sunnudagur, nóvember 09, 2003

Latína
Kristín hundur komst að því nýlega að hún er skyld latínukennaranum okkar síðan í MR. Það finnst henni ekki gaman þar sem við því sem næst lögðum blessaðan manninn í einelti. Eða öfugt. Þetta var svona gagnkvæmt einelti. Það sem mér finnst samt verst er að hún var að komast að þessu núna, þremur árum eftir að við útskrifuðumst! Hún hefði kannski geta bætt námseinkunn. Samt ekki víst að Kolbeinn frændi stæði í slíku. Annars er ég bara á kafi í alls konar stússi þessa dagana. Þarf að fara að sækja um ökuskírteini. Mitt er á Sikiley einhverra hluta vegna. Svo langar mig í geisladisk. Langar eiginlega í alltof marga, bakkaði út úr Skífunni um daginn þegar ég var orðin ringluð. Maður ætti kannski að vígja "gula spjaldið", afsláttakort háskólanema sem passar einmitt svo vel í kortaveskið:) Mig langar meðal annars í tónlistina úr 28 days later. Átti einhver eftir að sjá hana?

Engin ummæli: