Spánn
Í þarsíðustu færslu minntist ég á nýtt plan sem felur í sér flugferð. Ég gleymdi svo að greina betur frá plani þessu en tja, hvernig get ég líst þessu...hmmmm.... ég er sem sagt á leiðinni til Dos Hermanas sem er borg í útjaðri Sevilla næstu helgi. Þar mun ég vera aðstoðarkennari í ensku í unglingadeild. Hehehe, spennó ha? Stefnan er að vera þar í 3 mánuði og er stelpan bara full tilhlökkunar. Það eina sem skyggir á gleðina eru tilvonandi fæðingar og útskriftir hjá nánustu fjölskyldumeðlimum en ég verð bara í stöðugu símasambandi á slíkum stundum:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli