aftur í siðmenningunni
Útlaginn er kominn í siðmenninguna segja vinnufélagarnir... ég lít nú kannski öðrum augum á málið þar sem ég er vön að vera mikið fyrir norðan. Mér finnst Akureyri samt bara pínu asnaleg án ömmu enda hef ég alltaf tengt bæinn við hana en amma dó fyrir ári síðan. Voða gott að komast samt suður enda stutt í að skólinn hefjist og svona. á eftir ætla ég í fótabað til Þóreyjar ásamt fleiri dömum... hehehe fyndið, hef aldrei farið í hópfótabað, en þetta er einhver svona snyrtikynning. Gleymdi að segja Þóreyju reyndar að ég er loðinn eins og hobbiti á fótunum og með kartnögl (eða e-ð) á þremur. Auk þess er geðveik táfýla af mér, en kannski það lagist við fótabaðið:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli