Draumar
Mig dreymir yfirleitt mjöööög furðulega drauma. Í nótt dreymdi mig meðal annars að Jónsi í svötrum fötum, Birgitta Haukdal og einn ónefndur fyrrum skólafélagi Gumma úr MK (sem var í útskriftarferðinni) réðust á einhvern barþjón. Ég hef aldrei séð Birgittu svona reiða (mjög ólíkt henni). Þau voru eitthvað fúl við hann, gott ef hann hafði ekki eitthvað svikið þau (um gigg kannski) og þau bara kýldu hann og lömdu og allt ljótt. Í draumnum var ég í einhverju svona department store (hvað sem það heitir nú á íslensku) fór upp rúllustiga og var að skoða ýmislegt fallegt og sá þettq ljóta atriði á skjám um alla búðina. Ég man að ég var mjög hissa, sérstaklega að sjá Birgittu í slíkum ham. Foreldrar héldu fyrir augun á börnunum. Hef ég sagt frá því þegar mig dreymdi að ég fór í skíðaútskriftarferð til Laos? Það var rosalegt, ég man hann ekki nógu vel, bara að við keyrðum til baka, vegirnir voru slæmir (brattar og hlykkjóttar brekkur) og við vorum lengi á leiðinni. Man ekki hvernig skíðalandið sjálft var. Úff....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli