miðvikudagur, janúar 07, 2004

Skóli
Ástandið fer að verða eðlilegt, skólinn að byrja aftur, ég er í Tungumálamiðstöð að vinna, Afmæli hjá Betu verkfræðigellu á laugardaginn og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að þessu. Svo vorum við Gummi svo heppin að fá kommóðu frá foreldrum hans í fyrradag (sem við völdum sjálf). Við skötuhjúin áttum skemmtileg IKEA móment saman við að setja mubluna saman. Ég fjárfesti í rúmteppi (1290 kr.-) á sama stað en Gumma tókst reyndar að bía það eitthvað út innan sólarhrings. Henti einhverjum bílavarahlut á rúmið ...ok smá ýkjur, en þetta var eitthvað sem tengdist bílnum...for kræing át lád! Áfram IKEA;)

Engin ummæli: