prumpað í stampinn
Á Akureyri hef ég séð tvo stöðumælaverði. Annar er feitur og hinn er í stuttbuxum. Ég hef ekki spurt þá hvort þeir prumpi í stampinn eða borði rauðkál á pylsuna sína en það eru tvær af þeim asnalegu spurningum sem ég fékk stundum á meðan ég var enn harðmælt að norðlenskum sið (sem virðist vera að fjara út hjá mér). Kannski trabantinn þeirra hafi þó púnkterað á kantinum... ho ho ho:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli