þriðjudagur, janúar 13, 2004

Afmæli
Á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Betu en hún er sem sagt í verkfræði með Gumma og þess vegna erum við saman í saumaklúbb því þær eru svo góðar að leyfa litla spænskunemanum að vera með sér í saumó (enda hef ég mikið hangið með verkfræðinemum). Stundum gleymi ég að ég sé ekki í verkfræði og stend mig að því að nota alls konar hugtök sem ég skil ekki (nöfn á kúrsum og kennurum líka) en hefur bara síast inn. Hressandi. Þessi saumaklúbbur er svona í hressari kantinum og hér má sjá myndir úr afmælinu sjálfu. Ég var hins vegar í stuði kvöldið áður og því svona frekar róleg (miðað við hinar) þetta kvöldið eins og sést kannski á myndunum. Lengi hafði ég heyrt af hæfileikum Betu í eldhúsinu en mamma mía... þetta var ótrúlegt. Ég taldi ekki hve oft hinar fóru að hlaðborðinu en mig grunar að ég hafi farið oftast. Ég kláraði súkkulaðihúðuðu jarðaberin. mmmmmm...

Engin ummæli: