miðvikudagur, mars 03, 2004

24
Ég á afmæli í dag:) Kaffiboð gærkvöldsins heppnaðist vel í alla staði og átum við á okkur gat af amerískum pönnukökum með súkkulaði, bönunum, sultu, jógúrt, jarðaberjum og sírópi og ég veit ekki hvað og hvað. Dagurinn í dag hefur líka verið betri en ég átti von á. Byrjaði á að fara í klippingu og er bara frekar flott þó ég segi sjálf frá (hehe) ..kíkti til stóru systur í hádeginu sem bauð upp á kakó og kringlu og fór því næst á fund með Alþjóðanefnd sem er alltaf hressandi og já, ég ætla að hætta þessari upptalningu. Takk í dag.

Engin ummæli: