Matur
Ég er búin í prófum! Kláraði í gær og hélt upp á það með því að fara í kokteilboð og tvö matarboð. Mmmm hvað það er gott að borða... Ég sé ekki ástæðu til að hætta að fagna þessum próflokum sem komu svo snemma í ár (tók nú bara 8 einingar) og fer því í jólahlaðborð í kvöld með Rammagerðinni en það er einmitt vinnustaðurinn minn og örugglega besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Á morgun fer ég ekki í matarboð (er reyndar að reyna að lokka "klessurnar" á kaffihús, hvað segiði stelpur?) en á laugardag mun ég halda áfram og fara í matarboð til Svönu mágkonu og Steina stórabróður sem á einmitt afmæli þá. Það er gaman að þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli