þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Saumaklúbbar
Ég bauð stelpunum sem eru með mér í verkfræði (hmmm) í saumaklúbb í gær og það var bara voða fínt. Ég gerði kjúklingasalat handa stúlkunum sem var mjög spes, svona "oriental" á bragðið en svona skrýtið bragð getur verið svo gott. Æ ég ætla ekkert að reyna að lýsa þessu. Þeim fannst ég ekki sitja nóg hjá þeim í betri stofunni, en ég er bara svo lengi að saxa papriku og lauk og hræra og hnoða og bara lengi að öllu yfir höfuð að það var ekki um annað að ræða. Ég skil stundum ekki hvernig ég kemst í gegnum sumt á þessum hraða snigilsins. Altsa, það sem ég vildi sagt hafa var að ég skemmti mér mjög vel eins og alltaf þegar ég hitti þessar snótir sem sjá um að halda manni inni í slúðrinu. Það vantaði samt aðalslúðrarann...Betu. híhíhí, hún þorði örugglega ekki að koma þar sem ég hafði hótað henni flengingu með bolluvendi. Raggeit.

Engin ummæli: