórum á Árbæjarsafnið og í keilu og var bæði gaman. Svo vann ég og...át og svaf og horfði á video. Í gær átti Ásta amma hans Gumma afmæli og gæddum við okkur á kræsingum í Perlunni í tilefni dagsins. Hér má sjá myndir úr Perlunni:) Er að reyna að koma mér í þetta, þ.e. að skella myndum hingað. Þetta kemur allt saman, sei sei.

föstudagur, ágúst 01, 2003

hehehe
Fann aðra frábæra grein á Deiglunni sem Obba skrifaði minnir mig (nenni ekki að opna gluggann aftur og gá). Ég verð að monta mig reyndar að því að ég á ekki við þetta hvimleiða vandamál að stríða ...að fá ekki kærastann með á "stelpumyndir" sem svo margar vinkonur mínar kvarta yfir. En eins og Obba bendir á (og ég bendi Gumma á þegar ég reyni að lokka hann með mér á slíka mynd) þá eru það yfirleitt afskaplega föngulegar konur sem leika í slíkum myndum svo strákunum ætti ekkert að leiðast í bíó. Það er sko engin Hallgerður langbrók í Hollívúdd (allavega ekki svona útlitslega séð):) En ekki gleyma samt að lesa kartöflugreinina sem ég benti á hér á undan:)
Karplettur
Skemmtilegur pistill hér um kartöflur sem hann Bolli skrifaði og mér var bent á:)