laugardagur, nóvember 22, 2003

Porto Santo
Hvað er Porto Santo? bíómynd? líkjör? skemmtiferðaskip? dásamleg portúgölsk eyja undan ströndum Afríku? Tja...ég segi ekki meir. Nú fer þessu ferðalagi að ljúka og þá held ég að ég ætli ekki meira til útlanda á þessu ári a.m.k. Hef verið hér í viku á ESIB ráðstefnu, en ég hef örugglega einhvern tíma sagt hvað ESIB er. Hér eru hagsmunir stúdenta ræddir fram og tilbaka og ég var í mjög skemmtilegum vinnuhóp þar sem við veltum fyrir okkur þörfum skiptistúdenta. Veðrið hér er ljúft, ekkert svakalega heitt en bara svona notalegt, og ég afrekaði að fá mér sundsprett í sjónum. Dagskráin hefur verið nokkuð þétt en við náðum aðeins að slappa af með bjór og snakk á ströndinni einn daginn. Úbbs, nú er er hléið á fundinum að verða búið, þannig að ég þarf að hætta þessu blaðri. Á aðeins eftir um sólarhring á þessari eyju sem er lengst útí Atlantshafi (nei ekki Íslandi....finnst ég samt hafa notað þennan brandara áður).

Þetta er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Porto Santo (næstum því Madeira)

Engin ummæli: