Haustið er komið...
...held það sé bara nokkuð ljóst! Herdís segir að haustin séu rómó og ekki lýgur hún. Þegar ég horfi út um gluggann hér í VR sé ég einmitt fljúgandi tómar svalafernur, rennandi blauta háskólanema sem halla í 40 gráður með hausinn á undan til að komast áfram o.s.frv. Ætli rómantíkin taki ekki bara völdin þegar þetta fólk kemur inn úr rigningunni. Fór í gær á international party í Stúdentakjallaranum. Ég var pínu lúin en það gleymdist fljótt, hitti svo margt skemmtilegt fólk. Og á meðan ég man... ég fór tvisvar í bíó í síðustu viku. Fyrri myndin var 28 days later sem var bara flott. Mér brá frekar oft og frekar mikið. Öskraði meira að segja, en handritið fær 10 fljúgandi svalafernur af 10 mögulegum. Seinni myndin var American wedding. Við Gummi fórum með Söndru og Magga og skemmtum okkur gasalega vel. Betri en mynd númer 2:) ókei...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli